4. desember gerði ég kork um svona gorma sem tengir nokkur göt. Ég fékk ekkert allt of mörg svör, þannig að ég ætla að gerast svö djörf að spyrja aftur núna :p

Ég er semsagt að leita mér að gormi. Nú veit ég ekki einusinni hvort það séu til gormar fyrir 2 göt, en ég vona það því mig langar ansi mikið í þannig.

Veit einhver hvar svona gormar fást? Fást þeir á íslandi? Ég fór í Kiss í gær, og konan þar hafði ekki heyrt um svona.

Vitið þið hvað þetta heitir á ensku? Þá er spurning hvort ég gæti ekki bara pantað mér á netinu.

Ég ætla að fá mér annað gat í helix, og tengja þau tvö með svona gormi. Er þá gormurinn settur í strax day one, eða þarf ég að láta gróa fyrst? Þarf ég að mæta með gorminn á svæðið þegar gatið er gert, til að máta, eða teygist hann og beygist?


Afsakið spurningaflóðið, en það er erfitt að leita upplýsinga um þetta á netinu þegar ég veit ekkert hvað þetta heitir á ensku :S

Bætt við 29. desember 2006 - 13:07
Ó já eitt enn :p

Ég hef heyrt voða mikið um að lokkar í tungu geti eyðilagt tennur, og mér finnst það ekkert ólíklegt að það sé satt. En ef maður er með plastkúlu, fer það eitthvað betur með tennurnar?
Og er kannski til einhverskonar lokkur sem maður hefur í, en kemur ekki mikið út? Semsagt ekki heil kúla, heldur bara eins og plata eða eitthvað?
Ég vona að einhver skilji hvað ég á við….