Ég er búin að reyna og reyna eins og vitleysingur að fá leyfi hjá foreldrunum fyrir götun í augabrúnina…
Því miður gekk það ekki, en þau hafa samþykkt að ég megi fá hvernig göt sem ég vil í eyrun.
Ég er nú þegar með eitt gat í hvorum eyrnasnepli en mig langar í sitthvort gatið við hliðina á hinum og einnig gat í brjóskina í öðru eyra (eins og hér, þarna uppi til hægri).

Þarf ég að panta tíma á stofu eða mæti ég bara?
Hvað myndi þetta líka kosta allt saman?
Er alveg hægt að gata þetta allt í einum session?
Er möguleiki á að ég geti fengið tíma á morgun eða er allt lokað? Eða tekur langan tíma að fá tíma?
Eru miklar líkur á að fá eitthvað líkt þessu? :S
Má setja hvernig lokk sem er strax í götin eða verð ég að notast við pinna fyrst?

Demona