Mín reynsla (surface göt) Surface piercing eru ekki mjög algeng hérna á Íslandi þótt að það sé einhverjir einstaklingar með þau.
Ástæðan fyrir því er að það er enginn sem bíður uppá þessa þjónustu.
Það kemur reyndar gestagatari til Sessu(tattoo og skart) 1-2 á ári og býður þá uppá þessa þjónustu ásamt annari.

Ég er með eitt surface gat og hef verið með þrjú surface/play piercing.
Þessvegna hef ég ákveðið að deila minni reynslu á þeim, því þau eru mjög erfið og það eru ekki allir sem geta fengið sér surface gat.

Til að byrja með þá er ég alls ekki að ýta undir heimagötun, og maður á ekki að vera að fikta við þetta ef maður veit ekki hvað maður er að gera, sérstaklega þegar það er verið að gera surface göt eða önnur erfiðari göt.
En ég gerði mitt sjálf, bæði því að það er ekki neinn sem bíður uppá þessa þjónustu og einnig því mig langaði til að gera það sjálf.
Ég hef mikinn áhuga á götum hef verið mikið að gata sjálfan mig og keypti mér allan búnað til þess að gera það rétt.

Ég átti surface lokk, sem er mjög mikilvægt ef þú vilt halda gatinu. Surface lokkar eru einsog “U” í laginu, þeir fara mjög djúpt ofan í húðina því það eru miklar líkur á því að líkaminn hafni gatinu.
Þegar líkaminn hafnar gati þá ýtir hann lokknum upp og á endanum mun lokkurinn kljúfa sig í gegnum skinnið ef hann er ekki tekinn úr áður en hann gerir það.

Surface lokkur:
http://www.infinitebody.ca/pic/ssurf.png

Því að lokkurinn er einsog “U” í laginu er ekki hægt að stinga bara beint í gegn. Það þarf að stinga fyrst niður svo í gegn og svo aftur upp, alveg einsog lokkurinn er í laginu.
Það getur reynst sumum erfitt því að oftast eru göt gerð mjög hratt þannig þú finnur lítið fyrir því, en þegar það er verið að gera surface göt getur tekið örlítið lengri tíma að stinga.

Gatið sem ég gerði í mig heitir Anti-eyebrow og er staðsett fyrir neðan augað.
Ég var búin að hugsa um þetta gat rosalega lengi og búin að lesa margar reynslusögur og safna að mér allskonar upplýsingum.
Það eru ekki allir sem ná að halda þessum götum lifandi, og ég vissi vel að það var ekkert víst að ég myndi ná því, en ég hef alltaf tekið götum mjög vel, þau eru fljót að gróa og hef ég aðeins þurft að taka gat 2 úr eftir mikla baráttu, þannig ég ákvað að kýla á það.

Ég bjóst við ágætri bólgu og marblett því þetta svæði er viðkvæmt, einsog flestir kannast við þarf ekki mikið til að fá glóðurauga.

En heppnin var með mér og ég bólgnaði eiginlega ekkert og fékk smá ljósgulan marblett.

Þar sem þetta er viðkvæmt gat og ég vildi gera mitt besta til að halda því, þá sleppti ég því að nota meik í 2 vikur, það er ekki gott fyrir gatið að “covera” það í meiki.
Oftast hreinsa ég ekki götin mín, læt þau bara eiga sig, þríf þau í sturtu ef það er eitthvað fast á lokknum. En ég ákvað að þrífa þetta gat.
Ég notaði saltvatn 2 á dag og bar einstaka sinnum græðandi krem á það til að halda því röku.

Ástæðan fyrir því að eg vil halda því röku er að þurkur getur valdið höfnun, og er oftast fyrsta stig höfnunar.

Ég gerði þetta í um það bil 2 vikur. Þá var gatið að mestu leiti gróið að utan.

Fyrstu 4 vikurnar gengu mjög vel og engin merki um höfnun eða sýkingu, smá gröftur og vessar komu einsog eðlilegt er.

Eftir um það bil 6-8 vikur tók ég eftir því að það hafði oxið aðeins upp, ég var ekkert að stressa mig á því það er mjög eðlilegt að göt geri það.
Þarna var gatið eiginlega alveg gróið.

Núna um það bil 4-5 mánuðum seinna fer það að verða til vandræða.
Það byrjaði bara uppúr þurru, það fór að koma smá vessi sem ég stressaði mig ekkert á í byrjun en svo fór það að verða meira og meira og á endanum fór að koma gröftur úr því.
Ég myndi segja að það sé búið að vaxa um helming úr líkamanum.

Ég er búin að vera alveg rosalega þrjósk með þetta gat og langar ekkert til að gefast upp, en ég býst við því að ég fari að gera það bráðlega.
Er ekki beint fallegt að vera með lokk í andlitinu sem hengur á smá skinni.

Ef þannig fer að ég taki gatið úr þá mun ég reyna aftur á þetta.

Þótt það séu ekki miklar líkur að gatið haldist að eilífu þá eru alltaf einhverjar líkur á því að þú náir að halda því. Og það þarf að hafa það í huga að ef allt fer á versta veg að þá mun örið hugsanlega verða meira áberandi en venjulega.

Mín ráð, ef að þú hefur slæma reynslu af einföldum götum einsog t.d. í eyrun, þá ættiru ekki að reyna við þetta. Ef þú hefur góða reynslu af götum, þá ætti ekkert að stoppa þig!

Gatið hélst nokkurnvegin svona í 4 mánuði:
http://i771.photobucket.com/albums/xx352/eliiinea/155005.jpg?t=1265637962

Gatið í dag:
http://i771.photobucket.com/albums/xx352/eliiinea/DSC00054-Copy-1.jpg?t=1265638009
http://i771.photobucket.com/albums/xx352/eliiinea/DSC00051-Copy.jpg?t=1265638055
facebook.com/queeneliiin