Hæ, langaði að deila með ykkur smá um götin mín. Er reyndar bara með í eyrunum, 10 stykki, en jú þau hafa lent í ýmsu greyin :P. Hef aldrei gert svona grein svo ef að þetta er hræðilegt ekki vera eikkað með leiðindi (:

Jæja var nú alltaf bara með þessi 2 venjulegu þangað til ég var svona 11 og þá fékk ég eitt fyrir ofan þetta í hægra eyranu og fannst ég voða kúl með það.
Svo bættust við eitt fyrir ofan gatið í vinstra og annað fyrir ofan þetta í hægra þegar ég var í 7unda eða 8unda bekk held ég en hef greinilega tekið byrjendalokkana of snemma úr þeim því þau hafa alltaf verið að gróa og hefur komið sýking í annað og þurft að stinga í gegn eða farið og látið skjóta í þau oft, stakk í annað þeirra með nagla fyrir nokkrum mánuðum og það hefur bara verið stillt síðan *fjúkk*

Svo var ég í 9unda bekk og langaði í fleiri, langar alltaf í fleiri 8) ,, en mamma vildi ekki leyfa mér það, svo ég ákvað að gera það sjálf. Tók nælu og spritt og stakk í gegn. Ekkert vont eða neitt, þangað til ég fattaði að
ég var ekki með byrjendalokk og gatið var alltof mjótt. Sniðug ég.
En svo náði ég að stinga nál í gegn, fór svo að sofa og var svo bara það nál í gegnum eyrað í skólanum daginn eftir. Allir sem ég sýndi stolt afrekið mitt horfðu á eyrað á mér með hálfgerðum viðbjóði enda var það búið að bólgna svo svakalega að það var ekki fyndið. Og þá tók ég hann úr. En svo stakk ég aftur einhverjum vikum síðar og var þá aðeins betur búin, með stóra nælu og frosna brauðsneið (ég fann ekki neitt annað kalt og veit hreint ekki hvort það var sniðugt).
Og ég náði að setja lokk í gegn, en hann var bara eitthvað drasl úr Koló og ég fékk aftur sýkingu og núna þurfti ég að fara til læknis og fá risa pensilín töflur og taka lokkin úr og það gró fyrir þetta og svona.
Þegar ég flutti til pabba leyfði hann mér – eftir mikið suð – að fá gat svo ég ákvað að fá mér industrial.
Hafði eiginlega aldrei séð svona áður en sá mynd á netinu og fannst það flott og fór svo bara deginum seinna held ég og tadaaa komin með það (:
Og þetta gekk alveg vel fyrst en svo fékk ég sýkingu í það. Var kannski að fikta of mikið í lokkunum sem er ekki sniðugt allavega svo er mér sagt, bakteríur og vesen á puttunum.
Sýkingin var samt ekki eins slæm og síðast og Sessa á t&s sagði mér bara að hreinsa með saltvatni. Og svo var allt í kei, fékk mér helix í hitt eyrað og svo tragus og svo annað helix og allt í lagi með það.
En ég fékk sýkingu í tragus-gatið og það var ekki gaman og það er ekki gaman að vera með sýkingu í uppáhaldsgötunum mínum :c
Og þá fór ég til læknis núna um daginn og fékk pensilín –minni töflur núna jeii- og konan í apótekinu sagði mér af eitthverjum ástæðum að borða ab-mjólk í hádeginu ef ég væri að taka töflur á morgnanna og kvöldin.
Og svo er ég að hreinsa þetta allt með saltvatni núna og taka þessar ógeðslegu töflur og borða ab-mjólk (sem mér finnst vera ógeð líka) og vona að þetta fari að lagast (: annars þarf ég að taka pinnann og lokkin úr sagði læknirinn. Sessa sagði samt að kannski væri ég bara viðkvæm fyrir götum eða eitthvað álíka.
Og já mig langar næst í conch piercing 8) úff vona að það komi ekki sýking þá.