Varðandi sýkingar í götum Jæja ég er orðin smá þreyttur að sjá endalaust af korkum verið að spurja að því sama, hvernig skal losa sig við sýkingu.

Til að vita að sýking sé kanski til staðar þá geturu pælt aðeins í einkennum sem eru t.d ; hjartsláttur, Hiti, Roði, gul leitur gröftur og eithver fleyri


Þegar þú ætlar að byrja að losa þig við sýkingu getur verið fínt að smella plastlokk í. Kaupa Þér BPA (Body Piercing Aftercare) í Tatto&Skart , hreinsar gatið 2 á dag. og ekki fikta í því.
Þegar þú ert að hreinsa skalltu þvo þér vel um hendurnar, bleyta þvottapokka og strjuka i kringum svæðið. Tekur þér síðan eyrnapinna og setur bpa í hann og strykur sidan i kringum gatið og a lokkin.

Svo er hægt líka að nota Saltvatn, 1tsk af sjávarsalti út 1L af vatni. Mjög fínt til þess að losna við gröft og drullu, Sjávarsalt og matarsalt er ekki það sama !! …. Svo er líka hægt að kaupa saltvatn í apótekinu sem þú getur notað.

Þegar maður notar Saltvatnið á naflagat/nipple er fínt að skella því í skotglas og snúa glasinu vid þannig að vökvinn sé yfir öllu gatinu og svo heldur þú þessu þannig í smá stund. Þá ertu búin að hreinsa eithvað allavegana i kringum, Fínt að dýfa eyrnapinna ofani saltvatn og strjuka sidan i kringum þetta til að hreinsa restina

Ég vill endilega segja ykkur það aftur alls ekki fikta í gatinu á meðan það grær og þú ert að losna við sýkingu með óhreinum höndum, því minna áreiti því fljótar gengur þetta fyrir sig


Endilega bætið við og leiðréttið mig ef ég er að bulla eithvað þarna. Þetta er það sem ég hef lært yfir mína götunartíð =) og lesið mér til.

*á myndinni er mjöög sýkt naflagat*
halltu kjafti ! :D