1/4 full-sleeve Á mánudaginn síðasta (16. júní) átti ég tíma í tattoo hjá JP á Íslenzku Húðflúrstofunni.

Það sem við vorum að fara að gera á mig var ermi á hægri hendi og þetta var semsagt fyrsti tíminn af fjórum.

Þetta byrjaði þannig að ég átti að mæta til hans kl. 11 á mánudagsmorguninn en svo hringdi hann í mig og spurði hvort ég gæti ekki mætt um kl. 14 í staðinn, sem var ekkert mál fyrir mig.

Ég mætti á stofuna til hans í kringum 14:30 og hann skömmu seinna. Við byrjuðum að skoða skyssurnar sem hann gerði af myndinni sem átti að gera á mig í þessum tíma og vorum leeengi að spá og spekúlera og breyta myndinni þannig við byrjuðum ekki að stensla á mig fyrr en klukkan var orðin meira en 16.
Hann skellti fjólubláa dæminu á hendina á mér og biðum svo á meðan það þornaði almennilega áður en var byrjað.
Hann byrjaði við úlnliðinn á hauskúpum og vann sig svo upp í manninn með ljáinn.
En hann byrjaði ekki á útlínunum heldur skyggingunum. Hann ætlar ekki að gera útlínurnar fyrr en í seinasta sessioninu þegar allt annað er komið.
Við vorum að til kl. 20 um kvöldið og vorum frekar sáttir við það sem komið er, sem er semsagt maðurinn með ljáinn standandi á hrúgu af hauskúpum með reykjarslæðu í kringum sig sem blandast inní engil sem ég hafði látið gera á mig ári áður af Sverri í House of Pain.

En það á eftir að koma hellingur í viðbót;) þannig það er bara að bíða og sjá.

Og þessi mynd þarna (sem var tekin daginn eftir) er sú eina sem ég á í bili. Nn flúrið sjálft er aftaná hægri framhandlegg og myndin var semsagt tekin á hvolfi en ég snéri henni við þannig myndin sést rétt af manninum með ljáinn en allt hitt er á hvolfi

Vonandi voruði sátt með greinina;)
What doesn't kill me will probably try again