Japanska orðið “irezumi” (刺青) á við athöfnin að setja blek undir húðina í þeim tilgangi að skreyta. Húðflúrun. Einnig er talað um horimono og/eða tebori, en þau orð hafa aðeins aðra merkingu, þó svo allt eigi þetta við húðflúr.

Talið er að húðflúrin hafi fyrst komið fram í Japan alveg ótrúlega snemma, jafnvel í kringum 10.000 fyrir krist, en líkamsmerkingar á fornum líkum frá þeim tíma líkjast mjög svipuðum merkingum sem fundist hafa frá svipuðum tíma í öðrum menningum. Í kringum kristsburð, og fram til u.þ.b. ársins 300 hafði húðflúrlistin þróast og heimildir benda til þess að þau hafi verið í trúarlegum tilgangi.

Í kringum árið 300 fengu húðflúr á sig neikvæðari ímynd í Japan, og allt fram til ársins 600, eða þar um bil, þóttu þau gefa neikvæða mynd af manneskjunni með flúrið, og líkt og hjá Rómverjum voru glæpamenn húðflúraðir til að merkja þá.

Allt til ársins 1600 (Edo tímabilið í Japanskri sögu) voru húðflúr notuð til að merkja glæpamenn, þó svo húðflúrun til skrauts hafi verið við lýði. Það er almennt talið að útgáfa kínverskrar skáldsögu (Suikoden) marki upphafið að því sem við í dag þekkjum sem Japönsk húðflúrhefð. Í útgáfunni voru “prentaðar” myndir af mönnun að drýgja miklar hetjudáðir, og voru líkamar þeirra skreyttir heilu drekunum.

Samstundis urðu húðflúr að nokkurs konar karlmennskutákni í Japan. Tækin sem notuð voru til þess að koma blekinu inn í húðina voru þau sömu og notuð voru til að skapa viðarskapalónin, sem myndir voru þrykktar á pappír með. Þeir notuðu sporjárn. En einnig notuðu þeir blek sem nefnt er “nara”, en þetta svarta blek varð fékk á sig blá-græna slikju undir húðinni.

Húðflúrun í Japan, með hinni hefðbundnu aðferð, náði hámarki í kringum árin 1800-1850 - fyrir ykkur ninja og samurai áhugamenn þá þýðir þetta að það var varla nokkur samurai með stóran dreka yfir bakið - sorrý!

Enn þann dag í dag er hefðin fyrir irezumi sterk í Japan, og hefur þessi stíll dreyfst út um allan heim. Yakuza meðlimir á nítjándu og tuttugustu öld voru gífurlega mikið fyrir irezumi húðflúr, og því hafa þau svolítið verið tengd við þessa merkilegu stofnun sem japanska mafían er.

Fáir listamenn eru nú eftir í Japan sem nota gömlu aðferðina við að flúra, og æ færri ár hvert læra að nota gífurlega langar nálar og sporjárn til að húðflúra. Japanska Húðflúrstofnunin var stofnuð árið 1981 til að halda utan um þekkingu og viðhalda hefðunum á bakvið hefðbundna, japanska húðflúrlist, og til þessa hafa þeir verið gífurlega uppteknir við upplýsingaöflun og talað er um að húðflúrsafn á vegum stofnunarinnar verði komið á laggirnar innan síðar.


Heimildir :
wikipedia.org
google.com
horimono.net
japanese.about.com
gojapan.about.com
bmezine.com
tao-of-tattoos.com
keibunsha.com