Sæl öll, langaði bara að deila með ykkur sögunni minni. Hún er kanski ekki ýkja löng en þið fáið að sjá líka framtíðar áformin mín í body modification.

Ætli það hafi ekki verið í 9 bekk ss fyrir 3 árum sem ég byrjaði með svaðanlegan áhuga á tattoo-um. Hafði alltaf haft smá áhuga vegna þess að pabbi er með þessi gömlu góðu sjóara tattoo. Og það þróaðist yfir í það að ég fór að heillast meir og meir að piercing,

Götunar Saga


Seinasta sumar eða sumarið 2007 var ég út í Englandi,, Torbay(Torquay) nánar til tekið. Og ég og félagi minn vorum á röltinu þarna niður verslunargötu og ég sé svona Tattoo & Piercing Shop. Fer eithvað að grínast í félaga mínum að fá mér gat í hægri gerivörtuna. Hann lofaði að borga fyrir það ef ég myndi gera það, þannig að ég fór þangað og pantaði tíma í það að láta gera gat í hægri geirvörtuna mína.
Svo bíð ég þarna frammi allveg að deyja úr stressi, og þá er kallað í mig og ég rölti inn og sest í stólin og spyr hvort þetta verði eithvað vont og kallin svaraði mér; "maby a little,, . Svo ég róaðist smá og svo frysti hann á mér geirvörtuna með eithverju sprey-i og stakk svo í gegn og setti alltof stóran hring og ég horfði blóðið fossa niður en fann ekki fyrir neinum sársauka, og fór bara hlæja.
Svo þegar félagi minn var búinn að borga og hundfúll að hafa ekkið heyrt öskur eda neitt og við komnir út fæ ég þessa ógeðslega mikklu verki sem entust í nokkra daga.

Um kvöldið fór ég á Simpsons The Movie og ég rakst í geiruna soldið fast og meiddi mig smá og svona harkaði af mer og hélt áfram að horfa á. Var síðan orðin vel saddur og svona atlaði að strjuka mer a maganum og fann bara að það var allt blautt a bringunni og maganum og ég panicaði og fékk félaga minn fram og inn á klósett og þá hefði ég rifið soldið í og það svoleiðis fossblæddi. Við redduðum því sem betur fer og ég fékk að klára myndina (A)

Ég var alltaf í smá veseni með þetta gat þangað til að ég missti eina kúluna í sturtu og fór að sofa bara með eina kúlu og þannig datt lokkurinn út og ég tók ekki eftir því fyrr en ég var að fara sofa næsta kvöld.. það eru 3 mánuðir síðan ég missti þetta elskulega gat mitt :( .. Átti ekki annan lokk til að setja í :$

Seinasta haust tók ég upp á því að byrja strekkja eyrnasnepilinn minn og ég gerði það ALLT OF HRATT. tók 6 mm á 3 dögum.. og var ílla bólginn og þetta var mjög illa gert hjá mér, sýking og leiðindi. Ég píndi mig í gegnum þetta og byrjadi ad hreinsa það mun betur og eftir 2 vikur var þetta orðið fínt og ég er enn með 6 mm og stefni á að fara í svona 8 - 10 mm fyrir næstu áramót. Ætla líka að strekkja vinstri eyrnasnepilinn jafn mikið.

En í febrúar á þessu ári var fór ég í bæinn með félaga mínum og skelltum okkur til hennar Sessu og ákváðum að við ætluðum að fá okkur eitt stykki oral gat ( Tungu gat )

Ég settist í stólin hjá henni og var með smá stress í mér en mikklu meira stress hjá félaga mínum. Hún stakk í gegn og það var ekkert mál, Fann bara smá sting þegar hún var ad setja pinnan í. Félagi minn var við það að ráðast á mig þegar við löbbuðum út í sígó eftir að það var buið að gata hann líka því honum fanst þetta svo hrillilega vont.

Ég fór síðan út á sjó í mars og í byrjun apríl borðaði ég tungulokkinn minn og ég the smart dude með engan auka lokk svo ég var búin að missa þetta gat.

En núna fyrir 3 dögum var ég heima hjá vinkonu minni að tjilla og 3 stelpur og félagi minn þarna og allir með gat i tungunni og ég náttúrulega gat ekki hætt að hugsa um elskulega gatið mitt og við fórum á endanum út í apótek og keyptum nál. Fórum heim og tókum nýjan byrjandalokk upp úr plastinu og byrjuðum að sótthreinsa hann og svo sótthreinsa tunguna og finna örina eftir seinasta gat, Hún fanst eftir stuttan tíma og vinkona mín stakk í gegn.
Svo kom í ljós að þessi nál var soldið þunn (pældum voða lítið í því, svo við drógum hana upp úr og þrýstum bara tungulokknum í gegn sem var náttúrulega hreinn viðbjóður. En tókst á endanum eftir 8 mín að troða honum í gegn :'D .. Núna er ég með gat í tungunni og vantar bara aftur í geirvörtuna.

Í framtíðinni langar mér að fá mér; Bridge - annað tungugat (ss double oral piercing) - 8 - 10 mm tunnel í báða eyrnasnepplana - hef hugsað um tunguklofningu eins og myhateisyourpain er með. - Fá mér aftur í geiruna. - Surface göt á hendurnar svipað eins og gaurinn í myndinni modify var að fá sér. - og svo eru alltaf nýjar hugmyndir að detta inn og út úr hausnum á mér


Tattoo Saga

Eins og ég sagði áðan þá er ég líka með mikin áhuga á tattoo-um en því miður er ég ekki komin með neitt tattoo ennþá.

Strákur sem ég var með í skóla er hins vegar búin að vera teikna mörg tattoo fyrir mig svo ég er bara bíða eftir rétta tímanum fjárhagslega séð og þá fæ ég mér tattoo,,Ég mun kanski senda inn mynd af götunum bráðlega og af tattoo-unum sem var verið að teikna ,,

kv mofo
halltu kjafti ! :D