Næstkomandi helgi, þann 6.-8. júní verður íslenska húðflúrsráðstefnan haldin í þriðja sinn. Þar mun fjöldinn allur af húðflúrurum, bæði íslenskum sem erlendum, flúra gesti og gangandi. Sumir munu þó vera upppantaðir, en ef maður er heppinn ætti að vera möguleiki á að fá flúr hjá einhverjum færum. Mín reynsla er sú að þeir íslensku séu bókaðir langt fram í tíma og maður þurfi því að tala við erlenda listamenn, sem er þó alls ekkert slæmt enda mjög færir aðilar þar á ferð. Svo er líka alltaf gaman að kíkja þó svo að maður sé ekki endilega að fá sér flúr. Þar að auki má minnast á það að Quentin frá Kalima Emporium, sem starfar aðallega við götun og extreme body modifications verður á staðnum með kynningarbás. Hvort það verða fleiri með kynningu á svipuðum störfum veit ég ei, en það er lang best að kíkja á staðinn og kanna það mál.

Samkvæmt aðstandendum verður ráðstefnan í ár stærri og betri en áður og hvet ég því alla til að leggja leið sína í Tunglið (gamli Gaukur á Stöng. Bak við Kolaportið) um helgina og skoða það sem þar ber fyrir augu.