Fór inná stefnumótasíðu í gær, þá var ég búinn að fá skeyti frá stelpu sem sagði að ef ég vildi kynnast henni þá mætti ég alveg hringja í hana.

Nú, ég gerði það, því ég hef gaman að því að kynnast nýju fólki og það endaði með því að við ákváðum að kíkja í bíó í kvöld vegna þess að við eigum sameiginlega vinkonu og hún var búin að tala um okkur bæði við hvort annað.
Svo eftir það þá nefni ég að ég hafi jú 6 tattoo og hafi áhuga á að fá mér piercings, eftir að hafa spurt hana hvort hún hafi einhver göt eða tattoo, eftir það svar var hún nokkuð efins en var samt samt alveg til í að hittast og skoða málin.

Svo seinna um kvöldið fæ ég sms frá henni sem segir “Við skulum gleyma þessu” og þegar ég spyr hvað sé ástæðan þá fæ ég svarið “Er á móti tattooum og vil ekki hitta svoleiðis strák”.

Bíddu? Er ég semsé bara orðinn “þannig strákur”?
Strákur sem er með tattoo?
Er það semsé verra en eitthvað hvað annað?
Eru strákar með tattoo á einhvern hátt öðruvísi en annað fólk?

Er það ekki mitt val hvað ég vil og hef áhuga á?

Er svona framkoma ekki bara merki um fáfræðin og fordómana sem snúa að götun og húðflúrum á Íslandi í dag?

Ég verð bara svo pirraður og sár eftir að hafa fengið þetta svar, finnst þetta vera svo fordómafullt að það sé bara ákveðið að kötta mig út einfaldlega vegna þess að ég hef TATTOO! Það er ekki eins og þau séð á áberandi stað, ef ég er fullhlæddur þá er varla hægt að sjá neitt þeirra nema kannski eitt þeirra!

Sumt fólk er einfaldlega OF SPES!