Um daginn bauðst mér sá heiður að gerast stjórnandi á þessu áhugamáli. Þótti mér það heldur skemmtilegt þar sem þetta áhugamál er í uppáhaldi hjá mér og ég kíki einna mest hingað og þar af leiðandi þáði ég það með þökkum.

Þó svo að það séu eflaust einhverjir mér fróðari um þessi málefni tel ég mig vera nokkuð vel að mér í þessum efnum og mun reyna eftir fremsta megni að svara fyrirspurnum og öðru sem upp kemur.

Ég vil einnig nota tækifærið og þakka PraiseTheLeaf fyrir vel unnin störf og allt sem hún hefur gert fyrir þetta áhugamál.

Ég vona að þið verðið ekkert voðalega ósátt þó ég taki við af henni.

Takk.