Tattúið mitt í vinnslu Halló allir.


Þessa dagana erum við Búri að vinna í tattúi á bringunni á mér. Ég hef lengi ætlað að fá mér chestpiece á karlmannsbúbburnar mínar og loksins lét ég slag standa. Þar sem dóttir mín heitir Ugla þá langaði mig að fá mér Uglu í litum sem næst hjartanu. Eftir að hafa talað saman um hvað ég vildi gera stakk Búri upp á því að ég kæmi með honum til Gautaborgar í Svíþjóð á tattúráðstefnu. Hún verður haldin í mars og vildum við að sjálfsögðu klára sem mest hérna heima áður en við færum út.


Þar af leiðandi höfum við verið mjög aktífir og tíðni lotna er afar öflug. Ég hef núna farið í þjrú session, fyrst bara útlínur, svo litir í rósir og á endanum litir í vængina. Næsta session er svo bakgrunna og letur session og svo sjáum við hvað setur. Ætlunin er að hafa stykkið í litadýrð dauðans og hlakka ég mikið til að sjá endanlega útkomu.
______________________________________