Branding Ég ætla að skrifa um mína reynslu í því þegar ég lét brennimerkja mig. Ég fékk fyrst hugmyndina fyrir rúmum 2 árum þegar ég byrjaði á tattooinu hægri upphandleggnum mínum, hvort það væri ekki flott að láta skera eða brenna einhver merki í blekið. Ég ákvað að kynna mér þetta mál aðeins betur og fór að leita uppi aðferðir til að gera þetta og komst svo loks að electrocautery væri besti kosturinn. Electrocautery virkar þannig að þetta er lítið tæki sem leiðir jákvæðan og neikvæðan straum í gegnum húðina sem eyðir henni upp og brennir, besta leiðin til að lýsa þessu er sú að þetta er svipað og þegar maður var í smíði á yngri árum að dunda sér með brennipennan.

Þá var það bara spurningin hvernig maður ætti að nálgast það að geta þetta, og þar sem að það var ekki auðvelt fyrir mig að fá frí í vinnuni. Seinna meir þá var ég að tala við Jón Þór á Tattoo og Skart og þetta kom upp í samræðunum, og hann sagði mér að hann þekkti mann sem væri að gera svona hluti. Hann ætlaði að hafa samband við hann og uppúr því þá kom hann til landsins. Það var ég og einn annar strákur sem ætluðum að fá einhvað hjá honum, hjá mér var það branding og vinur minn fékk sér subdermal implants* í hendina. Maðurinn kom til landsins í september 2006 og við fórum og hittum hann og kynntum okkur fyrir honum. Quentin heitir hann sem gerði þetta við okkur.

Svo var þetta gert, Quentin fékk að hafa smá aðstöðu á tattoo og skart fyrir þetta enda var þetta tvent bara gert á einukvöldi. Það var byrjað á mér og þetta var mjög sérstök tilfining að láta brennimerkja sig. Byrjaði á því að vera dálítið óþægilegt,svo dofnaði það og byrjaði að kítla hehe.
Í raun og veru það eina sem var slæmt við þetta var það að lyktin sem kom við það að brenna húðina var ekkert sérlega góð. Það tók rúmlega 1 klukkutíma að brenna þetta á mig sem og eftir það þá var komið að félaga mínum,en ég ætla ekki að skrifa um það. Hann má gera það ef að hann nennir.

Sárin eftir þetta tók rúma 6 mánuði að fullgróa, og á þessum tíma þurfti ég að hreinsa það reglulega (kroppa upp sárið) til að það mundi ná að mynda góða ör. En já þetta var bara helvíti skemmtileg lífsreynsla og það næsta “extreme” á planinu hjá mér er að kljúfa tunguna, ég mun skrifa um það og setja myndir um leið og ég læt að því verða.
Hérna er linkur inná síðuna hjá honum Quentin: http://www.Kalima.co.uk


*http://wiki.bmezine.com/index.php/Subdermal_Implant