Session 4 - Allt komið Jæja, nú var ég hjá Vincent í gær og það var klárað að fylla uppí seinni vænginn. Ég var spriklandi um af gleði og tjáði Vincent að ég yrði svo falleg á föstudaginn, því þá á ég tíma í litun og klippingu. Þannig á Föstudaginn verð ég með “nýtt” hár og fullkomið tattoo :oþ

En það merkilega kom fyrir í fyrradag að það hafði kona samband við mig vegna myndar sem hún er að taka upp hér á landi. Fjallar myndin um kynlíf og Íslendinga og vildi hún endilega taka viðtal við mig þar sem ég var nú að vinna sem nektardansmey á árum áður. Þegar við vorum að reyna koma okkur saman um tíma til að hittast minnist ég á það að ég fari í tattoo og henni fannst það svo spennandi að það var ákveðið að taka viðtalið við mig með nálina í bakinu, soldið spes en það gekk bara vel: Vincent ástin, tók því bara vel að það mætti bara film crew á meðan hann var að vinna að taka myndir af því og mun hann því einnig sjást í þessari mynd.

En ég var nú hjá Vincent lengur en það film crew-ið og vorum við mikið að hlæja að þessu, því ekki veit ég um marga á þessu blessaða landi sem hafa farið í viðtal á meðan það var verið að tattoo-vera mann :oþ

Mér fannst það samt merkilegast hvað þetta var nú sársaukalaust, að mestu… Herðarblaðið fannst mér bara vera ekkert vont en við handarkrikann og ofaná öxlinni er alltaf pain. Og mér leið einsog agalega stórri og sterkir stelpu þegar Vincent hrósaði mér fyrir hvað mér tekst að halda mér kyrri á meðan tatto-inu stóð, en sagði að vísu að það hefði verið soldið erfitt á meðan ég var að tala útaf þessu blessaða viðtali.

En ég minnitist á það síðast að ég væri haldin ákveðnum kvíða með það að segja foreldrum mínum frá, en get nú sagt að það er yfirstaðið með tilheyrandi látum :oþ
Ég að vísu nýtti mér tækifærið og sýndi pabba mínum á meðan mamma var útá spáni með vinkonunum. Pabbi minn tók þessu glottandi og sagði að þetta væri bara alveg mitt.
Ég var ekkert búin að segja mömmu og því miður á mánudaginn var ég í jarðaför, þar sem frændi minn fór frá þessum heim miklu fyrr en hann átti að gera, en ég mun hugsa til hans þegar ég horfi á vængina mína og vona að hann hafi fundið sína.
En ég var búin að ákveða með mér að það væri ekki rétti tíminn til að sýna mömmu. En þegar við vorum nú öll komin í erfðidrykkjuna þá sest ég hjá mömmu minni sem glotti aðeins og segir “Jæja, komin með nýtt tattoo?”. Ég blóðroðnaði og svara í flýti “Hver sagði?” Mamma ætlaði nú ekki að segja mér en vildi nú samt sjá.
Ég dró kellu í fámennan afkima og sýndi henni. Sú gamla greip sér um brjóst og sagði að þetta væri nú hryllingur og að hún mundi nú aldrei gera svona. Ég sagði að það væri nú ágætt, enda fékk ég mér þetta tattoo fyrir mig en ekki hana. Hún spurði mig afhverju og ég svaraði dreymin “mamma, ég er með vængi” og hún spurði aftur afhverju og ég svaraði með bros á vör “mamma, ég er með vængi!”
Það er svona ákveðinn skilningur á milli mín og mömmu að þegar ég er farin að endurtaka mig þá hef ég ekkert betra svar eða að þetta sé eitthvað sem við hreinlega verðum ekki sammála um og til að forðast rifrildi gef ég henni barnaleg svör sem oftast eru endurtekin.
En kella er að jafna sig, enda er maður nú orðin það fullorðin að hún veit vel að mér verður ekki breytt uppúr þessu.

Þannig það er mikið búið að ganga á meðan það var verið að gera þetta verk á mig. Sorg, hamingja, kvíði, spenna og stolt. Og allt eru það tilfinningar sem munu rifjast upp fyrir mér þegar ég hugsa eða horfi á tattoo-ið mitt. En líka að það mun alltaf vera minning sem aldrei fölnar um frænda minn heitinn.
Og ég held að alveg sama hvað þá munu tattoo alltaf hafa ákveðið tilfinningalegt gildi þar sem maður man yfileitt hvað var að ske í manns lífi þegar maður fékk það….

En ég held að ég láti þetta duga um þessa vængi mína. Ég á að vísu eftir að fara í einn tíma í viðbót hjá Vincent, svona til að fara yfir og ganga frá. Þannig ég reikna ekki með að skrifa meira um það, þó ég muni eflaust sendi inn tonn af myndum :oþ

Og í síðasta sinn vil ég þakka frábærar viðtökur hér og öll þau fallegu orð sem þið hafið gefið mér. Það hefur verið mér ómetanlegt að fara í gegnum þetta ferli með ykkur.

XxX
Sleepless