Stóru mistökin mín og fyrsta session í lagfæringu. Jæja þetta er myndin af tattoo-inu nýgerðu í Króatíu. Ég var mjög ósátt við það. Eins og þið sjáið er hálsinn mjög asnalegur og það lítur út fyrir að hryggurinn byrji í maganum. Síðan er þetta frekar illa skyggt. Annar fóturinn minni og búkurinn er bara hallærislegur. Það eina sem ég var ánægð með var liturinn, þessi græni. Vinkona mín fékk sér halfsleeve hjá sama gæja og hún þurfti líka að láta laga allt. Þessi gaur heitir Mati og er frá Ungverjalandi, hann var að vinna í Porec, litlum strandarbæ í Króatíu. Ég vil bara vara fólk við honum ef þið eigið leið þar um.

Ég er búin að vera á leiðinni í rúmt ár að láta laga þetta og Vincent var að byrja bara í gær.

En svona er það bara skyndiákvörðun í útlöndum um að fá sér tattoo, þar borgaði ég 13000 fyrir tattoo-ið. Síðan kostar tíminn hjá Vincent 12000, þannig að það er miklu dýrara að laga þetta en upprunalega verðið.

En myndin af lagfæringunni kemur inn á myndakorkinn, eða byrjuninni á henni. Það er smá tilraunarstarfsemi í gangi. Vincent ætlar að lýsa allt tattoo-ið upp, og skyggja síðan yfir það. Ég á tíma aftur eftir 2 vikur, þá klárum við highlightið. Síðan verður allavega 1 session eftir það. Um leið og hann byrjaði á þessu, sagði hann við mig að þetta mundi líklega taka lengri tíma en hann bjóst við.

Framhald væntanlegt eftir 2 vikur :)
Diamonds arn´t forever….. Dragons are