Mitt fyrsta Session.... Mitt fyrsta session var í dag og ég er svo spennt fyrir framhaldinu.

Vincent af einskærri snilld, tók vængi sem ég fann á netinu og aðlagaði þá að mér. Ég er fram að þessu búin að vera heltekin af þessum vængjum frá því ég sá þá fyrst. En fram að þessum tíma hefur kallinn minn alltaf komið í veg fyrir að ég fái mér þá, en ekki lengur. Mig er búið að langa í vængi síðan ég var 18 ára og akkurat þessa vængi í meira en ár og ef ég hefði frestað því meira hefði þráhyggjan bara vaxið.

Vincent byrjar á því að teikna þá upp af myndinni og strax var ég orðin óþolimóð að fá vængina á mig. Mig langaði í nál á húð strax. En auðvitað vill ég fá flotta og vel gerða vængi þannig ég beið stillt og þæg á meðan undirbúningurinn færi fram. Endaþetta tattoo breytist soldið eftir því hvernig hendurnar á mér eru staðsettar. Eftir planleggingar og miklar vangaveltur um loka útlit hófst vinnan…
Ég viðurkenni það samt alveg fúslega að ég upplifði mörg og mismunandi stig af sársauka í dag. Já, síðasta tattoo tók nú aðeins 15-20 mín. og var líka fyrsta tattoo-ið mitt. Þetta var eitthvað sem ég var búin að reyna að undirbúa mig fyrir… þarf ég að segja eitthvað meira…
En þetta er samt svo þess virði. Að ákveðnu leiti líður mér einsog að ég sé að fá part af mér sem hefur alltaf vantað. Og núna loksins er það byrjað, nú er það bara niðurtalning í að það verði fullkomið…

Enn sem komið er er ég bara með útlínur af öðrum vængnum og aðeins byrjað að fylla uppí (einsog sést á meðfylgjandi mynd). og svo fer hjartað mitt alveg sérstaklega vel við þessa vængi þannig ég gæti varla verið ánægðari :oþ

XxX
Sleepless ÁstarEngill :oþ