UV Tattoo UV tattoo, eða blacklight tattoo, er húðflúr sem aðeins sést ef það er borið undir blacklight ljós. Blekið sem notað er til að gera þessi húðflúr eru þynnri heldur en venjulegt flúr-blek, svo að það tekur lengri tíma að gera þau. Einnig þarf sá sem að gerir flúrið að vera með blacklight nálægt, til að geta fylgst með hvernig myndin er að koma út.
Margar deilur hafa verið vegna UV bleks, en ekki er vitað hvort að blekið hafi einhverjar aukaverkanir með sér, þar sem það hefur verið notast við það í svo stuttan tíma. Kláði, útbrot og exem eru sögð vera aukaverkanirnar, en nú hafa verið hönnuð betri blek, sem að ekki virðast valda neinum óþægindum.
Litirnir eru margskonar, allt frá gulum til fjólublás, og eru þessi tattoo mjög vinsæl meðal “rave” menningarinnar. Einnig þykir vinsælt að flúra andlit með þessu bleki, þar sem það sést ekki við venjulegar kringumstæður. Þó getur komið fyrir að ör sjáist, þar sem að húðin er náttúrulega “skorin” þegar verið er að flúra fólk.
Best er þó að láta mjög reynda húðflúrara gera þessi húðflúr, þar sem að þetta krefst mikillar reynslu.
“Can´t rain all the time” - Brandon Lee