Reykjavík Tattoo Festival Tattoo ráðstefnan verður haldin í 2. sinn á Íslandi í sumar. Samkvæmt staðfestum heimildum verður hún haldin dagana 8-10 júní nk. á skemmtistaðnum Grandrokk við Smiðjustíg í Reykjavík. Þar verða samankomnir okkar helstu flúrarar ásamt fullt af erlendum flúrurum og munu frekari upplýsingar koma inn síðar (ég mun setja inn auglýsingu þegar nær dregur)

Í fyrra var ráðstefnan haldin dagana 9-11 júní og heppnaðist hún bara alveg prýðilega þótt hún virtist hafa farið alveg framhjá einhverjum.
Ég græddi eitt stykki flúr á fyrstu ráðstefnunni og mun mjög líklega gera það aftur núna í sumar. Það var víkingurinn Colin Dale sem á heiðurinn af því.
Meðal útlendu flúrarana sem komu í fyrra ásamt Colin voru m.a. Cheryl “the devil”, Jason Thompson, Thomas Asher, J.J. Dunbar, Alex, Jason June o.fl. Kannski einhver af þeim komi aftur? Væri allavega ekki slæmt.. :þ

Íslensku flúrararnir á svæðinu voru Sverrir, Vincent, Jón Þór, Svanur og Búri og býst ég fastlega við að þeir verði aftur núna ásamt kannski Jóni Páli?

Í ár á þetta að vera stærra og hlakka ég mjög til að sjá hvernig þetta fer.

Samkvæmt könnuninni sem meðstjórnandinn minn hún Raggagrl setti inn eru ekkert voðalega margir sem ætla pottþétt að koma. Fleiri ætla allavega ekki að mæta og enn fleiri eru ekki búnir að ákveða sig?

Ég spyr því…

Þið sem svöruðuð játandi: Hlakkar ykkur til? Ætlið þið að fá ykkur flúr? Eða bara kíkja á stemmninguna?

Þið sem svöruðuð neitandi: Hversvegna ætliði ekki að fara? Einhver sérstök ástæða eða bara enginn áhugi?

Þið sem eruð ekki búin að ákveða ykkur? Það þarf ekkert að hugsa málið, auðvitað mætið þið bara! ;)

Hér er hægt að sjá könnunina