Session 5 - PraiseTheLeaf Klukkan 11 föstudaginn 16. febrúar mætti ég á House of pain í Session 5.. Sverrir byrjaði ekki að flúra mig strax, heldur héngum við í tölvunni þar sem við vorum að skoða og sortera myndir sem munu birtast hér á næstu dögum. (Sverrir mun þá fá sína viku myndbirtingu líkt og Vincent fékk um daginn).
En ég settist þó í stólinn rúmlega 12:30 og Sverrir fékk þá loksins að flúra sína uppáhalds Ryden mynd, “Tears”. Reyndar gerðum við bara gíraffann en hann er líka bara sætur þótt hann gráti ;)
Gíraffinn er rosalega fallega grænn og eitt af flottari flúrum í þessari ermi hjá mér að mínu mati.. Gírafinn er einnig sérstakur fyrir mér þar sem ég er og hef alltaf verið með algjöra gíraffadellu ;) Það tók Sverri um 1 og hálfan tíma að gera hann enda eru þessar myndir flestar mjög seinlegar vegna þess að þær innihalda eiginlega allar marga liti.
Þetta var eina myndin sem við gerðum í þetta skiptið, tíminn var naumur og ég átti að mæta í vinnu kl. 15:30.

Ég fékk mér líka piercing í þetta skiptið.. Í laaaaangan tíma (nokkur ár) hefur mig langað að fá mér Tragus piercing en aldrei þorað vegna þess að ég hef heyrt svo margar hryllingssögur um sársaukann sem kemur. Ég lét þó verða af þessu núna! Bað um deyfingu því stressið var á hraðleið að yfirbuga mig en Sverrir hló eiginlega bara að mér og sagði að þetta væri pís of keik… Þá fattaði ég hvað ég var mikill auli :þ Vildi að þetta myndi taka fljótt af og Sverrir náði því í byssuna og var ekki lengi að skjóta þessu í eyrað á mér!
Aldrei á ævi minni hef ég fundið jafn LÍTINN sársauka við að fá mér göt! Skil ekki þessa hræðslu í mér allan þennan tíma.. Auðvitað er þetta einstaklingsbundið en mér fannst mun verra að fá mér venjulega göt í eyrnasneplana..
(sendi inn mynd á næstu dögum)

Svo núna er ég sæl og glöð með nýtt tattoo og nýtt piercing! :D Á svo tíma aftur í næstu viku í Session 6.. Þetta fer nú bara að verða búið :)

Myndin sem fylgir er ekkert svo góð en ég mun senda inn aðra þegar flúrið er gróið.. Einnig er ég mjöög bólgin vegna þess að hluti af flúrinu fer undir holhöndina og þar er ég mjög viðkvæm..

Þangað til næst..
PraiseTheLeaf