Ég hef lengi velt fyrir mér einu. Út í hinum stóra heimi kappkosta listamenn að því að mynda sér einhverskonar sérstöðu í senunni. Það gera þeir með mismunandi stílbrigðum og reyna að blanda sínu “tödsi” inn í með það að leiðarljósi að skera sig úr. Hvernig finnst ykkur þetta vera á Íslandi?

Er einhver listamaður á Íslandi með einhverja sérstöðu miðað við hina? Einhver sem hefur tamið sér einn stíl fram yfir aðra og ber því af í þeim stíl? Ef svo er hver þá og hvaða stíl?

Er senan okkar það frumstæð að menn eru ekki enn komnir á þetta stig? Eru okkar listamenn það yfirburðagóðir á alþjóðlegum standard að þeir kunna þetta allt saman utanbókar? Eða er senan á Íslandi mest megnis enn í japönskum táknum, træbölum og auðveldari verkum?

Mér persónulega finnst ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað meðal listamanna okkar. Ungir menn koma sterkir inn og setja pressu á þá eldri að halda sér við og þróast. Gott væri að fá einhverjar stelpur inn í senuna og spurning hvort einhver vilji ekki taka það að sér að byrja að læra :) Eða er Dilla byrjuð að flúra almenning?

Hvað finnst ykkur?
______________________________________