Hæ, mig langaði bara að segja stutt frá minni reynslu af flúr listamönnum hérna í Reykjavík.

Ég fékk mér mín fyrstu 2 flúr hjá Fjölni, svona lítil tákn bara, fyrir nokkrum árum síðan. Flúrin voru ekki vel gerð og hann neitaði að laga þau. Fyrst fékk ég mér svona lítið kínverskt tákn og svo fór ég og vildi fá töluna 7 á púlsinn og spurði hvort hann væri til í að gera við hitt í leiðinni. En nei, hann vildi 12 þúsund kall fyrir pínkulítið flúr og viðgerð(sem á að vera ókeypis). Ég neitaði og sætti mig við slöpp flúr í einhver ár, þar sem þau eru ekki mjög áberandi. Ég borgaði 8 þúsund kall fyrir hvert flúr, 5 mínútna verk hvort.

Í fyrra fór ég til Sverris flúrara en ég hafði heyrt góða hluti um hann, þ.e. hæfileika hans á sviðinu. Fyrra verkið(af því sem komið er) er af kínversku tákni, mun stærra en hitt og með svona penslaförum. Þetta er algjört meistarastykki, fólk trúir því varla að þetta sé húðflúr, heldur stundum að ég hafi tússað á hendina á mér. Ekki spillti fyrir að verðið var mjög gott.

Síðastliðinn október fór ég og fékk mér annað flúr, svipað stórt og dýrt(eða ódýrt). Enn og aftur stóð Sverrir sig með prýði. Það sem mér þótti merkilegra var þó að hann bauðst til að setja meiri lit í stóra kínverska flúrið mitt sem hann gerði því honum fannst það of dauft! Þetta kom mér skemmtilega á óvart þar sem ég var ekki vanur slíkum almennilegheitum í geiranum.

Svo í dag læt ég verða af því, pantaði tíma í seinustu viku, að láta lappa upp á mig. Sverrir byrjar á því að laga seinna flúrið sem ég fékk hjá honum og svo kína táknið. Eftir það bauðst hann til þess að lappa upp á gömlu flúrin mín, því hann var hvort eð er með blekið þarna, hefði annars bara hent því sagði hann.

Ég er semsagt búinn að fá “make over” á allt blek í kroppnum og hann gerði þetta allt ókeypis! Eins og það á að vera en þvílíkur öðlingur að bjóðast til að gera þetta. Hann veit náttúrulega að ég kem þá aftur til hans ;)

Jæja þetta er komið gott. Að öðrum flúr listamönnum ólöstuðum(ég hef ekki reynslu af neinum nema Fjölni og Sverri) þá mæli ég með Sverri, hann er mjög fær og almennilegur varðandi þetta allt, hefur reynsluna og þekkinguna.

Ég læt fylgja mynd af kínverska flúrinu sem hann gerði í mynda “sectioninu”.