Sleeve hjá JP  fyrsta session. Þá hef ég ákveðið að skrifa eins og eitt stykki grein hér inn.

Föstudaginn 19. Janúr mætti ég á Íslenzku húðflúrstofuna sem Jón Páll og Búri reka. Ég hafði pantað tímann minn í ágúst 2006. Svo mikil var biðin til Jón Páls á þeim tíma. Ég var búin að hafa ansi mikinn tíma til þess að hlakka til, og þegar loksins var komið að þessu var það frekar óraunverulegt!

Ég mætti aðeins of seint (eins og mér einni er lagið) en Jón Páll var ekki að kippa sér upp við það og sagði að við værum ekki í neinu kappi. Hann er mjög svo yndislegur maður og ekkert stress.

Við byrjuðum á því að skanna inn myndina og síðan bjó hann til stensil til þess að setja á mig.

Teikningin eftir Jón Pál
http://img177.imageshack.us/img177/8682/spa02081us.jpg

Myndin er af Fönix(phoenix) eða Hou-ou á japönsku.
Í traditional japönskum húðflúrum er þessi fulg álitinn heilagur fugl sem boðar lukku.

Í egypskri goðafræði er fuglinn oft kallaður eldfulglinn. Fönixinn er fugl sem er sagður lifa í 500 ár, og þegar þau væru liðin myndi hann gera sér hreiður úr kanilstöngum, kveikja síðan í sér og rísa aftur sem nýr fugl úr öskunni. Þannig má eiginlega segja að Fönixinn sé eilífur.

Það má finna alls konar útskýringar á hvað Fönixinn táknar, og finnst hann í mörgum trúarbrögðum og sögu, t.d kristni.

En aftur að húðflúrinu sjálfu.
Ég var komin í stólinn um kl 12 á hádegi. Í þetta sinn þurfti að fara í allar útlínur á fuglinum. Útlínurnar eru margar og flóknar, og þegar það er svo, verður stensillinn einnig mjög flókinn og erfitt að setja hann aftur á, þannig klára verður allar útlínur í fyrsta sessioni.

Margir segja að útlínur séu verri en skuggar og litir og ég er eiginlega sammála því.

Auðvitað skiptir líka hvað maður er lengi í stólnum í einu. Í mínu tilfelli var ég í rúma 5 tíma, og það er frekar langt session. Undir það síðasta var ég orðin alveg rosalega þreytt og farin að finna mikið til.

Ég var mjög fegin þegar þetta var afstaðið en strax farin að hlakka til næsta sessions. Sársaukinn gleymist fljótt þegar húðflúr á í hlut.

Mynd af flúrinu
http://img165.imageshack.us/img165/9268/spa02296zl.jpg

Það er kannski heldur ekki mikið að marka húðflúrið eins og það er núna, því þetta eru náttúrulega ekki mikið meira en útlínur og erftitt kannski að sjá heildar myndina út úr þessu.

Næsta session verða ennþá fleiri útlínur þar sem þetta er sleeve, og þá munu koma útlínur af blómum, svolitlu sem kallast parasól og fleiru.

Ég mun koma með aðra grein hér inn þegar næsta session er afstaðið, sem verður væntanlega ekki fyrr en 1. mars.


Kveðja,

Raggagrl