Ég er ennþá frekar nýbyrjuð að fá mér göt, aðallega vegna þess hvað ég er ung.
Ég er með sex göt í eyrunum. eitt í hvoru eyra á venjulega staðnum, eyrnasnepplunum, svo er ég með eitt gat fyrir ofan þau göt og svo enneitt fyrir ofan á hægra eyrað.Og svo er ég með eitt gat efst í brjóskinu vinstra megin.

Fyrstu götin.
Ég fékk fyrstu götin mín sumarið áður en ég byrjaði í grunnskóla, þau göt enntust ekki lengi því að ég fékk alveg hræðilega eyrnabólgu og eyrnalokkarnir hreinlega sprukku úr. Ég fékk aftur í 2. bekk og það sama gerðist. Því að ég fé oft eyrnabólgu. En ég vildi nú ekki vera gatalaus og fékk mér strax aftur og þau göt dugðu þangað til í 6. bekk en þá varð ég svo veik að ég varð að taka eyrnalokkana og það gró fyrir. Ég lét setja aftur í strax og ég varð frísk og er ennþá með þau göt.

Nýjustu götin.
Fyrir stuttu fékk ég mér fjögur göt í viðbót, fyrir ofan hin götin eins og ég lýsti áðan. Þannig að nú er ég með sex göt í eyrunum. Ég fékk mér öll götin í einu og ég mæli ekki með því. Eyrun á mér urðu mjög viðkvæm og ég gat ekki einu sinni legið á hliðinni! Það fór að grafa hræðilega í miðjugatinu hægra megin og ég gat ekkert gert í því vegna þess að hin götin voru svo viðkvæm að ég gat varla snert eyrað. Ég er réttsvo byrjuð að jafna mig og nýbúin að losna við sýkinguna.


Ég hef aldrei verið hrædd við nálar og nýt “sársaukans” bara. En ég lofaði mömmu að bíða með fleiri göt þangað til eftir fermingu. Sem verður í vor. Og þá ætla ég að fá mér fleiri göt í eyrun, í naflan, augabrúnina, nefið og tunguna. Svo að ég vill spurja. Hvað af þessu er verst ? Afhverju er vont að láta skjóta í nefið ?