Þegar ég var fjórtán ára ákvað ég að fá mér tattú. Mamma vinar míns rak snyrtistofu og gerði mikið af því að setja tattú á augabrúnir og varir og þannig lagað. Fyrir var vinur minn með eitt slíkt tattú á hendinni og hann ætlaði að fá sér annað svo að ég sló til og ákvað að gera það með honum. Svo fórum við að leita af flottum myndum og ég fann eitt hentugt tribal á úlnliðinn, vinur minn valdi risa tribal á löppina og þriðji fékk valdi sér eðlu á sama stað. Svo fór maður að suða í mömmu um leyfi og fékk það á endanum. Þetta var svona jurtatattú og tók það svona 2 og hálfann tíma að gera það, alveg ógeðslega lengi miðað við að það tók svo ekki nema klukkutíma að fylla uppí það, sem ég kem að seinna. Það var líka mjög vont að gera það miðað við annað. Svo var það tilbúið og við fengum AD-Krem túbu til að bera á það. Útkoman var vægast sagt hræðileg, ég fékk ofnæmi fyrir einhverju í kreminu og þetta varð ógeðslegt, allt bólgið, gröftur í því og bara algjör viðbjóður. Liturinn varð svona dökk sægrænn (eins og af öllum jurtatattúum, sem heppnast eða ekki) sem er ógeðslegur og það voru eiginlega bara mjög skakkar útlínur eftir af tattúinu og ég var mjög ósáttur. Svo voru svona oddhvassir endar bara ekkert oddhvassir.

Mynd

Svo rúmu ári seinna þá ætla ég að láta að fara að fylla uppí það og laga enda kominn með ógeð af því að vera með einhvern viðbjóð á hendinni, svo ég fór á Tattoo og Skart og talaði við þau. Svanur vildi ekki taka það að sér, sagði að það væri einfaldlega of illa farið og upphleypt, og liti út eins og bara mjög ljótt ör, og sagði að það væru helmingslíkur að það myndi fara enn verr ef að hann myndi flúra ofan í það aftur. Þegar ég var í þann mund að fara út sagði hann “Ef einhver getur það þá er það Jokke”. Jokke (held ég að hann hafi heitið) var sænskur flúrari sem kom til íslands að vinna í einhvern stuttann. Hann leit á þetta og var alveg til í að reyna á það. Þá stækkaði hann það aðeins, gerði það beint og skerpti á þessu, gerði það miklu flottara og fyllti uppí það. Gerði það á klukkustund og sársaukinn var svona helmingi minni en í hinu, og í ljós kom að nálin hafi verið að fara alltof djúpt í fyrraskiptið og liturinn bölvað rusl, og þó svo að það hafi verið sagt að það myndi fara eftir X-langann tíma þá voru miklar líkur að það yrði bara ljótara og ljótara og myndi aldrei fara af heldur bara verða klessa. Ef það myndi svo fara þá yrði bara eftir ógeðslegt ör í tribal stíl.

Eftir fyllingu.

Svo fljótlega eftir það þá langaði mig mikið að fá mér gat í neðri vörina en átti engann pening og eins hvatvís ég er og óþolinmóður þá dreif ég mig niður í apótek, keypti þykkustu nálina og fékk lánaðann pinna hjá vini mínum og dreif mig heim. Hringdi í kærustu mína á þeim tíma og sagði henni að koma til mín og redda þessu. Svo hreinsaði allt ég vel, settist á klósettið. Svo þurftum við að mana okkur uppí þetta í smá stund og aðeins að róa taugarnar, og þegar það loks tókst stakk hún nálinni í gegn. Aldrei á ævi minni hef ég verið í eins miklu sjokki og þá og eftir talsverð átök og blóðmissi við að koma lokknum í var þetta ready. Lukkaðist bara vel en var píínu skakkt en ekkert sem hægt var að taka eftir. Svo stuttu eftir það dreif ég mig og fékk mér gat í eyrun í skartgripaverslun í hafnarfirði og keypti mér svona litla blingbling demanta í eyrun sem var í mikilli tísku þá og bar þá nokkuð lengi. Svo kom eitt skipti sem ég ætlaði að fá mér annað gat við hliðiná þeim, þá stakk vinur minn sjálfur í gegn en það var það skakkt að nálin kom út nánast á sama stað og hitt gatið að aftan og það var svo vont að ég tók lokkinn úr því tvem dögum seinna.

Hér sjáiði vörina og nýja blingblingið ;)

Svo haustið 2005 fékk ég mér gat í tunguna. Ég og vinur minn fengum okkur báðir á sama tíma og þegar það var lokað á tattú og skart þá kom óþolinmæðin mín aftur í spilið og við drifum okkur bara beint á hókus pókus og gæjinn þar gerði það bara nokkuð vel. Ég var svo stressaður og þetta var ábyggilega verra en þegar ég fékk mér í vörina og það bara heima á baðherberginu. Þegar hann stakk í gegn blæddi þvílíkt mikið og ég fann það renna niður hálsinn. Hann var lengi að setja lokkinn í og mig svimaði hrikalega og var hársbreidd frá því að líða yfir mig þarna inni =). Þegar ég fékk mér gatið í tunguna tók ég lokkinn úr vörinni, fannst það vera fullmikið að vera með á báðum stöðum. En eftir svona hálft ár með í tungunni fékk ég algjört ógeð af því og tók það úr án þess að hika. Fljótlega eftir það fékk ég svo spangir og þá hefði það verið ómögulegt að vera með það.

Eina myndin sem sést í tunguna :) Töff.

Svo núna í sumar ákvað ég að stækka götin og fá mér tunnel. Ég var með frekar þykka stál hringi í eyrunum þannig það var minnsta mál að fara bara beint í 4mm. Ég ætlaði að gera það akkurat það stórt að ég gæti komið sígarettu í gegn (10mm). Svo eftir mánuð þá stækkaði ég uppí sex, svo uppí 8 eftir tvær vikur en ákvað að hætta þar útaf mér fannst það akkurat passlega stórt. Þegar ég stækkaði í síðasta skiptið ákvað ég að fá mér eitt í “efra eyrað” vinstra megin sem var drulluvont og er eiginlega ennþá að gróa, eftir að lokkurinn datt einhverntímann úr mér í vinnunni og þurfti að vera í 8 tíma með bréfaklemmu í gatinu sem var frekar vont :).

Tunnel og hitt.

Svo núna fyrir nokkrum dögum fékk ég mér tattú númer tvö. Var lengi búinn að spá í að gera það og reyna að finna rétta tattúið. Mig langaði að fá mér einhverja skrift á hendina og helst láta hann fara svona niður frá olnboga og að úlnlið, svona týbískt, þessa vegna rúnir eða einhverja skrautskrift. Svo datt mér þessi snilldarhugmynd að fá mér arabísku niður hendina og fannst það ógeðslega töff þar sem ég er mikill áhugamaður um allt sem tengist því að vera arabi :D. Svo ég fór að leita útum allt að einhverjum sem kynni að skrifa svona eða jafnvel e-ð translate dæmi á netinu til að sjá hvernig nafnið mitt kæmi út. Leitaði á google og fann síðu sem er www.hobok.com og þar er gæji sem hannar svona arabískt letur fyrir tattú, boli og margt fleira. Tilvalið fyrir mig svo ég sendi honum tölvupóst þar sem ég spurðist fyrir um þetta og hvað ég gæti fengið og hvernig þetta virkaði. Hann svaraði mér samdægurs og sagði mér allt sem ég þyrfti að vita, að hann byði uppá að hanna 3 myndir af “venjulegri” arabískri skrift fyrir 20 dollara, 3 skrautmyndir fyrir 26 og svo e-ð “masterpiece” sem ég man ekki hvað kostaði. Ég bað um að fá 2 skrautmyndir og eina venjulega og fékk það sent eftir nokkra daga. Svo varð þessi venjulega fyrir valinu og ég fór til Svans og hann gerði það mjög vel. Fann eiginlega engann sársauka og fannst þetta bara þæginlegt á köflum. Blæddi lítið sem ekkert og kom mjög vel út. Núna er það á góðri leið og næstum gróið og ég er bara mjög ánægður og hef ekkert fengið nema góð viðbrögð frá fólki :D

Það nýja.

Vonandi fannst ykkur þetta skemmtilegt :)
Kv. E