Paul Booth - Annar hluti Hér er partur 2 af viðtalinu við Paul Booth, einn færasta flúrara sem uppi hefur verið.. (að mínu mati að minnsta kosti). Fyrri hlutinn er hér: http://www.hugi.is/hudflur/articles.php?page=view&contentId=4222372

Chuck: Hvenær byrjaði frægðin og neikvæðnin í sambandi við verkin þín og hvernig þróaðist það?

Paul Booth: Árið 1991 kláraði ég mitt fyrsta bak (back piece) sem komst í tímarit og þá byrjaði þetta allt. Eftir það byrjaði ég að fara á ráðstefnur og ferðaðist mikið, og var þá ennþá verið að fjalla um verkin mín í tímaritum. Ég opnaði loksins mína eigin stofu, fyrst í New Jersey og svo flutti ég til New York,en ég var alltaf ennþá að ferðast á milli ráðstefna um 6 mánuði af árinu. Heimildir sem Rolling Stone (aðallega), TLC, MSNBC, CNN, MTV, Fuse og Discovery Channel settu saman höfðu mikil áhrif á það sem næst kom.

Chuck: Þar sem tattoo-stíllinn þinn er svo vel skilgreindur og þekktur, langar þig ekki bara einhverntímann að skipta algörlega um stefnu?

Paul Booth: Ég er viss um að það eru margir sem myndu vilja sjá það gerast. Sumt sem fólk skilur ekki er að verkin sem þau hafa séð eftir mig í gegnum árin eru verk sem ég gerði á ráðstefnum sem fela í sér mörg djöflahöfuð og slíkt. Þegar ég er heima þá fæ ég tækifæri til þess að vinna að stórum verkefnum þar sem ég get virkilega náð takmörkum mínum. Ég geri litaverk heima. Ég hef gert nokkur “pin-ups” hér og þar. Þú ræður hvort þú trúir því en ég nýt þess að prófa nýja hluti. Hinsvegar mun þemað alltaf vera dimmt. Þar liggur hjarta mitt.

Chuck: Hvað veitir þér samkeppni núna sem listamaður? Hvað heldur þessu enná fersku fyrir þér?

Paul Booth: Ég held að það séu alltaf sömu hlutirnir sem veita mér samkeppni – hlutir eins og ekki næg dýpt í myndinni, að sigra læknandi skrímslið og þannig. Ég held að allir hlutirnir sem ég geri utan húðflúrsins haldi þessari grein ferskri fyrir mér. Ég er mikið meira heima núna og einblíni á fleiri verkefni, ekki bara tattoo verkefni, heldur verkefni eins og útvarpsþátt, heimildarmynd, meiri fínni list, skúlptúra og þannig.

Chuck: Hvernig er tilfinningin þegar stíllinn þinn hefur áhrif á svo marga aðra og verk þeirra?

Paul Booth: Það veitir mér mikla ánægju, meira en allt annað. Ég veit að kúnnarnir mínir eru ekki hræddir að við að sjá flúrin sín á einhverjum öðrum, en ég sé fullt af fólki sem teiknar undir áhrifum þess og ég tel það vera mesta hrósið.

Chuck: Það eru svo miklar tilfinningar í flúrunum þínum. Festist þú í þessu myrkri tilfinningalega þegar þú ert að flúra eða er þetta alveg aðskilið?

Paul Booth: Það er enginn aðskilnaður. Ég fer á einhverja myrka staði þegar ég bý til listina. Ég held ég myndi ekki einu sinni vilja hafa það aðskilið. Þá myndi það einungis bara vera vinna. Því meiri list sem ég skapa því mildari verð ég. Ég er rólegur að eðli og ég held að það sé útaf því að tek alla mína útrás út í listinni minni. Þetta er ástæðan fyrir að ég segi fólki alltaf að ef ég hætti að skapa list muni ég pottþétt verða raðmorðingi. Þessar ímyndir myndu lifna við, það er ég viss um.

Chuck: Í málverkum þínum notar þú mismunandi miðla – blandar saman acryl, kolum og stafrænum myndatökum. Hvernig hefur það áhrif á hvernig þú flúrar eða hefur það einhver áhrif? Og hvernig tengist ArtFusion þessu?

Paul Booth: Jack Rudy sagði mér einu sinni: “Þú átt að geta flúrað eins og þú teiknar, og teiknað eins og þú flúrar”. Ég álít að húðflúrun sé ein hlið af listinni, hvort sem þú ert að gera myndhöggvun, mála eða flúra. Allt þetta eru listrænir möguleikar og þarfnast sömu listrænu hæfileika.
ArtFusion reynslan kom frá tveimur sérstökum stöðum í hausnum á mér. Í fyrsta lagi, ég eyddi miklum tíma í að flúra einn og fann ákveðna stöðnun, einblíndi á aðeins einn hlut ef það er hægt að orða það þannig. Til að búa til vettvang þar sem listamenn gætu skapað saman á grundvelli byggðum á því sem ég fann hefði verið sérstök upplifun fyrir fólk eins og mig. Það er margt hægt að læra af jafningjum sínum. Og í öðru lagi, ég sá tækifæri til að sýna almenningi að flúrarar eru sannir listamenn. Á sýningum mínum voru sýndir flúrarar frá öllum heimshornum. Mér finnst mikilvægt skref hafi verið tekið og sýnt hvernig flúrarar koma fyrir almennum borgurum. Ég tek sjálfan mig ekki of alvarlega, ég er bara mjög stoltur af afrekunum. Núna sé ég tattoo tímarit vera að birta meira og meira af fínni list eftir flúrara. Og ég vil halda að okkar verkefni hafi haft eitthvað með það að gera. Filip, Guy og ég söfnuðum listamönnum saman frá 30 mismunandi löndum! ArtFusion búðirnar voru töfrum líkast. Ég hlakka til að gera meira.

Partur 3 mun koma bráðum.. ;)

Kv. PraiseTheLeaf