LizardMan Jæja góðir Hugarar.
Mig langaði að prufa að breyta stefnu hérna á /huðflúr og færa okkur yfir í frægan gutta hjá okkur.
En það er hann LizardMan. Og ættla ég að segja létt frá því hvað hann hefur farið í gegnum.
Sem er ekki lítið skal ég nú segja ykkur.


Smá umfjöllun um LizardMan.
LizardMan eða öðru nafni Erik Sprague mun vera 34 ára gamall á þessu ári.
En er hann fæddur 12. Júní 1972. Var hann þá í New York fyrstu árin. En flutti svo þaðan frekar ungur að aldri.
Býr hann nú í Texas, með konu sinni Meghan. En giftust þau 19. Nóvember 2003.
Og þessi maður hefur eflaust skemmtilegustu vinnu sem til er að hafa. En er hann aðalhlutverk í svokölluðu “freakshow”. Þar sem hann er auðvitað aðal “freak-ið”.

Umbreytingin.
Maðurinn byrjaði auðvitað sem ósköp venjulegur maður. En árið 1994 varð sá maður smátt að breytast í eðlu.

Byrjaði hann þá á því að kljúfa tunguna, en var hann sá fyrsti sem notaði svo kallaða “argon lazer” aðgerð.
Var þetta þá enn tækni sem var á þróunarstígi og gat allt orðið vitlaust ef einhvað færi úr böndunum.
Argon lazer er týpa af gas lazer, sem ég á einhvað voða erfitt með að útskýra hvað er.
Svo ég læt það vera áður en allt fer í rugl hjá mér.

Maðurinn hefur eytt rúmlega 650-700 klukkutímum aðeins í að sitja í stólnum og láta tattoo-era sig .
Ef hann hafði setið í stólnum stanslaust, þá hafði hann þurft að sitja í honum í 2-3 ár.
En er hann með tattoo frá toppi til táa. Grænn allur, með svörtum línum.
Líkist auðvitað allt tattoo-ið hans út sem eðluskinn, og er hann samt sem áður ekki allveg búinn með allan líkamann.
Planið hjá honum er víst að klára þetta árið 2010, ef allt gengur að óskum.

Auðvitað eru nú til dags fólk með allskonar glingur í andlitinu, og er hann LizardMan auðvitað með líka.
Er hann þá aðalega með tunnels, en sjáanlegustu tunnelin hjá honum eru auðvitað í eyrunum.
En er hann líka með tunnels í gegnum nasirnar. Eða hvað sem það heitir, sem aðskilur nasirnar frá hvoru öðru,.

Kallinn er samt langt í frá að vera búinn. Lét hann þá skera í augnabrýrnar og láta svona stál kúlur þangað inn.
Veit ég samt ekki beint hvort það sé notað stál, ál, eða hvað sem þeir nota nú til að troða í húðina svo hún verður uppleyft og læti.
En er hann með 5 kúlur, úr hverju sem þær eru, í hvor augnbrúninni. Sem gerir það auðvitað samtals 10 kúlur allt í allt.
Tók þessi aðgerð allt að 5 tímum í að gera, og tjáir LizardMan að það hafi verið LANG verst að troða þessum kúlum í.
Var hann þá allveg að drepast í þessu að nálagt 5 dögum, en eftir það þá leyst honum vel á þetta, og er stoltur af þessu.

Jæja, þá er fátt sem kallinn getur gert við andlitið á sér eftir allt þetta.
Búinn að troða einhverjum kúlum í augnabrýrnar á sér, tattoo-era allt andlitið, með göt hingað og þangað… Hvað gæti verið eftir?
Júhh, Tennurnar.
Lét hann ekki brýna fremstu tennurnar á sér, svo þær líkjast nú meira eðlutönnum.

Sem sagt, öll þessi umbreyting hefur verið í gangi frá 1994 og mun ljúga vonandi árið 2010.
Hefur hann verið rúmlega 650-700 tíma í tattoo stólnum, sem er nú andskoti mikið.
Og verð svona að bæta við. Þá giskar hann að allt þetta hafði kostar um $250.000 og gerir það 17.940.000 Kr.
Pælið í því, nær 18 milljónir aðeins í tattoo og götun og stuff.
En vill samt benda á að kallinn fékk þetta víst næstum allt frítt. Svo þið þurfið ekki að vorkenna kallinum of :P.

En jæja, þá er þetta svona allt sem ég veit um kallinn.
En hefur hann komið víða að. Hann hefur meiri segja komist í Ripleys believe it or not þáttunum og fleirra.

Vill ég þá bara benda ykkur á síðuna hans, svona svo þið getið lesið þetta allt sjálf bara og haft gaman af.
http://www.thelizardman.com/

Vill ég þakka fyrir mig.

kvBambi.