Flash húðflúr Flash húðflúr er hönnun af húðflúri sem er teiknað á blað eða pappa, Flash húðflúr eru oftast til sýnis á veggjum húðflúrs stofa eða þá í möppum til að gefa viðskiptavininum hugmyndir að hönnun

Venjulega eru flash húðflúr hönnuð af húðflúrara til að hafa til sýnis á sinni eigin stofu, þó kemur fyrir að þeir selji eða deili þeim sín á milli

Í dag eru þessi handteiknuðu staðbundnu flash tattoo mjög sjaldgæf, Flestir húðflúrarar gera mikið af lituðum ljósritum og selja á húðflúrs ráðstefnum eða á netinu, Byrjendur í húðflúrsbransanum sem vilja koma sínum verkum á framfæri dreifa oft sínum hönnunum frítt á vefsíðum sínum sem gerir það að verkum að húðflúrsstofur eru með flash húðflúr eftir marga húðflúrara til sýnis í sínum stofum

Þó að það sé ekki til venjuleg stærð af flash teikningum þá eru þær oftast í A3 stærð þó svo að A4 sé að koma sterkt inn síðari ár þar sem fleirri prentarar prenta þá stærð

Sett af flash húðflúri er oftast ekki með útlínum þar sem þær eru teiknaðar sér blað, þetta er fyrir húðflúrarann honum til hjálpar sem annars þyrfti að teikna útlínurnar fríhendis til að búa til stencil af útlínum húðflúrsins

Í dag velja fæstir viðskiptamenn húðflúr sem hengur á vegg eða er í bók á borðinu og fá það í sömu stærð og alveg eins og það er á blaðinu (copy/paste) Flest húðflúr eru gerð frá grunni af húðflúraranum, Samt má ekki taka það af flash húðflúrum að þau eru snilld til að fá hugmyndir að þínu eigin húðflúri

heimild http://www.wikipedia.org/