Tattoos Hérna að neðan er mín skoðun borin fram. Svo ekki vera að tauta um hvort þetta sé vitlaust or some.
Þetta er sögur sem ég hef heyrt, og það sem ég “veit” :P
Og er þarna eflaust mikið stolið af einhverjarri síðu sem ég man eigi hvað hét.
En ég las hana og festist hún svona andskoti vel í hausnum á mér. Og lét það mig akkurat
vilja að búa til grein handa ykkur. ;)
Svoh ekki heldur vera hissa ef einhvað af þessu sé stolið af öðrum síðum.


- Er tattoo sárt?

Ég byrja á þessari grein á þessari spurningu, því flestir sem eru að fá sér tattoo
spyrja oftast að henni fyrst. Og svarið er einfalt, Já, Að fá tattoo er sárt.
En auðvitað fer það allveg eftir manneskju og hvar tattooið er.
Ef verið er að tattooera stað sem er nálagt beininu þá er það vont, eða mun verra
en þegar tattooerað á stöðum sem meira hold er á.

En að vera tattoo-eraður er hinsvegar ekki nærðum því jafn vont og maður heldur.
Maður undur býr sig undir svo mikið, sem gerir eflaust það að verkum að maður
finnur ekki jafn mikið fyrir.
Þetta er t.d. ekki nærðum því jafn óþægilegt og verið að sprauta mann, þótt þetta
sé í svipuðum dúr. Þetta er heldur nær víbringi sem manni getur fundist þó óþæginlegur.
En auðvitað hjálpar líkaminn manni að forðast sársaukanum með því að dæla “Endorphins”
eða deyfilyf svo maður finni ekki jafn mikið til.
Fer það líka allveg eftir hvar þú færð þér tattoo, líkaminn nær ekki endilega að dæla
jafn miklu deyfilyfi á suma staði.
En auðvitað er aðal atriðið hversu sterkt hugafar þú hefur, og hvort þú nærð ekki að deyfa sársaukann
bara með hugarafli.
Allt voða persónubundið.

Enda þessa spurningu samt sem áður með því að segja:
EKKI reyna að deyfa sársaukann með áfengi, dópi eða jafnvel íbúfen.
Því allt þetta þynnir blóðið sem gerir að verkum að blóðið mun eflaust flæða meira, og eflaust
mun sárin vera lengur að gróa.

- Ætti ég að fá mér tattoo ?

Auðvitað, þú ert nú þegar byrjaður að lesa þetta, eða einhvað sem tilheyrir /húðflur þá
er þér byrjað að langa í tattoo, eða þekkir einhvern sem langar í þetta.
En samkvæmt netinu þá er sagt að 1/3 af fólkinu sem fær sér tattoo, mun sjá eftir því.
En auðvitað ef þú telur þig vilja tattoo sem þú munt ekki sjá eftir, þá er gott að vona
hið besta. thihi ;)

- Ætti ég að fá mér eitt ?

Það er auðvitað erfitt svar, en vill ég þó segja nei ef þessar eru ástæðurnar.
Vilt fá þér tattoo því kærastinn vill það.
Vilt fá þér tattoo til að tilheyra vissum hópi
Vilt sýna ást þína á einhverjum með því að skrifa nafnið hans á þig.
Þessar ástæður finnst -MÉR- allveg hreynt og beint allveg hörmulegar.
Þessar ástæður munt þú eflast sjá eftir eftir hvað 5? - 10? - 20 ár?
En auðvitað ef þú vilt aðeins skreyta líkamann, af þínu eigin höfði þá er það allt annað mál.

En þá kemur auðvitað að myndinni.
Þegar valið er mynd, stafi eða hvað sem er sem á að vera tattooer-að á þig
þarft þú að hugsa smá út í frammtíðina. S.s. Hvar þú ættlar að vinna og hvort tattoo-ið á
heima þar. Hvort þér finnst ekki barbí dúkka á hendinni ekki soldið barnalegt þegar þú ert 30-50 ára
eða hvort fólk muni ekki horfa öðruvísi á þig út af þessu tattoo-i.
Því þegar fólk er orðið eldra og reynir að fá sér vinnu, er oft þá dæmt út af útliti.
Þá er gott að vera ekki með tattoo á áberandi stað.

- Er hægt að taka það af ?

Það er hægt, en ekki nærðum því jafn auðvelt og fólk heldur.
Og ekki er það neitt ódýrt heldur.
Og ekki nóg með það, heldur ef þú ættlar að taka tattoo-ið af, muntu eflaust fá stóra ör
og svo er ekkert víst að það sé til þannig læknir á Íslandi.
Þarftu þá að fara langt í burtu, aðeins til að lostna við einhverja vitleysu sem þér
datt í hug að gera, því þér fannst það kannski fyndið á þeim tíma.

Meina, Kannski er tattoo ekkert fyrir þig
Þú þarft ekkert endilega að fá þér tatto því hinir og þessir segja þér að fá þér.
Þarft heldur ekkert að fá þér tattoo bara því þú færð það á svo góðu verði.

Láttu ekki félagana rugla þig. Haldu þig við ÞÍNAR skoðanir.

Vill enda á samt sem áður að segja.
Tattoo er flott, tattoo er “svalt”.
Er engann veginn að dissa tattoo…..

Bara vona að þú fáir þér ekki og munt svo sjá eftir því alla þína ævi.