Mín tattoo æja, mig langaði að prufa að gera svona sögu um “mín tattoo”.
En hún getur ekki verið löng fyrst ég hef aðeins tvö tattoo. Hehe.

En rétt áður en ég byrja að tjá mig þá vill ég enn aftur að þakka PraiseTheLeaf
fyrir að koma þessu áhugamáli upp.
Og auðvitað þakkir til hinna sem hjálpuðu henni, ef svo var.

En allavega, þá byrjaði tattoo löngunin mín þegar ég var pínu lítill polli.
Sá alla flottu, hörðu rockarana vera allir útataðir í tattoo-um og líka alla töffarana
góða sem slæma í öllum bestu hasarmyndunum.
Eins mikill polli ég var, snérist auðvitað allt um að vera cool, og þá byrjaði löngunin mín.

Loks þroskaðist maður smá og hætti að vilja að fá sér tattoo fyrir töffaraskap, heldur bara fyrir mig.
Fór ég að pæla í hvernig tattoo mig langaði að fá mér, hvar og hvenar.
Pælingarnar gengu yfir í nokkur ár, eða þangað til ég varð 16-17 ára.

Efitr alla þessa pælingar kom þá hugmynd um að hafa þetta bara simple og flott.
En sjálfur hef ég verið kallaður Bambi í “real life” þó nokkuð lengi.
Og þeir sem vita hver ég er, kalla mig því nafni. Svo í stað þess að
vera að gera einhvað svaka erfitt mál úr þessu, þá varð valið auðvelt.
Bambi auðvitað.
En þá var bara eftir að finna stað til að tattooera á, og tattoo artist.


Eftir góða pælingu varð höndin bara fyrir valinu. Aftur voða auðvelt, og týpist.
en tattoo artist varð mun erfiðara svar.
Allir félagar mínir voru að mæla með þessum, og þessum aðilum og einhvern veginn
varð enginn sammála um hver væri besti tatooe artistinn.
Svo ég skaut bara á stað og vonaði það besta. Var þá skotið á Tattoo og skart.
Og sé hreynt og beint ekkert eftir því. Frábær staður, frábært starfsfólk og þetta
fólk kann sko sitt fag.

Fór ég þá á tattoo og skart og lét verða að því loksins, eftir öll þessi ár.
Sast í stólinn með hjartað sem sló hraðar en trommuleikari.
“Byssan” kom og var kallinn búinn að láta útlínur á höndina hjá mér.
Hjartað sló hraðar, en hægði svo á sér eftir að hann byrjaði.
Þetta var bara engann veginn jafn vont og ég hélt, réttarsagt var þetta bara ekkert sárt.
Varð ég þá glaður með útkomuna og sé sko ekkert eftir neinu.

Jæja, eins og flestir segja þá er tattoo fíkn, einu sinni prufað og þú verður að fá annað.
Svo það kom hjá mér, soldið seint en var ég þá 19 ára gamall (Sem sagt í fyrra).
Var myndin þá valin af plútó.

Þessi saga mun vera mun stittri, fyrst spenningurinn sé farinn og allt þetta orðið “venjulegt”.
En lét ég Svan (tattoo og skart) teikna minn eigin Plútó sem gékk svo vel að hann er meiri segja
sætari en ég átti von á.
Pælingin um Plútóinn var samt frekar erfið hvert hann átti að fara.
Vildi ekki sóa plássi ef ég mundi þá loks finna flottara tattoo.. Svo kálfinn varð fyrir valinu
og er hundurinn þar enn ;) heh.

Allavega er þetta mín reynslu saga af tattoo og er hún engan vegin búin.
Er að plana næstu tvö tattoo, en vantar bara góðann teiknara til að gera þessar myndir.
Þessvegna vill ég endilega enda þessa grein á því að spyrja…
Ekki er einhver hérna sem kann að teikna ? Þá meina ég Disney myndir ;).
Ef svo er, endilega látið mig vita.

Ég þakka fyrir mig, og vonandi sofnuðuð þið ekki af þessu öllu.

P.s. Ekkert skítkast, eða taut um lelega stafsetningu.
If u can read it, then piss off! ;)