Tattú eru kúl.
Þetta er orðin almenn staðreynd, það finnst nánast öllum tattú vera kúl og bara kúl, ég tók eftir því og hef tekið eftir frá því ég fékk mér mitt fyrsta, almenningi virðist oftast finnast þetta mjög heillandi, og verður þar að auki pínulítið impressed og spyr hvort þetta hafi ekki verið vont?
Tattúismi (Tattooism) er algjörlega orðin tíska, og jafnvel nauðsynleg tíska í sumum hópum sérstaklega hjá tónlistarfólki, oftar en ekki í þyngri kantinum, og hjá fólki sem vill einfaldlega tjá sig frumlega.

En það sem ég er að spá, er hvenær hætta tattú að verða falleg, kúl, einstök og mögnuð listaverk í sumum tilfellum og byrja að verða fyrirsjáanleg “mainstream” tískubylgjutíska (Maintattstreamism)?
Ég er viss um að margir eru á þeirri skoðun að þegar þeir fá sér tattú, þá verður það að vera einstakt, því þetta er jú eitthvað sem verður að öllum líkindum á líkama þínum það sem eftir er.

Við erum komin með þessi ýmsu tilfelli af maintattstreamisma í tattooismanum.
Fyrst og fremst eru það tribal(ism) tattúin, sem eru að gjörríða hnakkaheiminum, en byrjuðu svo fallega og vel sem einföld Indónesísk tattú, en hafa orðið að fjöldaframleiddri hönnun hjá milljónum manna.
Svo eru það tattú sem sýna hljómsveitarnöfn, eða celebrity (I like to call it Celebritattism) nöfn, eða þá eftirhermur tattúa sem allar þessar celebrity stjörnur fá sér til að byrja með.
Í mínum augum er tattú alltaf listaverk, lítil sem stór, og tattúið þitt ætti aldrei að vera eins og hjá næsta manni, þó það er augljóslega algjörlega persónubundið.
Í mínum augum, já mínum ekki þínum, (my eyeism) fæ ég mér ekki tattú nema það hafi algjörlega sérstaka og mjög mikilvæga meiningu fyrir mig (Meaningfulltattooism eða RealTattooism).
En hvað finnst þér?

ps. hamstrar eru líka kúl … hvernig væri að tattúa eitt stykki hamstur?
double cool…
True blindness is not wanting to see.