Smá saga frá mínu fyrsta tattoo

Ég mætti svellkaldur í houseofpain kl 14:00 á mánudegi og var nú harður á því að þetta væri nú ekkert mál settist svo í stólinn og fann að hjartað sló hraðar og spennan magnaðist

svo ræddi ég við sverri um hvernig ég vildi að mitt tattoo yrði og vorum við með mynd sem að ég fann á google til samanburðar

svo tekur sverrir upp rauðann túss og krotar á mig og strokar út og krotar meira svo þegar við vorum sáttir við hvernig þetta ætti að vera þá var farið með grænum túss í það sem átti eftir að verða mitt fyrsta tattoo

svo er komið að því nálin lendir á mér í fyrsta sinn og kom mér nú á óvart að þetta var nú ekkert svo rosalega vont en eftir smá stund langaði mig nú til að rota helvítið orðinn ansi þreyttur á þessari eilífu ertingu en lét mig nú hafa það og eftir 2 klst í stólnum þá stóð ég upp dofinn og sár

leit í spegil og var þetta rosalega sáttur við verkið

svo núna er ég með tribal tatto frá háls niður að olnboga og mæti glaður til sverris aftur til að fá fyllinfu í það þar sem að eingöngu útlínur voru setta í þetta sinn kvíður sam pínu fyrir næsta session þar sem þar verður sennilega aðeins meira pain

en svona er mín saga