Trivia; svör og niðurstöður Núna eru einungis 32 tímar í að forsýningin á Harry Potter and the Deadly Hallows verði forsýnd í Egilshallarbíói. Trivian er búin og fá 5 efstu stig og sá efsti fær gefins miða á sýninguna (og hinn stórkostlega heiður að hitta mig í persónu).

Ég vil þakka öllum sem tóku þátt og vil líka taka fram að engum gekk illa í keppninni (held að lægsta einkunn hafi verið eitthvað um 8 stig af 21, sem er ekki lítið samanborið við hinar triviunar sem ég hef komið með)

Svör við spurningunum

1: Hver leika tríóið í myndunum?

Harry Potter: Daniel Radcliffe
Ron Weasley: Rupert Grint
Hermione Granger: Emma Watson


2: Hvaða tveir leikstjórar myndanna eru breskir?

Kaldhæðnislega eru þetta tveir síðustu leikstjórarnir: Mike Newell og David Yates

3: Einn karakter úr seríunni sem er meðlimur Fönixreglunnar (Order of the Phoenix) er að koma fram í fyrsta sinn í Deathly Hallows, jafnvel þótt hann kom fram í seríunni áður. Hver?
Ath. að ljósmynd telst með yfir að hafa komið fram í kvikmyndinni, þó það sé óvíst hvort karakterinn kom fram á einni ákveðinni ljósmynd.

Ég veit ekki fullkomlega hvort karakterinn kom fram í mynd í Order of the Phoenix en samkvæmt þessu þá er Mundugus Fletcher að koma fram í fyrsta sinn. Klárlega sú spurning sem fæstir náðu að svara rétt (enginn af topp 3 náði henni rétt)

4: Hvaða leikari hafði áður leikið aðalhlutverkið, leikstýrt og skrifað handrit í kvikmyndaútgáfu af Shakespeare-leikriti?

Kenneth Branagh, en hann skrifaði,lék og leikstýrði 1996 útgáfunni af Hamlet og Hevry V árið 989

5: Hver leikur Sirius Black í kvikmyndunum?

Gary Oldman

6: Í sjöttu myndinni kemur u.þ.b. 5 mínútna atriði í miðri myndinni sem kom aldrei fram í bókinni. Hvað gerðist í því?

Dráparar réðust á The Burrow í jólafríinu og brunnu húsið. Maður sá líka Ginny fara niður á Harry til að “reima skónna”

7: Hvað er einkennilegt við útlit Lavender Brown í Half-blood Prince samanborið við fyrri myndirnar?

Það var önnur leikkona sem lék hana í fyrri myndunum (kannski fleiri en ein, veit það ekki) sem hafði öðruvísi lit í hárinu en aðalbreytingarnar voru að sú nýja var ekki svört eins og hún var í hinum myndunum

8: Hver af myndum var vinsælust í aðsókn?

Philosopher's Stone

9: Hvaða leikari mun yfir heild leika þrjá karaktera í seríunni?

Warwick Davis. Hann lék gjaldkerann í Gringottsbankanum í fyrstu myndinni, talaði fyrir Griphook í fyrstu myndinni (og mun líka leika hann í nýjustu myndunum) og hefur leikið Filius Flitwick í öllum myndunum

10: Hvaða heimsfræga tónskáld samdi tónlistina í fyrstu þremur myndunum?

John Williams, hver annar?

11: Steve Kloves hefur samið handritin fyrir allar myndirnar, nema eina. Hverja?

Hann samdi, að einhverjum ástæðum, ekki handritið fyrir Order of the Phoenix

12: Hvaða ákveðin vera er að koma í fyrsta sinn í Deathly Hallows síðan Chamber of Secrets kom út, jafnvel þótt hann/hún kom fram í 4., 5. og 6. bókinni?

Dobby

13: Nokkrum vikum áður en önnur myndin kom út dó einn leikari úr henni og þurfti að skipta um leikara fyrir þriðju myndina, og hefur hann leikið í öllum myndunum síðan þá. Hvaða persónu voru þeir að leika?

Albus Dumbledore. Richard Harris dó (því miður, hann eignaði sér algjörlega karakterinn að mínu mati) og Michael Gambon kom í staðinn

14: Með þeim karakater í spurningunni fyrir ofan, þá var líka einn sem fékk stórar breytingar milli annara myndarinnar og þriðju/fjórðu myndinni. Hann hefur alltaf verið leikin af sama leikara. Hver er persónan?

Filius Flitwick, munurinn er gríðarlegur
Fyrstu tvær
Restin
Hann kom ekki fram sem Flitwick í 3. myndinni en leikarinn og útlitið er alveg eins og hann hefur verið síðan


15: Hver leikur Prof. Trelawney?

Emma Thompson

16: Eins og er leikstýrði einn leikstjóri Harry Potter-myndanna kvikmynd sem er á topp 250 listanum á Internet Movie Database (imdb.com). Hvaða leikstjóri og hvaða mynd er á listanum?

Leikstjóri: Alfonso Cuarón
Mynd: Children of Men


17: Hvaða karakter var samin sérstaklega fyrir myndirnar? Hann kom allavega fram í Goblet of Fire og Order of the Phoenix.

Nigel

18: Hefur einhver af myndunum unnið Óskar?

Nei. 1.,3.,4. og 6. hafa verið tilnefndar

19: Ákveðinn leikari sem var í kvikmynd byggð á Lord of the Rings bókunum lék aukahlutverk í seríunni. Hvað heitir leikarinn og hverja lék hann í myndunum?

Ég var verulega hissa hversu margir vissu þetta. Leikarinn er John Hurt. Hann lék Ollivander í Philosopher's Stone og talaði fyrir Aragorn í Ralph Bakshi útgáfunni af Lord of the Rings sem kom út árið 1978

20: Fimm leikarar hafa leikið Voldemort. Hverjir?
Ath. að sá Voldemort sem sást aðeins í flashbackinu í fyrstu myndinni er ekki tekinn með.

Christian Coulson: Chamber of Secrets
Ralph Fiennes: Voldemort nútímans
Hero Fiennes-Tiffin: 11 ára Voldemort í Half-Blood Prince
Frank Dillane: 16 ára Voldemort í Half-Blood Prince
Richard Bremmer og Ian Hart voru báðir fullnægjandi svör fyrir þann síðasta (sem kom fram í Philosopher's Stone). Bremmer var allavega í flashbackinu og ég veit að Hart talaði fyrir hann, en ég veit ekki hvort andlitið var á hnakkanum á Quirrel, þannig að ég gaf rétt fyrir þá báða.


Aukaspurning fyrir þá sem hafa lesið 7. bókina, eða vita þetta:
Einn ákveðinn karakter sem deyr í 7. bókinni kemur ekki fram í myndinni en það er sett annan karakter í staðinn fyrir hann. Hvað heita þeir?

SPOILER ÚR 7. BÓKINNI. EF ÞÚ VILT EKKI VITA HVER DEYR SKALTU FARA FRAMHJÁ ÞESSU


Vegna vandamála við lögin mun James Waylett ekki koma fram í síðustu myndinni sem Vincent Crabbe. Josh Herdman, sem leikur Gregory Goyle, mun deyja í staðinn.
Niðurstaða úr könnuninni:

1: Half-Blood Prince

2: Chamber Of Secrets

3: Goblet Of Fire

4: Philosopher's Stone

5: Prisoner Of Azkaban

6: Order Of The PhoenixTopp 55: DrHaHa (17 stig); fær 20 stig

4: DorianGray (18 stig); fær 40 stig

2-3: frecleface og swordfish (18,5 stig); fá 70 stig hvor


1:

Rosebud (19 stig); 100 stig og miða á forsýningu myndarinnar. Til hamingju.


Takk aftur fyrir öll fyrir að hafa keppt í þessu. Það var gaman að sjá smávegis líf aftur á áhugamálinu.


- sabbath

PS: Hafið samband við Vefstjórann ef þið fáið ekki stigin eftir einhvern tíma. Ég hef enga stjórn á því.