- Kvikmyndir.is hafa staðfest forsýningu á sýningunni og verður hún í Egilshöll, 18. nóvember kl. 21:00. Hægt er að sjá meira hér. Miðasala er ekki komin í gang.

- Út af því hefur fresturinn til að svara triviunni verið minnkaður. Hægt er að senda mér til 09:00 á miðvikudaginn.

- Verðlaunin eru þau sömu, og get ég ekki lofað neina eins og er nema að splæsa á þann sem vinnur.

- Það væri frábært ef þið gætuð sent mér nafnið ykkar (líka þau sem hafa þegar keppt) þannig að ég veit hver er sá sem vinnur í persónu.

- Ef sigurvegarinn kemst ekki á forsýningu, er best að hann lætur mig vita sem fyrst. Ég mun eingöngu splæsa á forsýninguna og ef sá sem vinnur kemst ekki mun sá sem varð í 2. sæti fá miðann í staðinn, o.s.frv. eftir það.

Það mun áreiðanlega eitthvað meira koma í ljós en ég get ekki komið með neitt meira strax.

Endilega takið þátt.

- sabbath