Spunakeppni er byrjuð á /hp Ég afsaka hversu langt hefur liðið síðan ég kom með síðustu tilkynningu en ég hef verið verulega upptekinn, en ákvað þar sem núna er miðannafrí að byrja spunakeppnina.

Reglurnar eru eftirfarandi:
1. Spuninn á að vera frá sjónarhorni einhvers kennara í Hogwart og skiptir ekki máli hvort sagan sé sögð í 1. eða 3. persónu.
2. Spuninn má vera annað hvort á íslensku eða ensku.
3. Minnsta lagi 1000 orð, mesta lagi 5000 (talið við mig áður ef spuninn er minni eða lengri).
4. Síðasti dagur til að senda inn grein er 1. desember 2009 og fljótlega eftir það set ég af stað skoðanakönnun sem ræður úr um úrslitin.
5. Vinsamlegast haldið ykkur innan siðsamlegra marka með það í huga að það er fólk á öllum aldri á þessari síðu.

Ég vona að sem flestir keppa, ég mun reyna að koma sjálfur með spuna þó ég mun ekki keppa sjálfur. Ef einhverja spurningar koma um þetta sendið mér þá skilaboð.

PS: Veit einhver hvenær 6. Harry Potter myndin kemur á leigu?
Ég spyr því ég ætla líklegast að halda triviu úr myndunum eftir þessa keppni ef allt gengur vel.

Svona nú, setjum smá líf í þetta áhugamál.