Þá er komið af því að það sé fan-art keppni hérna á HP áhugamálinu, enda þarf aðeins að bæta virknina sem mun vonandi bætast við þessa keppni eða þegar 6. myndin kemur út í næsta mánuði.

Reglur:

Myndin þarf auðvitað að innihalda einhverja persónu úr Harry Potter bókunum, fan-fiction karakterar teljast ekki með. Mynd sem ekki stenst þetta verður höfnuð.

Það má hafa aðrar persónur sem eru ekki í bókunum, eða tengjast ekki Harry Potter á neinn hátt, svo fremi sem einhver persóna úr Harry Potter er með.

Myndin má ekki vera stærri en hámarkshæð(minnir að það sé 1024x768). Ef myndin er verulega lítil mun ég hafna henni og biðja ykkur um að stækka hana.

Það skiptir engu máli hvort hún sé unnin í tölvu eða handgerð.

Ég get ekki fullkomlega vitað hvort þið gerðuð myndina eða ekki, svo ég þarf bara að treysta ykkur. Látið mig vita ef þið hafið séð ákveðna myndina á öðrum stað og sendið mér link.

Hámarksmynd á mann er ein mynd. Ef margir biðja mig um að hafa tvær myndir mun ég leyfa það. En það fer ekki yfir tvær.

Það er óvíst hversu lengi keppnin verður, hún verður allavega til 15. júlí. Ef keppnin er virk mun hún vera lengur.

Ef þið hafið einhverjar spurningar skuluð þið spyrja mig.

Vil líka benda á að það geta liðið nokkrir dagar þangað til myndirnar ykkar verða samþykktar. Mig minnar að svanaerla sé að vinna utan tölvu, ég vinn oft þar sem ég kemst ekki á netið og er á leiðinni á nokkrar útihátíðir, og BudIcer og GullaGIB hafa ekkert verið á huga síðustu mánuðina.

Vona að það verði góð þáttaka.

sabbath