Smávegis breyting Það er kominn myndbandakorkur á þetta áhugamál og mun aðalega sýna nýjstu trailerana af einhverju tengt HP þó önnur myndbönd tengt HP munu koma líka. Vegna smá vandamáls breyttist eitthvað útlitið á áhugamálinu og ég biðst afsökunar ef þetta er pirrandi fyrir einhvern(ekki biðja mig samt um að breyta einhverju því það er rosalega erfitt)
Ef þú finnur eitthvað myndband, þá væri mjög flott ef þú gætir sent mér embed kóðan af myndbandinu í PM. Ef þú finnur hann ekki eða veist ekki hvað embed kóði er skaltu bara senda mér urlið af myndbandinu og ég reyni að koma því inn.
Ath að öll myndbönd verða ekki samþykkt.

Allavega er myndbandið núna nýjasti trailer-inn af Half Blood Prince myndinni. Einhvern veginn finnst mér trailer-arnir vera frekar líkir(þó það komi auðvitað eitthvað nýtt í hverjum) og alltaf finnst mér Ginny og Harry enda nær hvort öðru með hverjum trailer en mætast samt aldrei fullkomlega. (Damn producers. Nú þarf ég að sjá myndina)

Linkur á myndbandið

Síðan mun skoðanakönnunin(sem er núna fyrir neðan mynbönd) um smásögukeppnina koma á næstunni en einn spuni á eftir að koma að minnsta kosti.

Hvernig finnst ykkur þessi hugmynd, trailerinn sem er núna, og sögurnar sem eru komnar í smásögukeppninni?