Nokkrir hlutir Sælt verið fólkið.

Til að byrja með er niðurstaðan í triviukeppninni komin undir trivia, endilega skilið eftir comment, það hefur tekið ágætlega mikinn tíma að gera þetta allt þannig að það væri fínt að fá smá skilaboð nú þegar þetta er ekki læst.

Tvær nýjar spurningar og svör eru komin í “Pældu' í Potter - Svör við spurningum notenda” en síðasta var kom árið 2006, þegar samot var ennþá stjórnandi. Mamma14 kom með báðar spurningarnar.

Og smásögukeppni mun koma á næstunni en svanaerla mun sjá aðalega um hana. Þeminn er ekki ennþá kominn. Endilega allir að keppa, kannski maður sjálfur tekur þátt, en ég hef aldrei samið neinn spuna.

sabbath