Jæja, úrslitin í smásögukeppninni urðu þessi:

Í fyrsta sæti var sagan On the Crest of the Hill eftir Weasley og fékk hún 45% atkvæða.
Í öðru sæti með 36% atkvæða var sagan Þetta er í þeirra höndum eftir Greenbucket5.
Og í þriðjasæti með 18% atkvæða var Decorating eftir Achilles.

Ekki komu fleiri sögur inn í þetta skiptið en 22 greiddu atkvæði. Ég leyfi mér þó að vonast eftir betri þáttöku bæði í keppni og kosningu verði ein slík auglýst aftur.

En þá að bannerkeppninni sem fékk mun meiri þáttöku mér til mikillar ánægju.
Skilafrestur rann út í gær og bárust 12 bannerar í keppnina. Tveim þeirra var þó eytt og höfundur útilokaður frá keppni eins og segjir í tilkynningu hérna aðeins neðar, svo það eru 10 bannerar sem hægt er að velja á milli.
Í könnuninni hérna til hliðar, gefst ykkur kostur á að kjósa þann banner sem þið viljið sjá á síðunni. Þetta virkar einfaldlega þannig að þið kjósið ykkar uppáhalds höfund, en bannerana er, eins og flest ykkar vitið líklega, hægt að skoða í yfirlitinu yfir myndirnar. Athugið að merkja við rétta mynd sé höfundur með fleiri en einn banner skráðan í keppni.
Úrslit verða svo tilkynnt miðvikudaginn 8. október og bannerinn sem vinnur væntanlega settur upp fljótlega í framhaldi af því.

Bætt við 1. október 2008 - 11:25
Ah, könnunin kemur inn á miðnætti í kvöld, bara svo þið vitið það. Mín mistök.
Kveðja,