Gleðilega páska/Topp 40 listinn Jæja, ég segi bara gleðilega páska fyrir mína hönd og tek mér bessaleyfi til að segja það einnig fyrir hönd hinna tveggja stjórnandanna. Ég vona að þið verðið öll orðin stór, feit og falleg eftir allt þetta páskaeggjaát ykkar! (Ég veit að ég verð það…)

Svo fyrir þá sem vilja vita það, þá erum við númer 38 í Topp 40 listanum og búin að færast niður um 7 sæti síðan seinast. Ekki gott, en það eru (eftir því sem ég best sá) aðeins tvær síður af “Bókmenntir og listir” inn á þessum lista þannig að við getum verið sátt. Hitt er manga, í 32.sæti.

En enn og aftur, gleðilega páska. Myndin er héðan:
http://uppun.deviantart.com/art/Voldie-s-Easter-52165224