Fyrir þá sem ekki athuga daglega hverjir stjórnendur /hp séu, þá er ég víst komin á listann þar. Þar af leiðandi hafið þið rétt til að kvabba og kveina í mér ef þið viljið koma hinum eða þessum hugmyndum (eða kvörtunum) að. Og ef þið hafið hugmyndir um hvernig má lífga þetta áhugamál aðeins við þá skuluð þið ekki sitja á þeim heldur hafa samband við einhvern stjórnanda eða gera lítinn og sætan kork um hugmyndina. ^^

Lifið heil.