Umgengisreglur um efni og endi Harry Potter and the Deathly Hallows:

1. Allt, allt efni sem tengist Harry Potter and the Deathly Hallows þarf að merkja með SPOILER bak og fyrir svo ekki sé minnst á frá toppi til táar.

Sá sem spillir efni bókarinnar fyrir öðrum án viðvörunar, svo sem með undirskrift eða öðru sem hefur verið nefnt hér að ofan, mun fá langt og strangt bann frá Huga.


2. Það er algjörlega bannað er að merkja titil á korki/grein/einhverju öðru á Huga með einhverju sem tengist útkomu bókarinnar eða einhverju sem tengist efnisinnihaldi bókarinnar.

3. Allar umræður um bókina eftir að hún kemur út verður að vera á korkaflokknum 7. bókin. Ef ekki, verður honum eytt.

4. Ef ætlunin er að senda grein um bókina þarf að fara gætilega í það að merkja hana og varið notendur vel við að um er að ræða umfjöllun um þessa bók.

5. Ekki undir nokkrum kringumstæðum birta umfjallanir um Harry Potter 7. bókina neinsstaðar annarsstaðar á Huga án þess að merkja það bak og fyrir. Það er Harry Potter áhugamál á huga- notum það. Þar fer umræðan fram.

6. Verum þroskuð! Sýnum hvert öðru tillitssemi. Það er fólk hérna sem ætlar að lesa Harry Potter bókina á íslensku eða fá hana senda að utan.