Hefur þú áhuga á að senda inn fréttir, skrifa um persónu, koma með kennningar eða vangaveltur, svara spurningum notenda og jafnvel koma með krassandi greinar að hætti Ritu Skeeter? Það eru til kubbar fyrir þetta alltsaman á þessu áhugamáli, það eina sem vantar er fólk sem hefur tíma og getu til þess að skrifa!

Fréttir:

Verið er að hanna nýtt snið á fréttunum. Ásamt því að birta stærstu fréttir Potterheimsins á þeim kubbi verða vikuleg fréttayfirlit þar sem farið verður yfir það helsta sem hefur gerst í vikunni, bæði það sem við kemur bókunum og myndunum. Einnig væri gott að hafa þetta þannig að fréttamenn mundu skipta hlutverkum á milli sín. Ekki þarf marga fréttamenn til viðbótar, mestalagi einn til tvo. Þeir sem eru með aðgang að þeim kubbi núþegar endilega hafið samband við mig og látið mig vita hvort þið hafið áhuga á að vera lengur, annars verður sá réttur tekinn.

Persóna mánaðarins:

Eins og ætla mætti, á þar að vera birt mánaðarleg lýsing á persónu. Koma með djúpar persónulýsingar og þannig. Þetta segir sig sjálft eiginlega. Miklar kröfur verða gerðar til greinanna, þær þurfa að vera vel upp settar og gott málfar þarf að einkenna þær.

Quibbler:

Hlutverk Quibbler kubbsins er að koma með kenningar og velta þeim fyrir sér. Það er eitthvað sem er mjög mikilvægt í potterheiminum akkúrat núna og þessi kubbur hefur verið alvarlega vanræktur. Ég vil sjá fullt af nýjum skrifum á þessum kubbi, mikið flæði og gott aðhald. Greinarnar þar eiga að vera langar og innihaldsmiklar (ég er ekki að tala um 20 blaðsíður, kannski 2000 orð lágmark) þar sem verður tekið á öllu því helsta í potterheiminum.

Spurt og svarað:

Til að byrja með þurfum við spurningar til þess að svara. Er eitthvað sem vekur áhuga eða undrun? Eitthvað sem þarf að skýra betur? Spurningum mætti flæða inn og svörin mættu koma jafnóðum.

Rita Skeeter:

Rita Skeeter hefur tekið upp á því að koma með mjögsvo krassandi greinar í gegnum tíðina, það yrði reyndar að útfæra nýju Ritu Skeeter og sá sem fengi það hlutverk að vear hún þyrfti fyrst að sanna sig.

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessu sendið mér eða Samot skilabooð. Kröfurnar eru að viðkomandi sé vel læs á ensku og með góðan lesskilning og geti komið frá sér texta á góðri íslensku. Svo þarf nenna og geta að vera til staðar!

Með von um góðar undirtektir!