Jæja, komið er að úrslitastundu í smásagnakeppninni! Til að byrja með verð ég að segja fyrir hönd meðdómara og meðstjórnenda minna að þessi keppni hefur heppnast mun betur en nokkur þorði að vona! Fólk tók vel í þessa hugmynd og tíu sögur bárust í keppnina, sem er tvöfalt meira en nokkur þorði að vona! En keppnin var hörð og það var mjög mjótt á munum en dómarar og “almenningur” voru þó nokkuð samstíga í ákvörðunum sínum um hver ætti að hreppa efstu sætin. Aðeins verður gefið fyrir fyrstu fimm sætin og ekkert nema heiðurinn er í boði sem verðlaun.

Til þess að útskýra stigagjöfina aðeins betur þá endaði þetta þannig að þrír dómarar skrifuðu örlíltið um hverja sögu bara fyrir sig og röðuðu svo sögunum í sæti, frá 1. til 10. sæti. Sagan í fyrsta sæti fékk tíu stig, sagan í öðru sæti fékk 9 stig og svo koll af kolli. Sama var gert við þau stig sem almenningur gaf. Að lokum voru úrslitin eins og stendur:


Í fyrsta sæti er sagan:

Svikari, blóðníðingur og varúlfur eftir Gulla369Griz með samtals 35 stig


Dómarar voru sammála að sagan væri til fyrirmyndar hvað málfar og stafsetningu var að ræða. Það var strax útskýrt hvenær sagan átti að gerast og var söguform, umgjörð og sagan sjálf í samræmi við það. Sagan var mjög hrífandi og auðvelt var að sökkva sér í söguna. Persónusköpunin var raunsæ og náði höfundur að halda í þann persónuleika sem Rowling gefur þeim en þó gefa þeim eitthvað frá þér án þess að það væri of tilgeraðarlegt. Sagan endar á allt öðru plani en hinar.

Gefum Gullu369Griz rosagott klapp á bakið fyrir árangurinn.


Í öðru sæti er sagan:

Kvalarfull eftirseta eftir Worldwide en samtals hlaut hún 34 stig

Dómarar voru á því að þessi saga stæði upp úr að því leytinu til að sagnastíllinn var frábrugðinn en í öðrum sögum. Var sagan sögð í hálfgerðum leikrita stíl en samt sem áður í formi sögu. Persónurnar voru að vísu að nokkru leyti ýktar en þrátt fyrir það náði höfundur að láta þær halda öllum sínum karekter eiginleikum sem þeim er gefið fyrir. Málfar og stafsetning var til fyrirmyndar sem og uppbygging sögunnar.

Í þriðja sæti er sagan:

Tvö bréf eftir Æsu með 29 stig

Dómurum fannst uppbygging sögunnar alveg til fyrirmyndar. Höfundur tók sinn tíma til að byggja upp söguna og gaf sér tíma til að segja frá. Málfar og stafsetning var upp á það besta. Persónusköpunin var mjög þróuð, fullgerð og hrífandi. Skemmtilegt að blanda svona persónum saman, tilbreyting. Það var gott að fá svona algjörar andstæður í sögunum og sjá hvernig þær brugðust við aðstæðum sem höfundur setti fyrir þær.

Í fjórða sæti er sagan:

Lífbjörg eftir samot með samtals 28 stig


Dómurum fannst uppbygging textans var hreint út sagt til fyrirmyndar. Höfundurinn náði að skapa spennandi andrúmsloft og skemmtilega fléttu. Einnig eru lýsingar í sögunni sem gefa henni gæfu mun. Gott málfar og stafsetning var góð þó að það leyndust nokkrar villur inn á milli. Persónusköpun var góð, raunveruleg og skemmtileg. Sagan kom mjög vel út þegar á heildina er á litið. Hún var í senn spennandi, hnyttin á köflum og svo sorgleg. Höfundur náði að höfða til tilfinningar lesandans, sem er eitt og sér gott.

Í fimmta sæti er sagan:

Síðasti dagurinn eftir Wannabewriter með samtals 25 stig

Dómurum fannst persónusköpun höfundar standa upp úr. Persónur bregðast eins við og Rowling mundi láta þær bregðast við. Miðað við aðstæður sem höfundur settir fram brugðust persónurnar mjög raunverulega við. Uppbygging sögunnar er sem og mjög góð. Málfar var gott, sem og stafsetning. En höfundur ruglar saman nútíð og þátíð, byrjar söguna í nútíð en hún fer brátt í þátíð. Höfundur náði að hafa áhrif á lesendur sína og það eitt er mjög gott og sýnir fram á að hann hafi mjög góð tök á því sem hann skrifar.


Næst koma þær sögur sem einnig tóku þátt í þeirri sætaröð sem þær lentu í.

Confrontation- Kat701 með 22 stig
Cosy little dungeon- Cho með 20 stig
Never, ever drink again- Sedna með 17 stig
Too many drinks?- Lucina- 7 stig
Til hjálpar- Lily með 5 stig

Endilega komið með uppástungur fyrir næstu keppni, hvað betur mætti fara og hugmyndir um efni! En óskum nú höfundum til hamingju með þennan frábæra árangur!