Jæja, ég vil endilega hvetja fólk til að skrifa undir á þessum <a href=http://www.petitiononline.com/hpgof47g/petition.html>undirskriftarlista</a>.

Ég veit ekki hvort að Warner Bros taka mikið mark á þessu, en núna eru nú samt komnar yfir 10.000 undirskriftir!

Ég er búin að þýða mjög lauslega nokkurn vegin það sem þið eruð að skrifa undir svona fyrir þá sem eru ekkert ógurlega sleipir í engelskunni…


Til: Warner Brothers Movie Production Office
Við höfum veitt því athygli að WB hafa skipað Steve Kloves, handritshöfundi 4. bókarinnar, að breyta Harry Potter og Eldbikarnum í eina tveggja og hálfs tíma mynd. Sem dyggir aðdáendur bókanna finnst okkur þetta vera mikil mistök.
Það eru margar mikilvægar senur í fjórðu bókinni sem ekki má afskrifa. Þar á meðal eru dauði Franks Bryce, Heimsmeistarakeppnin í Quidditch, birting Skuggamerkið, kynning ófyrirgefanlegu bölvananna, valið um keppendur Þrígaldraleikanna, Rita Skeeter og öll hennar skrípalæti, Fyrsta Þrautin, Ballið, önnur þrautin, Heimsókn krakkanna og Siriusar til Hogsmeade, minningarnar, Þriðja þrautin, Endurkoma Voldemorts, einvígið og Priori Incantatem, þegar hulunni er svipt af Moody og lokasenan þar sem Fönixreglan er kölluð saman. Til þess að allar þessar mikilvægu senur séu með verður að finna aðra lausn.

Ef kvikmyndaverið heimtar að hafa þetta aðeins eina mynd, viljum við óska eftir því að hún verði þriggja og hálfstíma til fjögra tíma löng. Sú lengd væri ásættanleg fyrir stærstan hluta aðdáenda. Svo ekki sé nefnt að löngum myndum hefur gengið vel í miðasölu. Aðdáendur hafa sannað að þeir geti vel setið langar myndir er þær eru almennilega gerðar, það sýna Titanic og Lord of the Rings, og með sinn stóra aðdáendahóp, þá ætti Eldbikarnum að ganga jafn vel.
Þrátt fyrir það er að okkar mati heppilegra að skipta myndunum í tvær myndir. Það hefur verið gert við myndir eins og Matrix. Hentugur skiptipunktur myndi þá vera eftir fyrstu þrautina. Með tveimur myndum, sem væru 2 og ½ tími, sem gerir kleift að sýna hana oftar á dag í kvikmyndahúsum, væri samanlagður sýningatími 5 tímar, sem væri viðeigandi fyrir flutning bókarinnar yfir á hvítatjaldið.

Við vonum hjartanlega að Warner Bros endurskoði afstöðu sína til Eldbikarins. Það eru milljónir HP aðdáenda um allan heim og kvikmyndasamsteypan ætti að standa sig og skila okkur úrvals framleiðslu.
Við höfum mikil fjármálaítök og ef við óttumst að myndin muni ekki standast kröfur okkar og skila sögunni vel, er ekki víst að við borgum okkur inn á hana. Þetta er ekki hótun aðeins beiðni um að þið endurskoðið afstöðuna.
Þakka ykkur fyrir tímann sem þið veittuð þessu.


Ef linkurinn virkar ekki:
http://www.petitiononline.com/hpgof47g/petition.html