Sent af Mamma14.

Rowling hefur aldrei, hvorki í bókunum né í viðtölum, sagt nákvæmlega hversu gamall hann var. Það sem vitað er, er að hann var mjög ungur þegar það gerðist. Það var Fenrir Grábakur sem beit hann til að hefna sín á pabba Remusar því hann hafði móðgað hann. Foreldrar hans (Remusar) gerðu allt sem þeim datt í hug til að reyna að lækna hann eftir að atvikið átti sér stað, en eins og flestir vita, er engin lækning við lycanthropy (sem er s.s. orð notað yfir varúlfs “veikina”), svo þau gerðu ráð fyrir því að hann ætti ekki mikla framtíð fyrir sér í galdraheiminum.

En Albus Dumbledore, ólíkt mörgum öðrum, vildi gefa honum tækifæri svo hann gerði ráðstafanir til að hann gæti stundað nám við Hogwarts. Draugakofinn (The Shrieking Shack), var annað hvort komið fyrir, eða honum breytt áður en Remus hóf námið sitt, og orðrómum um hræðilegan draugagang komið af stað, til að hann gæti breyst þar óáreittur þegar tunglið var fullt, auk þess að þar var hann fjarri öðrum nemendum sem stóð annars hætta af honum.

Eikinni Armalöngu (the Whomping Willow) var einnig komið fyrir á skólalóðinni árið sem hann hóf nám, til að koma í veg fyrir að aðrir nemendur römbuðu fyrir slysni á leynigöngin sem liggja í Draugakofann.

En þrátt fyrir allt sem Dumbledore lagði á sig til að skapa Remusi þá framtíð sem hann átti skilið, eyddi hann síðustu árum æfi sinnar atvinnulaus (fyrir utan náttúrulega það sem hann gerði fyrir Fönixregluna) vegna laga sem Dolores Umbridge fékk í gegn og vörðuðu varúlfa.


sabbath