4. trivian er byrjuð. Ég er að fara í próf í næstu viku þannig að næsta trivia kemur í fyrsta lagi 11. desember(og þá verð ég orðinn 18 ára).

Svörin úr síðustu triviu:
1: Hvar og hvenær heyrði Harry í 3. bókinni röddina í pabba sínum í fyrsta sinn(nákvæmt svar)?
Margir voru með þetta svar rétt, og sögðu þetta miklu nákvæmara en ég vildi hafa það. Það eina sem ég vildi fá var að þetta var í fyrsta Verndargaldratíma Harrys hjá Lupin í í stofunni þar sem Saga Galdranna er kennd.
2: Samkvæmt Siriusi, hvað hafði Peter Pettigrew verið lengi að gefa upplýsingar til Voldemort áður en Lily og James dóu?
Hann var búinn að vera í ár.
3: Hvaða prófi var Hermione í á sama tíma og töfrabrögð(Charms)?
Sumir sögðu talnagaldra(Arithmancy) en hún var í ummyndun(Transfiguration) á sama tíma. Þetta voru fornar rúnir(ancient runes).
4: Hversu stór er nýji töfrasprotinn hans Rons í tommum?
14 tommur eða eitthvað um 35 sentimetrar.
5: Hvert fóru Harry, Ron og Hermione í sumarfrí í byrjun bókarinnar?
Harry fór á Leka seiðpottinn(The Leaky Cauldron)(tók það líka rétt ef það var sagt ekkert), Ron fór til egyptalands til að hitta Bill og Hermione fór til Frakklands.
6: Hvað getur NF, HP merkt annað en Nemendaformaður eða Head Boy(getið sagt báðar þýðingarnar)?
Þetta getur verið ekki alveg eins og bókin en svörin eru samt rétt.
Íslenska
Arthur: Galdramálaráðuneytið lætur okkur fá 2 bíla.
Percy: Af hverju?
George: Það er til heiðurs þér Percy. Og það verða liltir fánar á hornunum, merktir NF…
Fred:…sem stendur fyrir NördaFormaðurinn
Enska
Arthur: The Ministry's providing a couple of cars.
Percy: Why?
George: It's because of you Perce. And there'll be little flags on the bonnet, with HB on them…
Fred:…for Humungous Bighead
7: Hvaða dag var úrskurðað að Grábakur(Buckbeak) mundi verða lífslátinn?
Ég held að einn hafi bara náð þessu svari, en það er verið að spyrja um hvenær það var ákveðið að Grábakur mudni verða drepinn, ekki hvenær hann mun deyja. En svarið er 20. apríl
8: Gryffindor vann bæði heimavistarbikarinn og Quidditchbikarinn. Rétt eða rangt? Hvað er rangt við setninguna ef hún er röng?
Setningin er rétt
9: Hvað var margt fólk að borða í stóra salnum á jóladag?
13 eins og Trelawney minnti á, en samkvæmt henni þá mun sá fyrsti sem mun standa upp af borði sem 13 manns sitja mun vera sá fyrsti sem deyr.
Hérna er álit McGonnagal á þessari kenningu.
http://www.hugi.is/hp/images.php?page=view&contentId=5138489
10: Hvað var sérstakt við Voldemort í þessari bók?
Harry sá hann aldrei í þessari bók. Voldemort kom fram í 4.,5., og 7. sem hann sjálfur, í 1. bókinni aftan á hnakkanum á Quirrel og Harry sá hann sem minningu og/eða helkross í 2. og 6. bókinni.

Stigataflan úr þriðju triviunni:
Arazta 10 stig
DrHaha 9 stig
Snitch 9 stig
BillyTheWerewolf 8 stig
Eyjan 8 stig
asteroids 6 stig
hnetustappa 6 stig
Xeper 6 stig
nammigris8 6 stig
ahamm 5 stig
Asnapriik 5 stig
Gilftendo 4 stig
THT3000 3 stig
apoppins 2 stig


Stigataflan yfir allt:
DrHaha 27 stig
asteroids 20 stig
Xeper 19 stig
Arazta 18 stig
Snitch 18 stig
OfurGuffi 18 stig
nammigris8 16 stig
Morgothal 14 stig
Gilftendo 13 stig
Eyjan 12 stig
Andrivig 10 stig
BillyTheWerewolf 8 stig
nonni06 7 stig
ruslafata 7 stig
hnetustappa 6 stig
Katta 6 stig
THT3000 6 stig
ahamm 5 stig
asnapriik 5 stig
apoppins 5 stig



Næsta trivia er úr fjórðu bókinni(bið alla um að keppa, hvort sem þeir tóku ekki þátt í síðustu)og er líklega sú erfiðasta til þessa(enda er líka bækurnar að vera þykkari núna)


1: Hvaða ættarnafn er nefnd í fyrsta sinn bókini sem verður mikilvægara í næstu bókum?

2: Hvað þýðir Bladvak?

3: Hver af nöfnunum sem Karkaroff sagði galdramálaráðuneytinu þegar hann var handtekinn var þegar dáinn?

4: Hversu mörg stig hafði Cedric Diggory í enda keppnarinnar?

5: Hver af ófyrirgefanlega bölvunum var notuð fyrir utan þær sem voru notaðar kennslustundum hjá Alastor Moody og í kirkjugarðinum, hver notaði hana og hvar?

6: Samkvæmt Draco Malfoy, hvað beit Vincent Crabbe í ummönum galdraskepna(Care of magical creatures)?

7: Hvern var Dumbledore ekki viss um að gæti lesið?

8: Hvað heitir nýja uglan hans Rons(Fullt nafn)?

9: Hvaða dag hitti Harry Sirius í eldstæðinu í Gryffindorturninum?

10: Nefnið alla sem Harry og Ron(Skiptir engu hvort þau sáu þá eða ekki) sáu úti á jólaballinu.


PS: Látið mig vita ef þig breytið um notendanafnið ykkar. Og afsakið málfræði og stafsetningavillu