Þá er 2. umferðin byrjuð og mun hún standa í viku.

Svörin úr síðustu triviu:
1: Hvað heitir fyrirtæki Vernons Dursley og hvað gerir fyrirtækið?
Fyrirtækið heitir Grunnings og framleiðir borvélar.
2: Hver var sá sem McGonnagal hélt að hefði skotið niður stjörnum í Kent?
Hann heitir Dedalus Diggle og kemur þar að auki í 5. og 7. bókinni.
3: Hver fer með Dursley-fjölskyldunni og Harry í dýragarðinn þegar Dudley varð 11 ára?
Piers Polkiss
4: Hvað jafngildir eitt Galleon mörgum Knútum?
Það voru einhverjir sem sögðu 17 en það eru 17 Silkur í einu Galleoni. Það eru 29 Knútar í einni Silku þannig að 17*29= 493
5: Hvar hittir Harry Draco Malfoy í fyrsta skipti?
Madam Malkin’s robes for all occasions
6: Hver er kallaður/kölluð fyrst(ur) af 1. árs nemum að flokkunarhattinum og á hvaða vist fer hann/hún?
Það er auðvitað Hannah Abbott og fer í Huffelpuff
7: Hvaða dag byrja Ron og Harry að vingast við Hermione?
Það var daginn þegar þau börðust við tröllið á klósettinu, á Hrekkjavöku eða 31. október
8: Hvernig dreki er Norbert?
Hann er Norskur rákdreki eða Norwegian Ridgeback
9: Hvar sagði Hagrid Quirrel(Voldemort) hvernig ætti að komast framhjá Hnoðra(Fluffy)
Það var á Glaða Villigeltinum eða Hog’s Head
Hagrid
Yeh get a lot o' funny folk in the Hog's Head - that's one of the pubs down in the village
10: Hvað er vitað hve mörg stig Harry tapaði og vann sér inn á fyrsta árinu sínu?
Hann tapaði 57 stigum(2 frá Snape í fyrsta tímanum, 5 frá Snape fyrir að vera með bókasafnsbók á skólalóðinni og 50 fyrir að vera á göngunum um nótt frá McGonnagal) og hann fékk 65 stig(5 fyrir að sigra tröllið frá McGonnagal og 60 fyrir hugrekki frá Dumbledore)

Stigataflan úr fyrstu triviunni og stigatafla yfir allt:
Andrivig: 10 stig
DrHaha: 10 stig
OfurGuffi(A.K.A JohnArneRiise): 10 stig
asteroids: 9 stig
Snitch: 9 stig
Arazta: 8 stig
Morgothal: 8 stig
nammigris8: 8 stig
Xeper: 8 stig
Gilftendo: 7 stig
nonni06: 7 stig
ruslafata: 7 stig
Katta: 6 stig
apoppins: 3 stig
THT3000: 3 stig


Næsta trivia er úr annari bókinni(bið alla um að keppa, hvort sem þeir tóku ekki þátt í síðustu)

1: Hver er uppáhaldslitur Gilderoy Lockhart?

2: Hver breytti konunni sinni í jakuxa?

3: Fyrir hvað vildi Harry gefa allt gullið sitt í Gringotts fyrir?

4: Af hverju missti Fred bækur ofan á hausinn á George?

5: Hvað er vitað hvað Gilderoy Lockhart hefur skrifað margar bækur?

6: Á hverja hefur basilíuslangan ráðist á?

7: Í hvaða tímum situr Ginny Weasley við hliðina á Colin Creevy?

8: Hver er töfraþulan til að láta slöngu birtast?

9: Hvaða jólagjöf fékk Harry frá Dursley-fjölskyldunni?

10: Hvað heitir varúlfurinn sem Lockhart sagðist hafa barist við?