Dumbledore Er Ekki Allur!  Engir spoilerar úr DH Eftir David Haber

Ja… Kannski ekki. Ég, að minnsta kosti, held ekki.
Ég verð að viðurkenna, J.K. náði mér gjörsamlega. Ég gleypti það allt, öngul, línu og sökku..

Ég beið í röð fram á miðnætti á 16 Júlí til að vera með þeim fyrstu til að eignast eintak af Harry Potter og Blendingsprinsinn, líkt og milljónir annarra allstaðar í heiminum, og ég var búinn með hana seinnipartinn daginn eftir.

Flæktur í dásamlega og stórkostlega rússibana leyndardóma J.K., svik Snapes kom mér gjörsamlega að óvörum. Dumbledore var dáinn og til að bæta gráu ofan á svart, Snape hafði gert það.

Glænýja eintakið mitt af Blendingsprinsinum varð jafn flekkótt af tárum og eitt af bréfum Hagrids og ég var í uppnámi restina af deginum.
En eftir að hafa sofið á því, fattaði ég daginn eftir að það væru mikilvægar spurningar um Snape og Dumbledore sem höfðu farið framhjá mér. Og því meira sem ég leitaði, því fleiri vísbendingar fann ég, og áttaði mig á því að þær hefðu verið þarna allan tímann.
Og allar vísbendingarnar benda á tvo möguleika. Að Dumbledore sé í rauninni ekki dáinn eða á minnsta kosti, að Snape sé ekki Drápari, og að hann hafi drepið Dumbledore af því að Dumbledore hafi skipar honum að gera það, sem part af stórri áætlun.

Ég gerði þessa vefsíðu fyrir Harry Potter aðdáendur sem voru í jafnmiklu uppnámi og ég eftir að hafa lesið Blendingsprinsinn í fyrsta sinn, til að hjálpa þeim að skilja og líða betur með leyndardómsfulla “dauða” Dumbledores. Hugsið um þetta sem Blendingsprins-meðferð.

Þó að J.K. sé augljóslega sú eina sem veit fyrir víst, getum við að minnsta kosti huggað okkur við möguleikann að það sé meira í gangi í enda Blendingsprinsins en virðist vera.

Ég held ekki að að finna þessar vísbendingar se óskhyggja. Við vitum að J.K. felur vísvitandi margar vísbendingar í bókunum sínum, manandi lesundur sína til að gera það sem vinir okkar á www.wizardingworld.com kalla “HP-spæjara", afhjúpandi smáatriði leyndardómanna sem hún fléttar af meistaralega inn í uppbyggingu Harry Potter bókanna.

Ef þið þurfið meiri sannfæringu en vísbendingarnar sem J.K. felur í bókunum sínum, líttu á þetta atriði sem tengist ekki dauða Dumbledores, sem notar réttar tilvitnanir úr bókinni eins og við munum gera í gegnum þessa vefsíðu.(blaðsíðunúmer úr BNA útgáfu/UK útgáfu/ísl. útgáfu):

Þetta þýddi að Harry, Ron og Hermione deildu borði með Ernie. Þau völdu borðið sem var næst gylltum potti og upp úr honum steig svo lokkandi ilmur að Harry fannst sem hann hefði aldrei fundið neitt honum líkt. Það minnti hann samtímis á melassaköku, viðarlyktina sem kemur af handfanginu á fljúgandi kústum og og einhvers konar blómailm sem hann þóttist hafa fundið í Hreysinu. (Blendingsprinsinn bls. 183/174/153)

“Ég vænti þess að þú hafir þekkt hann af auðkennandi perlumóðurgljáanum?” “Og gormalaga gufunni,” sagði Hermione áköf, “og hver og einn finnur mismunandi lykt eftir því hverju hann laðast að…” (Blendingsprinsinn bls. 185/176/154)

“Bíddu nú við,” sagði rödd rétt við vinstra eyrað á Harry og hann fann sama daufa ilminn og hann hafði fundið í dýflissunni hjá Slughorn. Hann leit við og sá að Ginny hafði slegist í hópinn. (Blendingsprinsinn bls. 192/182/160)

Þarna, á um það bil níu blaðsíðum, hefur J.K. lagt fram vísbendingar um að Harry sé hrifinn af Ginny og við vitum nú að seinna í bókinni kemst hann að þeirri niðurstöðu.

Á þessari síðu munum við tala um hinar margs konar vísbendingar sem koma fram í Harry Potter og Blendingsprinsinum sem hjálpa okkur að komast í gegnum harmleikinn í enda bókarinnar.

Og með við gerum þetta munum við lýsa yfir ást okkar og aðdáun á Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore og stöndum með Harry í að lýsa yfir að við séum menn Dumbledores(eða konur) og gefumst aldrei upp á honum, og gleymum aldrei hvað hann þýðir fyrir Harry, Hogwarts og okkur.

Eins og Harry minnti okkur svo eftirminnilega á þegar Skrimgur sagði að Dumbledore væri dáinn:
“Slík trúmennska er vitaskuld aðdáunarverð,” sagði Skrimgur, og virtist eiga í mesta basli með að halda aftur af gremjunni., “en Dumbledore er farinn, Harry. Hann er farinn.” “Hann hefur ekki yfirgefið skólann fyrr en hér er enginn sem sýnir honum lengur hollustu.” sagði Harry, og gat ekki að sér gert að brosa.( Blendingsprinsinn bls. 648/604/529)


Vísbendingar um Dumbledore
Eftir David Haber

Þetta eru nokkrar af frábæru vísbendingum sem eru á blaðsíðum bókarinnar Harry Potter og Blendingsprinsinn sem styðja þann möguleika að Dumbledore sé í rauninni ekki látinn, eða að minnsta kosti að Snape drap Dumbledore samkvæmt skipunum Dumbledores og að allt sem gerðist þetta kvöld hafi verið skipulagt af Dumbledore sjálfum.

Ein og sér eru þessar vísbendingar kannski ekki mjög sannfærandi en ef þú setur þær allar saman…
(blaðsíðunúmer úr BNA útgáfu/UK útgáfu/ísl. útgáfu)


1. Stóri hrollur Dumbledores


Harry og Dumbledore eru uppi í turninum undir myrkratákninu. Harry er í huliðsskikkjunni, Dumbledore sagði honum að fara í hana áður en þeir stigu á bak kústunum til að fljúga upp í turninn. Harry heyrir fótatak og lítur aftur fyrir sig en Dumbledore skipar honum með bendingu að hörfa.Harry dregur fram sprotann sinn og Harry hörfar:

Dyrunum var hrundið upp og einhver stökk út og öskraði: “Expelliarmus!” Líkami Harrys varð þegar í stað stífur og hreyfingarlaus og hann fann hvernig hann féll aftur á bak upp að turnveggnum, skorðaður eins og óstöðug stytta, ófær um að tala eða hreyfa sig.( Blendingsprinsinn bls. 584/545/479)

Það er áhugavert að sjá að hlutirnir gerast svo hratt. Jafnvel Harry er ruglaður í stutta stund:

Hann skildi ekki hvernig þetta hafði gerst – Expelliarmus var ekki frystigaldur—Þá sá hann í skininu frá tákninu sprota Dumbledores svífa í boga yfir virkisvegginn og það rann upp fyrir honum ljós… Dumbledore hafði lamað Harry með álögum án orða og andartakið sem það tók hann að leggja á hann álögin hafði kostað hann möguleikann á því að verjast. (Blendingsprinsinn bls.584/545/479)

Af hverju frysti Dumbledore Harry? Harry var nú þegar ósýnilegur árásarmönnunum og ekki í hættu.

Eina skýringin er að Dumbledore vissi nú þegar, hafði skipulagt, að hann myndi deyja þetta kvöld (eða virðast deyja) og hann vildi ekki bara flækja Harry í þetta og hugsanlega slasast, hann þurfti Harry til að hafa vitni, einhvern sem gæti sagt öllum hvað gerðist.

Dumbledore gæti líka hafa lofað Snape að hann myndi sjá um að Harry myndi ekki geta skipt sér af, vitandi um tilfinningar Harrys um Snape og hvað Snape var að fara að gera.

Tilgátan að Dumbledore hafi skipulagt þetta er studd af þeirri staðreynd að hann hafði brugðist svo fljótt við, næstum án þess að hugsa, þegar Draco stökk inn í myndina.

Ályktun Harrys að frystigaldurinn hefði verið framkvæmdur af
Dumbledore var studd af því að galdurinn hætti að verka þegar Dumbledore fór úr turninum tveimur mínútum síðar.


2. Þykjumst öll vera dáin saman [Updated 5/27/07]


Þegar Dumbledore reynir að tala Draco út úr því að drepa hann stingur Dumbledore uppá áhugaverðri leið út fyrir Draco:

“Ég get hjálpað þér, Draco.” “Nei, þú getur það ekki,” sagði Malfoy og höndin sem hélt um sprotann skalf ákaft. “Það getur enginn. Hann sagði mér að gera þetta eða hann myndi drepa mig. Ég hef ekkert val.” “Vertu nú réttu megin, Draco, og við getum falið þig betur en þú getur ímyndað þér.” (Blendingsprinsinn bls. 591/552/485)

Þarna vantar eina setningu í íslensku útgáfuna. Svona er þetta í bresku útgáfunni(Gult er texti sem vantar):

“Ég get hjálpað þér, Draco.” “Nei, þú getur það ekki,” sagði Malfoy og höndin sem hélt um sprotann skalf ákaft. “Það getur enginn. Hann sagði mér að gera þetta eða hann myndi drepa mig. Ég hef ekkert val.” "Hann getur ekki drepið þig ef þú ert nú þegar dáinn. Vertu nú réttu megin, Draco, og við getum falið þig betur en þú getur ímyndað þér." (Blendingsprinsinn bls. 591/552/485)

Dumbledore býðst svo til þess að taka móður hans inn í verndina og jafnvel Lucius þegar hann losnar úr Azkaban.

Þetta er afar áhugavert, ekki satt? Draco tók hann ekki á orðinu, en Dumbledore er að segja að hann geti látið það líta út fyrir sem Draco hafi dáið þegar hann gerði það í rauninni ekki.

Ef við trúum því að Dumbledore sé um það bil að ‘feika’ dauða sinn, hljómar þá ekki það sem hann stingur upp á fyrir Draco, alveg eins og það sem við grunum Dumbledore um að hafa skipulagt handa sjálfum sér? Að minnsta kosti, ef Dumbledore sé að skipuleggja dauða sinn, er hann að gefa í skyn að Draco ætti að fylgja áþekkri, þó ekki eins róttækri, áætlun og hverfa líka.

Þessi vísbending í Blendingsprinsinum er sérstaklega áhugaverð þegar haft er til hliðsjónar annan kaflahluta skrifaðann mun fyrr. Í innganginum að Quidditch Through The Ages, sem var gefin út á milli Eldbikarins og Fönixreglunnar, skrifar J.K. sem Dumbledore:

Hún [frú Pince] leggur til ýmsa möguleika, svo sem að segja fólkinu frá Comic Relief U.K. að bókasafnið hafi brunnið til grunna eða einfaldlega að ég hafi dottið niður dauður án þess að skilja eftir leiðbeiningar. (QttA bls. VIII)

J.K. minnist ekki aðeins á eld í þessum kaflahluta (sjá vísbendingu #9 fyrir neðan), heldur lýsir hún mjög greinilega Dumbledore sjálfum að stinga upp á að nota dauða sinn sem hluta af áætlun. Aftur, nákvæmlega það sem við höldum að Dumbledore hafið gert í enda Blendingsprinsins.

MIKILVÆG AFHJÚPUN!
Texti Sem Vantaði Í Bresku Útgáfuna!

Það vantar texta í bresku útgáfu Blendingsprinsins sem er í bandarísku útgáfunni og sá texti er mjög mikilvægur fyrir þessa vísbendingu.
Svona er textinn í bresku útgáfunni.(svona er þetta líka í íslensku útgáfunni)

“ Hann sagði mér að gera þetta eða hann myndi drepa mig. Ég hef ekkert val.” " Vertu nú réttu megin, Draco, og við getum falið þig betur en þú getur ímyndað þér, ég get sent meðlimi úr Fönixreglunni til móður þinnar í kvöld til að fela hana líka. Faðir þinn er þessa stundina öruggur í Azkaban … þegar þar að kemur, getum við verndað hann líka … komdu nú yfir í rétta liðið, Draco .. þú ert ekki morðingi …” Draco starði á Dumbledore. (Blendingsprinsinn UK útgáfan bls. 552/ ísl. 485)

En þetta er sami textahlutinn úr bandarísku útgáfunni(textann sem vantar í bresku útgáfunni er gulur):

“ Hann sagði mér að gera þetta eða hann myndi drepa mig. Ég hef ekkert val.” "Hann getur ekki drepið þig ef þú ert nú þegar dáinn. Vertu nú réttu megin, Draco, og við getum falið þig betur en þú getur ímyndað þér, ég get sent meðlimi úr Fönixreglunni til móður þinnar í kvöld til að fela hana líka. Það kæmi engum á óvart að þú hafir dáið í tilraun þinni til að drepa mig – fyrirgefðu mér, en Voldemort býst örugglega við því. Það kæmi drápurunum heldur ekki á óvart að við myndum handsama og drepa móður þína – það er það sem þeir sjálfir myndu gera. Faðir þinn er þessa stundina öruggur í Azkaban … þegar þar að kemur, getum við verndað hann líka … komdu nú yfir í rétta liðið, Draco .. þú ert ekki morðingi …” Draco starði á Dumbledore. (Blendingsprinsinn. BNA útgáfan bls. 591)

Báðar úrfellingarnar eru beintengdar, þær eru um að láta Draco líta upp fyrir að Draco hafi dáið, svo það virðist sem úrfellingarnar séu vísvitandi.
Innihélt bókin þessar línur upprunalega en ákvað J.K. kannski að hún hafi farið of langt og gert vísbendinguna of gegnsæja og augljósa? Er það mögulegt að hún hafi ákveðið að sleppa þeim en línurnar hafi samt lent fyrir slysni í bandarísku útgáfunni?

MIKILVÆG AFHJÚPUN: UPPFÆRSLA!

Við höfum komist að því að bandaríska pappírskilju útgáfan af Harry Potter og Blendingsprinsinum inniheldur EKKI aukatextann sem innbundna bókin inniheldur.

Þetta staðfestir ágiskun okkar að þetta hafi verið klippt út úr bresku bókunum en samt endað í bandarísku bókunum. BNA útgáfan (að minnsta kosti pappírskiljurnar) hafa rétta textann.


3. Fawkes reynir ekki að bjarga Dumbledore


Við höfum séð Fawkes bjarga lífi Harrys á síðustu stundu í Leyniklefanum:

Harry skalf og var viðbúinn því að loka augunum ef slangan sneri sér aftur að honum en nú sá hann hvað hafði truflað hana. Fönixinn flögraði í kringum haus slöngunnar og hún glefsaði hamslaus á eftir honum með höggtönnunum sem voru langar og mjóar eins og sverð… Fawkes steypti sér niður og langur, gylltur goggurinn hvarf úr augnsýn. Skyndilega sullaðist dökkt blóð yfir gólfið.(Leyniklefinn Bls. 318/234/259)

Og hann bjargaði Dumbledore líka í Fönixreglunni:

… skaust annað grænt leiftur í átt að Dumbledore úr sprota Voldemorts og snákurinn hjó – Fawkes dýfði sér fyrir framan Dumbledore, galopnaði gogginn og gleypti græna leiftrið eins og það lagði sig. Hann fuðraði upp og féll í gólfið , lítill, krumpaður og fjaðralaus.(Fönixreglan bls. 814/719/700)

Við vitum að Fawkes var nærri turninum þar sem hann kemur eftir “dauða” Dumbledores. Svo, af hverju bjargaði Fawkes ekki Dumbledore í þetta skipti?

Ég held að sú staðreynd að hann gerði það ekki gerir það mögulegt að trúa því að Dumbledore hafi ekki viljað að lífi sínu yrði bjargað og þetta styður kenninguna að það hafi verið ætlun Dumbledores að deyja í turninum þetta kvöld.


4. Hin fljúgandi Avada Kedavra [Uppfært 3/9/06]


Um leið og ég las lýsinguna um hvað gerist nákvæmlega þegar Snape drap Dumbledore fóru viðvörunarljós af stað í höfðinu á mér en ég tók ekki eftir þeim strax. Þetta var í raun allra fyrsta vísbendingin sem gerði mér viðvart um þetta allt.

Í öll hin skiptin sem við höfum séð Avada Kedavra framkvæmda, dettur fórnarlambið einfaldlega dautt niður:

Hann öskraði svo hátt að hann heyrði ekki orðin sem veran í stólnum mælti þegar hún lyfti sprotanum. Grænt ljós leiftraði, það heyrðist hvissandi hljóð og Frank Bryce lyppjaðist niður. Hann var dáinn áður en hann skall í gólfið. (Eldbikarinn bls. 15/19/15)

Einhversstaðar í órafjarlægð fyrir ofan hann heyrði hann kalda, skerandi rödd segja, “ Dreptu hinn.” Þá heyrðist þytur og önnur rödd sem skrækti út í nóttina: “ Avada Kedavra!” Grænt ljósleiftur þrengdi sér í gegnum augnlok Harrys og hann heyrði eitthvað þungt falla til jarðar við hlið sér; kvalirnar í örinu urðu svo óbærilegar að hann kúgaðist en síðan hjaðnaði sársaukinn aftur. Harry ætlaði varla að þora að opna augun af ótta við það sem myndi mæta sjónum hans.Cedric lá endilangur við hlið hans. Hann var dáinn. (Eldbikarinn bls.638/553/479)

Hinsvegar, í Blendingsprinsinum, þeytist Dumbledore á ofsafenginn hátt upp og burt frá turninum þegar Snape notar sömu bölvun á hann:

Snape lyfti sprotanum og beindi honum bent að Dumbledore.”Avada Kedavra!" Greint leiftur skaust úr endanum á sprota Snapes og hæfði Dumbledore beint í hjartað. Hryllingsóp Harrys heyrðist aldrei; þögull og hreyfingarlaus neyddist hann til að horfa á Dumbledore þeytast út í loftið. Eitt andartak virtist hann hanga neðan úr skínandi hauskúpunni, síðan féll hann hægt aftur á bak, eins og stór tuskudúkka, yfir virkisvegginn og úr augnsýn. (Blendingsprinsinn bls. 596/556/488)

Af hverju er þessi beiting Avada Kedavra bölvunarinnar vera svona ólík því sem við höfum séð áður?

Kannski var þessi bölvun svona ólík vegna þess að jafnvel þó að þetta væru orðin sem Snape sagði, framkvæmdi hann ekki drápsbölvunina.

Munið þið allt mikilvægið sem bókin lagði á álög “án orða”? Kannski sagði Snape Avada Kedavra en bölvunin sem hann var raunverulega að hugsa um, sú sem var án orða, var önnur bölvun, sem lét það líta út fyrir sem Dumbledore væri dáinn.

Möguleikinn að Snape hafi sagt eina bölvun en notað aðra án orða væri ekki eins líklegt ef við gætum ekki þekkt bölvunina sem var notuð í raun en við getum það!

Þakkir til Brave Sir Blogger og Lindsay fyrir að vekja athygli mína á þessum kaflahlutum:

Þeir veifuðu sprotunum sínum yfir höfðum sér og beindu þeim hvor að öðrum; Snape æpti: “ Expelliarmus!” Og blindandi rautt leiftur þeytti Lockhart út af sviðinu svo hann skall í vegginn og lak niður á gólf þar sem hann lá og baðaði út öllum öngum. (Leyniklefinn bls. 190/142/157)

Hann tók ákvörðun á svipstundu. Áður en Snape náði að stíga í áttina að honum lyfti hann sprotanum. “Expelliarmus!” hrópaði hann – en rödd hans var ekki sú eina sem hljómaði. Nú glumdi við mikil sprenging svo að hurðin skrölti á hjörunum; Snape tókst á loft og skall á veggnum. Hann lyppjaðist niður á gólfið og blóðið seytlaði úr sári við hársvörðinn. Hann var steinrotaður. (Fanginn frá Azkaban bls. 361/265/251)

Í þessum dæmum úr Leyniklefanum og Fanganum frá Azkaban nota mismunandi galdramenn Expelliarmus þuluna og árangrinum er lýst næstum því alveg eins, fórnarlambinu er þeytt upp og afturábak á ofsafenginn hátt. Það vill líka svo til að þetta er líkt því sem lýst er þegar ráðist er á Dumbledore í turninum.

Þannig að jafnvel þó Snape sagði Avada Kedavra sýna sönnunargögnin úr bókunum að álögin sem hann framkvæmdi án orða var Expelliarmus!

Jafnvel titillinn á kaflanum sem þetta gerist allt í er grunsamlegur, “Turn lostinn eldingu”. Jafnvel þó að þetta sé nafnið á óheillavænlega tarot spilinu sem Trelawney hefur áhyggjur af í kafla 25, er það mögulegt að J.K. hafi verið að gefa í skyn að álögin voru ekki Avada Kedavra heldur einhverskonar álög með eldingaráhrif?

En það er önnur vísbending sem bendir til þess að flug Dumbledores fram af turninum hafi verið fyrirfram ákveðið kænskubragð á milli hans sjálfs og Snapes.

Í kafla nítján, þegar Harry skipar Kreacher og Dobby að elta Malfoy til að komast að hvað hann var að gera, svarar Dobby:

“Já, Harry Potter!” sagði Dobby strax og stór augun gljáðu af spenningi. “Og ef Dobby fer rangt að, mun Dobby fleygja sér ofan af hæsta turninum, Harry Potter!” (Blendingsprinsinn bls. 422/395/344)

Veitið því athygli að Dobby segir “fleygja sér”, ekki einhvað eins og “þú mátt fleygja mér”.Ennfremur, Dobby minnist sérstaklega á “hæsta turninn”, nákvæmlega staðurinn þar sem dauði Dumbledore á sér stað á sama hátt.

Jafnvel þó Dobby komi víða við og heyrir líklega mikið af hlutum sem hann ætti ekki að heyra í kastalanum, erum við ekki að gefa í skyn að Dumbledore yrði svo auðveldlega á í messunni og leyfa Dobby að vita af svo leynilegri áætlun.

En það sem við erum að gefa í skyn er að J.K. sé ekki hafin yfir að nota einhvað sem Dobby segir til að setja fram vísbendingu sem segir að seinna í sögunni verður það sjálfur Dumbledore sem skipulagði allan dauða skrípaleikinn og orsakaði, eða útsetti fyrir sig, að vera fleygt fram af hæsta stjörnufræði turninum.


5. Ekki beina þessu að mér nema þú meinir það


J.K. hefur sagt okkur nokkrum sinnum í gegnum Harry Potter bækurnar að Avada Kedavra er ekki bölvun sem þú getur notað léttilega.

Í Eldbikarnum segir plat Illaauga VGMÖ bekknum sínum:

“Að baki Avada Kedavra bölvuninni búa öflugir galdrar. Þið gætuð öll tekið fram sprotanna ykkar, beint þeim að mér og sagt þessi orð og ég fengi í mesta lagi blóðnasir.” (Eldbikarinn bls. 217/192/163)

Og í Fönixreglunni lærum við meira um Avada Kedavra þegar Harry reynir að bölva Bellatrix:

Hatrið sem svall upp í Harry var ólíkt öllu sem hann hafði fundið til áður. Hann kastaði sér frm undan gosbrunninum og æpti: “Crucio!” Bellatrix öskraði. Álögin höfðu skellt henni í gólfið en hún engdist hvorki um né veinaði af sársauka eins og Neville hafði gert – hún stóð strax aftur á fætur… “ Þú hefur aldrei notað neina af ófyrirgefanlegu bölvununum áður, er það, strákur?” hrópaði hún. “Þú verður að meina þær, Harry! Þú verður virkilega að vilja valda sársauka – að njóta þess…" (Fönixreglan bls. 810/715/696)

Ef Snape var virkilega að vinna fyrir Dumbledore til að láta það líta út fyrir að Snape hafði drepið hann, jafnvel þó hann hefði notað alvöru Avada Kedavra, ef hann hefði ekki meint hana, ekki viljað drepa Dumbledore, er þá ekki möguleiki á að bölvunin dræpi ekki Dumbledore heldur særði hann illa?


6. Harmakvein Fawkes


Strax eftir morðið á Dumbledore segir Harry öllum, í sjúkraálmunni, að Snape gerði það. Hann hættir, yfirkominn af tilfinningum, og þá gerist svolítið mjög mikilvægt:

Fröken Pomfrey brast í grát. Enginn veitti henni athygli nema Ginny sem hvíslaði: “Uss! Hlustaðu!”(Blendingsprinsinn bls. 614/573/503)

Þau voru öll þarna, Ron og foreldrar hans, Hermione, Lupin, Tonks. Þó er það fröken Pomfrey sem J.K. segir okkur að hafi verið slegin af þessari atburðarás. Höldum áfram:

Fröken Pomfrey saup hveljur og greip fyrir munninn á sér, opineygð. Einhversstaðar úti í myrkrinu söng fönixinn og Harry hafði aldrei heyrt neitt þessu líkt: Skelfilega fagurt, harmþrungið sorgarljóð. (Blendingsprinsinn bls. 614/573/503)

J.K. eyðir annarri efnisgrein í að lýsa hvernig söngur fönixins endurspeglar sorg þeirra en minnist á meðan á:

Harry fann; eins og hann hafði áður fundið þegar hann heyrði söng fönixins, að tónlistin var innra með honum, hún kom ekki að utan… Hann vissi ekki hve lengi þau stóðu þarna öll og hlustuðu eða hvers vegna það virtist lina sársaukann örlítið að hlusta… (Blendingsprinsinn bls. 615/573/503)

Og síðan kemur McGonagall inn, breytir um umræðuefni og söngurinn gleymist.

Mörgum mínútum síðar, eftir að hafa sagt frá atburðum kvöldsins, minnist J.K. á að Fawkes er enn að:

Það sló þögn á hópinn. Harmakvein fönixins bergmáluðu út yfir myrkvaðar flatirnar.(Blendingsprinsinn bls. 621/579/508)

…En hugsanir Harrys beinast strax að öðrum hlutum, eins og að velta fyrir sér hvar lík Dumbledores sé.

Enn fleiri mínútum síðar, þegar fundurinn skilur að skiptum og Harry e rað elta McGonagall upp í það sem er nú skrifstofa hennar, skýtur J.K. inn í:

Gangurinn fyrir framan álmunna var auður og eina hljóðið var fjarlægur söngur fönixins.(Blendingsprinsinn bls 625/583/511)

Hvað sem hann var að gera var Fawkes að vinna hart að því og ekki á því að gefast upp. Samt eigum við að trúa, eins og nafnið á kaflanum gefur í skyn, “Harmakvein fönixins”, að þetta sé bara gæludýr Dumbledores að endurspegla harm allra?

Gleymum við svo auðveldlega að fönixtár hafa kraftmikinn lækningamátt?

Svo um munar, er það græðarinn, fröken Pomfrey, sem brynnir músum yfir song fönixins. Hún þekkir líka lækningamátt fönixins. Hún sýpur hveljur, opineygð. Hún sér að einhvað sérstakt er í gangi.

Þar að auki fer J.K. óþarflega langt til að benda á lækningamátt söngsins, Harry finnur fyrir honum innan frá, eins og síðast þegar hann var læknaður af einum og það mikilvægasta, hann linar sársaukann!

Úr þessum kaflahlutum virðist sem J.K. vilji að við vitum að Fawkes sé að lækna einhvern eða einhvað!

Kannski Fawkes sé ekki nógu kraftmikill til að lækna einhvern sem hefur orðið fyrir Avada Kedavra en hvað ef Dumbledore hafi ekki verið hæfður af Avada Kedavra heldur bara hálfri bölvun eða galdri sem lætur hann virðast dáinn( eins og útskýrt var í vísbendingunum hér fyrir ofan)?


7. Einhver séð sprotann hans Dumbledores nýlega?


Í byrjuninni á stóra atriðinu á milli Draco, Dumbledores og Snape er einn fyrsti hluturinn sem gerist sá að Dumbledore missir sprotann sinn:

Dyrunum var hrundið upp og einhver stökk út og öskraði: “Expelliarmus!”
Þá sá hann í skininu frá tákninu sprota Dumbledores svífa í boga yfir virkisvegginn… (Blendingsprinsinn bls. 584/545/479)


En hvar er sprotinn hans núna?

Við vitum að sproti galdramanns er mjög mikilvægur fyrir hann og sproti sem var í eigu jafnöflugs galdramanns og Dumbledore væri mjög mikilvægur hlutur, einhvað sem þú myndir ekki vilja sjá falla í rangar hendur.

Þessi vísbending myndi kannski ekki þýða jafnmikið fyrir okkur ef við vissum ekki um siði galdramanna í þessum tilvikum, en við gerum það!

Fimm köflum áður, þegar Harry og Slughorn eru að hugga Hagrid, syngja Hagrid og Sluggy lag um galdramann sem hét Odo, og Sluggy söng þessar línur:

Hetjuna Odo þeir báru svo heim,
hann bjó þar sem lítill drengur.
Hatt hans á röngunni í gröfina þeim
hugnaðist að leggja í hans hendur.
og sorglegt var það, að einnig var sprotinn
settur í gröfina með honum, brotinn. (Blendingsprinsinn bls. 488/456/400)


En hvað sem okkur varðar brutu þeir ekki sprota Dumbledores. Eftir atriðið í turninum er einfaldlega aldrei minnst á sprota Dumbledores aftur.

Er mögulegt að sproti Dumbledores sé horfinn af því að Dumbledore hefur hann ennþá, þarf hann ennþá, af því að hann er ekki dáinn?
Eða ef hann er dáinn, var áætlunin svo vel útfærð að sproti Dumbledores yrði falinn einhversstaðar til að halda honum frá drápurunum, en koma þeirra var yfirvofandi?


8. Ekkert lík, enginn glæpur


Síðasta skiptið sem við sjáum í raun lík Dumbledores er þegar Harry krýpur yfir því stuttu eftir að hann hefur verið myrtur af Snape daginn áður.

Nú, við sjáum Hagrid bera lík Dumbledores í jarðarför hans, en það er hulið:

Hagrid gekk hægum skrefum eftir ganginum á milli stólanna. Hann grét hljóðlega, andlit hans glansaði af tárum og í fanginu sá Harry að hann bar líkama Dumbledores sem vafinn hafði verið í purpuralitt stjörnuskreytt flauel. (Blendingsprinsinn bls. 643/599/524-525)

Við sjáum í rauninni aldrei lík Dumbledores í jarðarförinni. Hvernig vitum við að það var yfirleitt þarna?


9. Viðvörun: Dumbledore er eldfimur


Partur af jarðarförinni var að eldur kviknaði í kringum lík Dumbledores og þegar hann slokknar er lík hans umlukið í hvítri marmaragrafhvelfingu.
Aftur, við sjáum lík hans hvorki fyrir né eftir eldinn.

En það sem mikilvægara er, enginn kveikir eldinn, hann birtist bara af sjálfum sér. Líkami sem kviknar í að sjálfsdáðum. Hljómar það eins og einhver sem við þekkjum?

Við höfum séð Fawkes gera það þó nokkrum sinnum í gegnum bókaflokkinn og þú veist hvað kemur fyrir Fawkes í hvert skipti sem það gerist.

Fyrr í bókinni sjáum við Dumbledore nokkrum sinnum nota eld, mikilvægt hlið á merki fönixins. Þegar hann hittir Tom Riddle(Trevor Delgome) first á munaðarleysingjahælinu, kveikir hann í fataskápnum hans Toms.
Og hann kallar fram eld til að vernda sjálfan sig og Harry frá uppvakningunum í hellinum.

Og eftir allt þetta, ef við skyldum ekki hafa náð óbeinu tilvísuninni, minnir J.K. okkur á til öryggis:

Hvítur reykur hringaðist upp í loftið og tók á sig undarlegar myndir: Harry sýndist, eitt lamandi augnablik, fönixinn fljúga glaðlega upp í himininn, en í næstu andrá var eldurinn horfinn.(Blendingsprinsinn bls. 645/601/ 526-527)


Allar þessar vísbendingar virðast benda til þess að ef Dumbledore hafi dáið í alvörunni hefur hann kraftinn til að endurfæðast úr öskum dauða síns, annaðhvort undir sínum eigin krafti eða með hjálp lækningamátts Fawkes.

Þar að auki, jafnvel þó að lík Dumbledores hafi verið þarna þegar eldurinn átti sér stað, vitum við að það þýðir ekkert fyrir galdramann!

Á miðöldum óttuðust menn, sem ekki bjuggu yfir galdragáfu(betur þekktir undir nafninu Muggar), galdra en áttu samt afar erfitt með að átta sig á þeim. Þá sjaldan að Muggarnir handsömuðu raunverulegan galdramann eða norn komu galdrabrennur ekki að neinu haldi. Galdramaurinn eða nornin framkvæmdi þá einfaldan frystilogagaldur og gaf síðan frá sér ægileg kvalavein þótt hann eða hún fyndi aðeins fyrir þægilegu kitli. (Fanginn frá Azkaban bls. 2/7/5-6)

Hvern héldu þau að þau væru að blekkja í jarðarförinni?


Vísbendingar um Snape
eftir David Haber

Þetta eru vísbendingarnar sem eru á blaðsíðum Harry Potter og Blendingsprinsinn sem styðja möguleikann að Snape sé ekki Drápari, sé ennþá traustur Dumbledore og í gegnum bókina sé Snape að vinna á skipunum Dumbledores.

Þar sem að bókin er nánast um Snape (titillinn er Harry Potter og Blendingsprinsinn, sem við nú vitum að er það sama og að segja Harry Potter og Snape)getum við ekki mögulega bent á öll þau atriði sem tengjast ráðgátunni um Snape. En hér eru nokkur sem stóðu upp úr að mínu mati.

(blaðsíðunúmer úr BNA útgáfu/UK útgáfu/ísl. útgáfu)


1. Snape Lýgur Að Narcissu Og Bellatrix… Tvisvar


Á meðan að á fundinum stendur á milli Snape, Narcissu og Bellatrix í kafla 2, reynir Snape að útskýra fyrir þeim af hverju hann drap Harry ekki þegar hann hefur haft næg tækifæri í gegnum árin:

“Mér varð auðvitað fljótlega ljóst að hann bjó ekki yfir neinum sérstökum hæfileikum. Hann hefur nokkrum sinnum komist í hann krappan en með einskærri heppni og hæfileikaríkri vinum hefur hann alltaf sloppið naumlega. Hann er meðalmennskan uppmáluð…” (Blendingsprinsinn bls. 31/36/30)

En við vitum að Snape veit að þetta er lygi. Við vitum að Snape veit að Harry er mjög máttugur galdramaður.
Við vitum að hann veit að Harry er slönguhvíslari. Við vitum að hann veit að Harry gat kallað fram verndara í föstu formi þegar hann vara bara 13 ára. Við vitum að hann veit að Harry hefur fimm sinnum boðið Voldemort birginn og sigrað í hvert skipti!

En ekki einu sinni heilli blaðsíðu seinna, grætur Narcissa til Snapes að hún vilji segja honum einhvað en Voldemort hefur bannað henni að tala um það. Snape svarar strax að hún ætti að fylgja fyrirmælum Voldemorts, og Bellatrix tekur undir það. En Snape virðist bagaður út af samtalinu:

En Snape hafði staðið á fætur og stikað að litla glugganum, gægst á milli gluggatjaldanna út á eyðilagt strætið og dregið þau saman með rykk. Hann sneri sér að Narcissu, yggldur á brún. (Blendingsprinsinn bls. 32/37/31)

Hvað gerðist sem lét hann allt í einu rykkja gluggjatjöldunum aftur og snúa sér að konunni, ygglur á brún? Hefur hann fengið opinberun?

Það er ekki fyrr en á þessum tímapunkti sem hann segir þeim að hann viti nú þegar um áætlunina, að Voldemort hafi þegar sagt honum frá henni. Hann lýgur aftur!

Ef hann vissi af áætluninni, af hverju myndi hann hafa tekið þá stöðu, nokkrum augnablikum áður, að hún ætti að fylgja lögum Voldemorts og tala ekki um hana?

Við vitum að Snape er máttugur hugsælir, við komumst að því í hughrindingartímum Harry og Snapes í Fönixreglunni. Bara til öryggis, ef við hefðum gleymt hugsælninni, minntist J.K. á hana nokkrum blaðsíðum áður. Bellatrix efast um traust Voldemort á Snape og Snape tekur fram í fyrir henni:

"Heldurðu að hann hafi rangt fyrir sér? Eða að mér hafi einhvern veginn tekist að blekkja hann? Blekkja hinn myrka herra, mesta galdramann og hæfasta hugsæli sem fæðst hefur á þessari jörð?" (Blendingsprinsinn 26/31/25)

Þar sem Narcissa var við það að segja Snape frá öllu, hefur verkefni Dracos verið ofarlega í huga Narcissu, og í hljóða augnablikinu við gluggann, sá Snape það í huga hennar. Hann lýgur svo að þeim að hann vissi nú þegar af áætluninni til að öðlast traust þeirra.

Svo að á sama tíma og Snape era ð reyna að sannfæra ‘Cissu og Bellu’ að hann sé verðugur trausts Voldemorts, sjáum við hann ljúga að þeim nokkrum sinnum. Það getur bara þýtt að Snape sé ekki eins hliðhollur Voldemort og hann vill að Narcissa og Bellatrix(og við!) höldum.


2. Það Sem Hagrid Heyrði


Harry talar við Hagrid eftir eitrun Rons og Hagrid missir það út úr sér að hann heyrði dálítið sem hann hefiði ekki átt að heyra:

Ég var að koma út úr skóginum í fyrrakvöld og ég heyrði þá út undan mér tala saman – eða, rífast… Sko – ég heyrði bara Snape segja að Dumbledore gengi út frá of mörgu sem vísu og kannski vildi hann – Snape – ekki gera þetta lengur… Dumbledore sagði honum hreint út að hann hefði fallist á að gera það og það eitt skiptir máli." (Blendingsprinsinn bls. 405/380/331-332)

Þessi vísbending segir okkur mjög augljóslega að Snape fylgir fyrirmælum Dumbledores, þó við sjáum að hvað sem Snape hefur lofað að gera fyrir Dumbledore er erfitt eða óþægilegt.

Við vitum líka að Dumbledore hefur áætlun, sem varðar Snape, og Dumbledore er viss um að Snape hefur samþykkt að fylgja henni.


3. Enginn VGMÖ Kennari Hefur Enst Lengur En Eitt Ár


Á hverju ári sem hefur verið skrifað um í Harry Potter bókunum hefur Hogwarts aldrei haft sama Varnir Gegn Myrku Öflunum kennara.

Þau grínuðust meira að segja með það í byrjun fimmtu bókarinnar, þegar krakkarnir eru að skoða bókalistann fyrir árið, og þau velta fyrir sér hver setti fyrir Slinkhard bókina, þar sem það þýddi að Dumbledore væri kominn með nýjan VGMÖ kennara.

Fred sagði Harry … “Dumbledore var í vandræðum að finna einhvern í stöðuna þetta árið.” “Það er ekki skrýtið þegar þið pælið í því hvað kom fyrir síðustu fjóra kennara!” sagði George. “Einn rekinn, annar dáinn, sá þriðji missti minnið og sá fjórði var læstur niðri í kofforti í níu mánuði,” sagði Harry og taldi á fingrum sér. “Já, ég skil hvað þú meinar.” (Fönixreglan bls. 161/146/140)

Og í Blendingsprinsinum tala Harry, Ron og Hermione um þetta aftur þegar þau komast að því að Snape verði VGMÖ kennarinn þetta árið:

“Jæja, það er eitt jákvætt við þetta,” sagði hann [Harry] grimmdarlega. “Snape verður farinn áður en árið er liðið.” “Hvað áttu við?” spurði Ron. “Þetta starf er undir álögum. Enginn hefur enst í því meira en ár… Quirrell dó meira að segja á meðan hann var í því.” (Blendingsprinsinn bls. 167/159/138)

Kaldhæðnislega, kemur í ljós, að Harry hafði bókstaflega rétt fyrir sér. Þegar Tom Riddle sneri aftur eftir tíu ára fjarveru til að biðja aftur um kennarastöðu í Hogwarts. Dumbledore neitaði honum og þegar Harry spurði hann út í þetta gaf Dumbledore okkur mikilvæga innsýn í VGMÖ ástandið í Hogwarts:

“Var hann aftur að sækjast eftir starfinu við varnir gegn myrku öflunum, herra? Hann sagði ekki…””Ó, hann vildi áreiðanlega fá starfið við varnir gegn myrku öflunum,” sagði Dumbledore. “Eftirköstin af litla fundinum okkar sönnuðu það. Sjáðu til, við höfum aldrei getað haldið kennara í vörnum gegn myrku öflunum lengur en eitt ár frá því að ég neitaði Voldemort um stöðuna.” (Blendingsprinsinn bls. 446/418/366)

Svo, Dumbledore sjálfur viðurkennir að hann viti að Voldemort lagði bölvun á VGMÖ starfið. Þetta þýðir að hann vissi um bölvunina þegar hann réð Snape fyrr um árið.

En hann ætlaðist aldrei til að Snape yrði lengur en ár í stöðunni til að byrja með, Þar sem áætlun hans um að Snape dræpi hann og flýja í enda ársins hlýtur að hafa verið þegar komin á laggirnar.


4. Ekki Dæma Bók Eftir Kápunni

Þegar Snape kemur inn á baðherbergið eftir að Vala væluskjóða gerði honum viðvart, veit hann strax að Sectumsempra var bölvunin sem var notuð á Draco, vegan þess að hann byrjar strax að lækna hann með réttu þulunni til að lækna sárin. Svo fer hann með Draco í sjúkraálmuna og skipar Harry að bíða.

Þegar Snape kemur aftur spyr hann Harry hvar hann lærði bölvunina og Harry segist hafa séð hana í bók á bókasafninu. Snape notar hugsælnina aftur:

"Lygari,” sagði Snape. Harry varð þurr í hálsinum. Hann vissi hvað Snape ætlaði að gera og að hann gæti ekkert gert til að koma í veg fyrir það… Baðherbergið dansaði fyrir augum hans. Hann reyndi eftir fremsta megni að loka fyrir alla hugsun, en eintal Blendingsprinsins af Töfradrykkjagerð fyrir lengra komna vokti í móðu efst í huga hans. (Blendingsprinsinn bls. 524/490/430)

Þá heimtar Snape að Harry komi með bækurnar sínar, Harry tekur smá krók á sig of felur bókina í Þarfaherberginu og lætur Snape fá eintak Rons í staðinn.

Snape hlýtur að vita að Harry sé að reyna að plata hann, hann veit að Harry hefur bókina, hann sá það í huga hans. En í staðinn fyrir að reka á eftir honum gefur Snape honum bara 12 eftirsetur.

Af hverju myndi Snape gera þetta ef hann væri ekki ennþá að vinna fyrir Dumbledore? Hann missti stjórn á sér þegar hann krafðist að fá bókina, en jafnvel þó Harry lýgur að honum, man Snape með hverjum hann stendur og lætur hann í friði.


5. Severus… Ég Bið Þig…


Ef þú trúir að Snape sé að fylgja skipunum Dumbledores þegar hann drepur hann ( eða mögulega lætur bara líta út fyrir að hann drepi hann, þó að hann sé mjög líklega að meiða hann) þá taka hegðun Snapes og lokaorð Dumbledores upp allt aðra merkingu:

…einhver annar nefndi nafn Snapes í hálfum hljóðum. “Severus…” Hljómurinn í röddinni hræddi Harry meira en allt annað sem hann hafði orðið vitni að um kvöldið. Þetta var í fyrsta sinn sem greina mátti sárbeiðni í rödd Dumbledores. Snape mælti ekki orð frá vörum en gekk fram og ýtti Draco harkalega úr vegi. … Snape starði augnablik á Dumbledore og viðbjóðurinn og hatrið skein úr hvössum andlitsdráttunum. “Severus … ég bið þig …” (Blendingsprinsinn bls. 595/556/488)

Í þessum kaflahluta á lesandinn að halda að Snape hati Dumbledore og finni fyrir viðbjóði í garð hans.

En til að hjálpa okkur að skilja réttu meiningu haturs og viðbjóðs Snapes, notar J.K. næstum nákvæmlega sömu orð einum kafla áður:

"Þú … þú getur ekki hætt, professor,” sagði Harry. “Þú verður að halda áfram að drekka, manstu? Þú sagðir mér að þú yrðir að halda áfram að drekka. Hérna …” Harry hafði óbeit á sjálfum sér og það vakti með honum viðbjóð að neyða bikarinn aftur að vörum Dumbledores … (Blendingsprinsinn bls. 571/534/468)

Jafnvel þó að Snape var ætlað að drepa Dumbledore á skipunum Dumbledores hlýtur það að hafa verið mjög tilfinningaríkt og erfitt fyrir Snape, nákvæmlega eins og það var fyrir Harry að láta Dumbledore drekka eitrið.

Viðbjóðstilfinningin á andliti Snapes var ekki í garð Dumbledores heldur vegna verksins sem vissi að hann varð að framkvæma. Hatrið var ekki í garð Dumbledores heldur vegna þess sem Dumbledore er að láta hann gera.

Og þegar Dumbledore sagði, “Severus … ég bið þig …” var hann ekki að biðja “ég bið þig ekki drepa mig”. Það sem hann var í rauninni að segja var, “Severus … ég bið þig, dreptu mig, eins og þú lofaðir.”

Fyrir löngu síðan, í enda fyrstu bókarinnar, þegar Dumbledore segir Harry að Flamel mun deyja nú þegar viskusteinninn væri horfinn, útskýrir Dumbledore:

“Þú ert svo ungur að þér finnst það sjálfsagt ótrúlegt en fyrir Nicolas og Pernelle verður þetta eins og að fara að sofa eftir mjög, mjög langan dag Þegar allt kemur til alls er dauðinn ekkert annað en stórkostlegt ævintýri – fyrir þá sem hafa rétta hugarfarið.” (Viskusteinninn bls. 297/215/253)

Hljómar þetta eins og einhver sem myndi sárbæna til að bjarga sjálfum sér?


Ósvaraðar spurningar um Dumbledore
eftir David Haber

Þetta eru liðirnir í Harry Potter og Blendingsprinsinn sem tengjast annað hvort ráðgátunni um Dumbledore eða ráðgátunni um Snape, en þær hafa glufur og óleystar upplýsingar og við erum ekki viss um þær og erum enn að skoða þær …

(blaðsíðunúmer úr BNA útgáfu/UK útgáfu/ísl. útgáfu)


1. Ef Snape Uppfyllti Ekki Órjúfanlega Heitið, Af Hverju Er Hann Ekki Dáinn?


Það eru þrjár ósvaraðar hliðar við þessari spurningu.

Í fyrsta lagi, hafa órjúfanleg heiti tímafrest? Það er ólíklegt að þau geri það af því að þá þyrfti það að vera sagt þegar heitið var gefið, sem var ekki gert í tilfelli Narcissu og Snape.

En ef þau hafa ekki tímafrest, þá er dálítið erfitt að framfylgja þeim, ekki satt?

“Hey! Þú uppfylltir ekki heitið þitt! ” “Nei bíddu! Ég hef bara ekki komist til þess, þú getur ekki drepið mig strax!”

Í öðru lagi, ef þú endurlest kafla 2 aftur þá sérðu að nákvæm smáatriði eru aldrei sögð upphátt í þessum kafla. Við komumst bara að þeim seinna.

Ef nákvæmt eðli þess sem Snape átti að lofa að gera er ekki sagt upphátt, en er mögulega bara skilningur á milli aðilanna, hvaða heiti er hann skyldugur að fylgja? Getur hann verið skyldugur heiti sem var ekki skirt tilgreint? Horfi ég á of marga lögfræðiþætti í sjónvarpinu?

Eitt af meginverkefnum Dracos var að laga hvarfskápinn svo að hann gæti laumað Dráparafélögum sínum inn í Hogwarts. Kannski er það það sem Snape lofaði að hjálpa honum með. Ef svo er, þar sem að Draco tókst það, er Snape laus mála.

Í þriðja lagi, þessi ósvaraða spurning er byggð á ályktuninni að Dumbledore sé ekki dáinn, svo að Snape drap hann ekki, svo að hann uppfyllti ekki heitið.

En hvað ef manneskjan sem þú gerðir heitið með heldur að þú hafir uppfyllt það? Heimurinn, þar á meðal Narcissa og Bellatrix(og þú, mögulega, þar til þú lest þessa síðu :-) heldur að Dumbledore sé dáinn. Uppfyllir það heiti Snapes?

Þessi er mögulega ósvaranleg þangað til við finnum fleiri vísbendingar grafnar annarsstaðar í bókinni eða kannski fáum við ekki að vita það fyrr en í bók 7.


2. Þýðir Málverkið Af Dumbledore Ekki Að Hann Sé Dáinn?


Er einhversstaðar tekið fram í Harry Potter bókunum að þú þurfir að vera dáinn til að vera á veggnum í skrifsstofu skólameistarans? Ég get ekki sanna þetta en ég held að það sé líklegra að eina skilyrðið sé að vera fyrrverandi skólameistari og það vill bara svo til að allir skólameistararnir á undan Dumledore hafi verið dánir.

Í bókinni segir:

Og nýtt málverk hafði bæst í raðir hinna föllnu skólastjóra Hogwarts … Dumbledore blundaði í gullnum ramma yfir skrifborðinu með hálfmánalöguð gleraugun á bognu nefinu og yfir honum var værð og friðsæld. (Blendingsprinsinn bls. 626/584/512)

Já, við sjáum að Dumbledore hefur bæst í raðir henna föllnu skólameistara. En það þýðir ekki að hann sé dáinn. Það þýðir bara að allir hinir væru dánir.


2a. Ef Dumbledore Er Lifandi, Hvar Er Málverkið Af Umbridge?


Svo, þið gætuð sagt að fyrst að öll málverkin eru ekki endilega dáin, hvar er þá málverkið af Dolores Jane Umbridge? Hún var skólastýra um stundarsakir á síðasta ári.

Í fyrsta lagi, vitum við ekki að það sé ekki málverk af Umbridge. Það hefur aldrei verið minnst á það en það hefur aldrei verið sagt að það sé ekki málverk heldur.

En, hafa sumir sagt, dauði skólameistara hlýtur að vera það sem hrindur af stað sköpun nýs málverks.

Því miður vitum við ekki nóg um þetta. Til dæmis er það mögulegt að þú hafir þurft að vinna í skrifsstofunni til að til að vera heiðraður þar. Það myndi körtukonan verða útundan þar sem hún var lokuð út úr skrifstofunni í embættistíð sinni.

Það er auðvitað möguleiki á að Umbridge hafi verið svo hötuð að hin málverkin tóku saman höndum og sendu málverkið af henni í skáp einhversstaðar…


3. Sá Góði, Sá Vondi Og Sá Ljóti


Og talandi um Umbridge…

Allir sem eru einhverjir í galdraheiminum kom í jarðarför Dumbledores, þar á meðal Dolores! Kom það ykkur ekki á óvart að sjá hana þar?

Hún gæti hafa verið þarna til að sýna virðingu, en við vitum að hún myndi ekki meina það, og hún hlýtur að vera mjög lágt niðri í framastiga Ráðuneytisins. Hvern var hún að reyna að hrífa með þessu?

Ég held að það sé mun líklegra að koma því í kring að hún yrði þarna sem vitni. Ef að planið var að láta heiminn halda að Dumbledore væri dáinn, væri það nokkuð sannfærandi sönnun fyrir Dumbledore hataranna, sem Umbridge stendur fyrir, að hafa körtukonuna í jarðarförinni til að sjá að hann sé í “raun” dáinn.


4. Drykkur Hins Lifandi Dauða


Töfradrykkir koma mikið fram í gegnum Blendingsprinsinn. Í kafla níu sýnir Prófessor Slughorn fjóra tilbúna drykki í fyrsta töfradrykkjatímanum, þrír af þeim tengjast sögunni mikið.

Þeir eru Veritaserum(sannleiksdrykkur), Ummyndunardrykkur, sem við komumst að seinna að Crabbe og Goyle nota til að dulbúast sem stelpur á meðan þeir fylgast með fyrir Draco, Ástaræði(Ástardrykkur Duh!), sem Ron innbyrðir óvart úr nammi sem var ætlað Harry, og Felix Felicis, sem hjálpar meðlimum Varnarliðs Dumbledores seinna á hápunkti sögunnar.

Þá, í sömu kennslustund, býr Harry til, með hjálp Blendingsprinsins, fullkominn Drykk hins Lifandi Dauða, sem var kynntur fyrir okkur fyrir löngu í fyrstu kennslustund Snapes í fyrstu bókinni. Að er áhugavert að sjá að, næstum því í sama andardrætti, nefnir hann líka bezóar sem gegnir áberandi hlutverk í Blendingsprinsinum, og líka úlfasmára sem hjálpar Lupin seinna í Fanganum frá Azkaban:

"Bara svo þú vitir það, Harry, ef asfódelrót og malurt er blandað saman verður úr svo sterkt svefnlyf að það er kallað Drykkur hins lyfandi dauða. Bezóar er stein úr maga geitar sem verndar gegn flestu eitri. Hvað venusvagn og bláhjálmi viðkemur eru þær ein og sama jurtin…”(Viskusteinninn bls. 138/103/120)

Bláhjálmur = Úlfasmári.

Sumir aðdáendur íhuga að fimmti drykkurinn í þessu atriði sé mikilvægur líka, að Dumbledore hafi notað Drykk hins Lifandi Dauða til að ‘feika’ dauða sinn á einhvern hátt þessa nótt uppi á turninum. Þó að þessi kenning sé möguleg þá er ekki mminnst á þennan drykk neitt nema þetta eina skipti í kafla 9 og hefur þar með ekki fleiri sönnunargögn til að styðja þessa kenningu.

Aðrir aðdáendur íhuga að hvað sem Dumbledore drakk í hellinum til að komast að nistinu/helkrossinum sé annaðhvort eða tengist Drykk hins Lifandi Dauða. Það er líka mögulegt. Við verðum bara að bíða eftir bók 7.


5. Vill Alvöru Dumbledore Vinsamlegast Standa Upp?


Önnur kenning sem sumir aðdáendur hafa sett fram tengist vísbendingu sem tengist þankalaug Dumbledores.

Þegar við sjáum þankalaugina í fyrsta skipti í Eldbikarnum sýnir Dumbledore Harry hvernig minningar eru settar í hana:

Dumbledore dró sprotann sinn ú innri vasa á skikkjunni og lagði endann á honum í grátt hárið á sér nálægt gagnauganu. Þegar hann tók sprotann aftur frá virtist hár loða við hann – en þá sá Harry að þetta var í raun glitrandi þráður úr sama undarlega efninu og fyllti þankalaugina. Dumbledore lagði þessa nýju hugsun í laugina og Harry sá sér til undrunar sitt eigið andlit synda um á yfirborði efnisins. (Eldbikarinn bls. 597/519/450)

Við sáum það líka í Fönixreglunni:

Snape dró sprotann sinn upp úr vasanum innan á skikkjunni sinni og Harry stífanaði upp, en Snape hóf sprotann bara að gagnauga sínu og lét endann nema við fitugar hársræturnar. Þegar hann lyfti honum aftur loddi við hann silfrað efni sem tognaði milli gagnaugans og sprotans eins og voð af köngulóarvef sem slitnaði þegar hann færði sprotann fjær sér og fell mjúklega í þankalaugina þar sem það snerist í hringi silfurhvítt, einhvers staðar á milli þess að vera lofttegund og vökvi. (Fönixreglan bls. 533/471/460)

Bæði næstum því alveg eins lýsingar á tveimur mismunandi mönnum að setja minningu frá sér í þankalaugina.

En lítið nú á þetta úr Blendingsprinsinum:

"…ég er með tvær minningar að lokum sem mig langar til að deila með þér.” Dumbledore benti á litlu kristalsflöskurnar tvær sem glampaði á við hliðina á þankalauginni (Blendingsprinsinn bls. 430/402/352)

"Og snúum okkur þá að alsíðustu endurminningunni sem ég þarf að sýna þér”… Harry stóð aftur á fætur um leið og Dumbledore tæmdi síðustu minninguna í þankalaugina. “Hver á þessa minningu?” spurði hann. “Ég,” sagði Dumbledore. (Blendingsprinsinn bls. 440/412/361)

Ef þetta var hans eigin minning af hverju geymdi hann hana í flösku í staðinn fyrir að draga hana bara út úr höfði sér, eins og við sáum hann og Snape gera áður?

Þó að mér finnist þetta ólíklegt, benda aðdáendur á þessa vísbendingu til að bollaleggja að Dumbledore hefur ekki verið Dumbledore alla eða að minnsta kosti stóran hluta af bókinni og að sá Dumbledore sem við sjáum er í raun einhver sem notar Ummyndunardrykk til að þykjast vera hann og að þar með sé Dumbledore ekki dáinn. Aðeins plat Dumbledore hefði þurft að hafa minninguna í flösku af því að alvöru Dumbledore er sá eini sem getur tekið hana út úr höfði sér.

En það er líka mögulegt að Dumbledore hafi sett minninguna í flöskuna til að varðveita hana betur…

———————————–

Jæja þá er þetta búið.
Ég vona að ykkur hafi fundist þetta áhugavert.
Mér fannst það allavega. Ég er samt á þeirri skoðun að Dumbledore sé dáinn.

Og þið sem eruð búin með bókina, munið að hún er ekki enn komin á íslensku og að sumir ætla ekki að lesa hana fyrr en þá.
Svo EKKI SPOILA

Takk fyrir mig,
Morgothal.