Viskusteinninn
• Þau heyrðu fótatak – það hlaut að vera Filch sem kom hlaupandi eins hratt og hann gat.
“Æi, færið ykkur,” sagði Hermione höstuglega.
Hún greip töfrasprotann hans Harrys, sló honum í lásinn og hvíslaði: “Alohomora!” Það small í lásnum og dyrnar opnuðust upp á gátt – þau tróðust inn, skelltu hurðinni á eftir sér og lögðu eyrun upp að henni til að hlusta.
“Í hvaða átt fóru þau, Peeves?” heyrðu þau Filch segja. “Fljótur, segðu mér það."
“Þú verður að biðja mig kurteisislega!”
“Láttu ekki svona Peeves, segðu mér hvert þau fóru?”
“Ég segi ekkert. Þú verður að biðja mig fallega,” sönglaði Peeves.


Þá, eins og þú veist, snúa þau sér við og sjá Hnoðra hvessa augun á sig og við það að ráðast á þau.Þau voru inni í herberginu í dágóða stund áður en þau sneru sér við. Af hverju réðst Hnoðri ekki á þau um leið og þau komu inn í herbergið? Mögulega út af sönglandi röddinni í Peeves, Sem gæti hafa byrjað a svæfa Hnoðra. Hnoðri byrjaði ekki að sýna tennur fyrr en Filch og Peeves voru farnir.

Quirrell prófessor sat með fáránlegan vefjarhöttinn og talaði við kennara með fitugt, svart hár, arnarnef og fölgula húð.
Það gerðist mjög skyndilega. Kennarinn með arnarnefið leit framhjá Quirrell professor og beint í augun á Harry – og nístandi sársauki skaust leiftursnöggt í örið á enni Harrys.


Þessi nístandi sársauki kom ekki frá Snape, heldur frá vefjarhetti Quirrells, þar sem Voldemort var að “fela“ sig. Það ætti að vera augljóst eftir að hafa klárað bókina en fyrir mörgum var það ekki svo augljóst.

• Eftir að nemendurnir luku við prófin og eru að slæpast hjá vatninu, starir Harry á uglu sem flýgur í áttina að skólanum með bréf í gogginum.
Bréfið sem uglan var með var ”áríðandi bréfið frá Ráðuneytinu" sem egndi Dumbledore frá skólanum.

Sólskin, fífill, galdraþula,
Gerðu heimsku rottuna gula!


Ron notar þessa þulu til a reyna að gera Scabbers gulan. Það virkar ekki. Hermione efast um að þetta sé alvöru galdraþula. En kannski var ástæðan sú að Scabbers var ekki rotta í alvöru – hún var Pettigrew í rottuformi. (Thanks, Holly!)

• Í "risastóru, gömlu" heimildarbókinni þar sem Flamel er nefndur á nafn, stendur að hann hafi orðið 665 ára á síðasta ári. Það þýðir að hann varð 666 (tala skepnunnar, sjá Opinberun Jóhannesar) þegar bókin var gefin út.


Leyniklefinn

“Fyrst svo er, þá ættum við kannski að líta aftur á listann minn,” sagði herra Malfoy stuttur í spuna. “Ég er á hálfgerðri hraðferð, Borgin, ég þarf að sinna fleiri mikilvægum erindum í dag…”

Þarna sagði JKR okkur að herra Malfoy væri að gera einhvað annað í dag sem gæti haft áhrif á söguþráðinn: hann endar í Flourish og Blotts næst og setur dagbókina í pottinn hennar Ginnyar. Hvaða erindi voru þetta? Og tengdist dagbókin þeim einhvern veginn?


Fanginn frá Azkaban

• Kafli ellefu, Þrumufleygurinn: “ KOMDU-HONUM-HÉÐAN-ÚT!” öskraði Ron þegar klærnar á Skakklapparifu í sundur náttfötin hans og Scabber reyndi að flýja yfir öxlina á honum.
Ron greip í skottið á Scabber og ætlaði að sparka í Skakklappa en mistókst svo að hann sparkaði óvart í koffortið sem stóð við endann á rúminu hans Harrys; það valt um koll og Ron hoppaði upp og niður emjandi af sársauka.
Hárin á Skakklappa risu skyndilega. Hávært og gjallandi blister fyllti herbergið. Læðupokamælirinn hafði losnað úr gamla sokknum hans Vernons og hringsnerist og glampaði á gólfinu.


Í fyrstu héldum við að Skakklappi hafi látið læðupokamælinn blístra. En seinna í sögunni komumst við að því að Peter Pettigrew (aka Scabbers) gerði það þegar hann reyndi að sleppa af öxl Rons.


Eldbikarinn

• Eftir að Harry sendir matarpakkann til Siriusar sér hann arnaruglu með miða í gogginum fljúga yfir kofa Hagrids í áttina að kastalanum.
Miðinn sem örninn bar var skipun Voldemorts til Crouch yngri um að hann ætti að stoppa Crouch eldri, sem hafði sloppið,með öllum tiltækum ráðum.

Fönixreglan

• Númerið sem herra Weasley slær inn í símann til að komast inn í Ráðuneytið, 62442, myndar orðið ‘MAGIC’ á “lyklaborði” símans.

“Færðu þig hingað,” sagði galdramaðurinn með leiða í rómnum. Harry gekk nær honum og galdramaðurinn lyfti upp löngum, gylltum staf sem var þunnur og sveigjanlegur eins og loftnet og renndi honum upp og niður eftir Harry í bak og fyrir.

Þessi hlutur er leyndarskynjari.


Blendingsprinsinn

• Í kafla 28, Flótti prinsins, eftir að Harry og Dumbledore höfðu komið aftur með nistið í hellinum, kemst Harry að því að í nistinu er brot úr pappír með litlum miða.

Til hins myrka herra
Ég veit að ég verð löngu dáinn þegar þú lest þetta.
En ég vil að þú vitir að það var ég sem uppgötvaði leyndarmál þitt.
Ég stal hinum raunverulega helkrossi og ætla mér að eyðileggja hann um leið og ég get.
Ég mæti dauða mínum í von um að þegar þú hittir jafnoka þinn,
verðir þú dauðlegur á ný.
R.A.B.


Gæti alvöru nistið verið nistið sem Harry fann í Fönixreglunni? Í kafla 6, “Hin ævaforna og göfuga Blackætt,” finnur Harry “þungt nisti sem ekkert þeirra tókst að opna”( Ekki skrýtið að við íslendingar tókum ekki eftir þessu í íslensku útgáfunni. Locket er þýtt sem lás.)

• Fangamark manneskjunar sem skrifaði miðann er R.A.B. Þetta gæti verið Regulus Black, bróðir Siriusar Blacks, þar sem fyrir tilviljun, fannst nisti í Hroðagerði.


Ýmislegt

Sprotar - Sproti nornar eða galdramanns er valinn í beinu hlutfalli hæðar þeirra. Hagrid er risastór og hann er með 40,64 sentimetra sprota. Voldemort er hávaxinn og hann er með 33,02 sentimetra sprota. Ron er hávaxinn og hann er með 35,56 sentimetra sprota. Harry meðalhár og hann er með 27,94 sentimetra sprota. Umbridge er rosalega lágvaxin og sprotanum hennar er lýst sem mjög stuttum.

Kollur flokkunarhattsins – Í Viskusteininum, er notaður kollur með fjórum löppum, en í Fanganum frá Azkaban og Eldbikarnum er notaður þriggjalappa kollur. Ó, og í Fönixreglunni er það bara kollur.
Kattaelskendur - Argus Filch og Arabella Figg: þau hafa sama fangamark, eru bæði skvibbar og bæði elska ketti.

'711' – Talan sem virðist vera númerið á hvelfingu Siriusar fyrir tilviljun, 711 (bls. 315 í bresku útgáfunni af Fanganum frá Azkaban), er líka númerið á blaðsíðunni sem Sirius dettur í gegnum blæjuna í bresku útgáfunni af Fönixreglunni.

Bank bank – Skrifstofuhurð Dumbledores er með griffin dyrahamar…'Griffin-Door', fattið þið??? Gæti þetta hafið skrifstofa Godric Gryffindors?

Eftirseta með Dolores - ‘Dolores’ þýðir ‘sársauki’ á spænsku.

Kápu vísbendingar – Kápurnar á bandarísku bókunum virðast sýna persónu/skepnu sem deyr í bókinni. Viskusteinninn sýnir einhyrning; Leyniklefinn sýnir snák (Basilíuslanga?) og Fawkes (sem deyr og endurfæðist); Eldbikarinn sýnir Cedric; Fönixreglan sýnir Sirius; og Blendingsprinsinn sýnir Dumbledore. Fanginn frá Azkaban hafði engin dauðsföll en hann sýnir Grágogg á kápunni sem var dæmdur til dauða.

Þetta þýddi ég af MuggleNet.
Ég vona að þið hafið haft ánægju af þessu.
Takk fyrir mig.