Undarlegheit og tilviljanir Við gerum okkur grein fyrir því að við erum líklega að ofgreina sumt af þessu en við sáum nokkra hluti sem er þess virði að minnast á. Við höfðum líka gaman af því að liggja yfir bókunum að finna þá.


Undarlegir hlutir sem gerðust á hrekkjavökunni
• Harry á afmæli 31. júlí; samkvæmt kenningunni, gæti Harry hafa verið getinn á hrekkjavökunni
• Foreldrar Harrys voru myrtir af Voldemort.
• Quirrell hleypir fjallatröllinu inn í Hogwarts.
• Næstum hauslausi Nick var myrtur á hrekkjavökunni árið 1492 (Hann hélt upp 500. dánardagsafmælið með dánardagsveislunni í Leyniklefanum.).
• Harry finnur frú Norris steingerða.
• Harry er vonsvikinn yfir að geta ekki farið til Hogsmeade og Sirius Black sker málverk Feitu konunnar
• Eldbikarinn “hrækir” út úr sér nafni Harrys , sem á endanum er orsök dauða Cedrics
• Sibyll Trelawney gerði spádóminn um Harry og Voldemort til Dumbledores á hrekkjavökunni.

Sokkar

Viskusteinninn
• Við komumst að því að, áður fyrr, hafði Dursleyfjölskyldan gefið Harry gamla sokka af Vernoni í afmælisgjöf.
• Í fyrsta skipti sem við hittum Harry er hann að leita að sokkum í skápnum sínum.
• Dumbledore segir Harry að hann sjái, í Draumaspeglinum/Erised speglinum, sjálfan sig með par af þykkum ullarsokkum.

Leyniklefinn
• Í Hreysinu, var frú Weasley að kvarta yfir ástandinu á sokkunum hans Harrys.
• Og líka í Hreysinu: “Frú Weasley flengdist um húsið í vondu skapi og leitaði að aukasokkum.”
• Þegar Dobby útskýrir fyrir Harry að, fyrir húsálf, merkja föt frelsi: “Fjölskyldan gætir þess vandlega að gefa Dobby ekki svo mikið sem sokk, herra minn.”
• Harry gabbar Lucius til að gefa Dobby sokk.

Fanginn frá Azkaban
• Harry notar gömlu sokkana hans Vernons til að geyma læðupokamælinn sinn: “Ég nota þessa sokka aldrei ef ég kemst hjá því.”
• Ein af verstu afmælisgjöfum Harrys voru þessir gömlu sokkar.
• Ron tekur utan af dumbrauðum sokkum um jólin, en sleppir þeim til að skoða Þrumufleyginn hans Harrys.
• Feita konan fannst í felum í málverki af Argyllisskíri, staður sem er frægur fyrir sokka.

Eldbikarinn
• Í Hreysinu þvær frú Weasley sokkana hans Harrys.
• Á jóladagsmorgun gefur Harry Dobby samanknýtt par af sinnepsgulum sokkum með stórum knúð. Þessir sokkar voru upphaflega í eigu Vernons Dursley.
• Ron gefur Dobby par af fjólubláum sokkum sem hann fékk frá móður sinni. Dobby var í sjöunda himni. Ron (vandræðalegur) segir: “Þetta eru bara sokkar…”
• Dobby gefur Harry sokkapar; einn rauður, með kústum, hinn grænn með Gullnum Eldingum, sem hann prjónaði sjálfur..
• Á jólaballinu segir Skröggur við Harry… “Flottir sokkar, Potter.”
• Harry einsetur sér að gefa Dobby “par af sokkum fyrir hvern dag ársins.”
• Á meðan Hermione er að rífast við Hagrid um S.Á.R., er Hagrid að klæða sig í sokka..

Fönixreglan
• Tonks talar um hæfileika móður sinnar við að láta sokka brjóta sig saman sjálfir… Það er einhver sveifla-“ Hún sveiflaði sprotanum vongóð. Einn sokkurinn ruggaði sér máttleysislega fram og til baka datt síðan aftur ofan á hrúguna í koffortinu.
• Pípan hans ‘Munda’ hafði langvarandi og ramma lykt af brennandi sokkum.
• ”Í stíl við hvað?" sagði frú Weasley annars hugar og rúllaði saman pari af rauðbrúnum sokkum og setti þá á stafla Rons
• Þegar Fred og George buðust til að festa umsjónarmannsmerkið hans Rons við ennið á honum með eilífðarlími vafði hann því varlega inn í dumbrauðu sokkana sína og læsti það í koffortinu sínu.
• Seamus klæddi sig leifturhratt morguninn eftir og var farinn út úr svefnsalnum áður en Harry var einu sinni kominn í sokkana.
• Þegar Harry lítur í Þankalauginna á minningar Snapes,sér hann hóp af hlæjandi stelpum (þar á meðal Lily Evans) sitjandi að kæla fæturna í vatninu án skóa og sokka.

Blendingsprinsinn
• Harry geymdi Felix Felicis í pari af upprúlluðum sokkum í koffortinu sínu.
• Weasley tvíburarnir gefa frú Weasley blóm og segja að þeir meti hana meira núna þegar þeir þurfa að þvo sokkana sína sjálfir.

Kafli þrettán

Í hverri og einni Harry Potter bók virðist ‘vondi kallinn’ birtast í kafla 13

1. Viskusteinninn - Professor Snape hótar Professor Quirrell, sem við höldum að sé sómasamlegur maður fyrir að streitast á móti Snape. Við komumst brátt að því að Professor Quirrell hefur tekið saman böndum við Voldemort.

2. Leyniklefinn – Við kynnumst T.M. Riddle sem stendur fyrir Tom Marvolo Riddle(Trevor Marvolo Delgome), og að það er stafarugl fyrir ‘I Am Lord Voldemort’(Eg er Voldemort). Við héldum að Tom (Trevor) væri góður af því að hann blekkti okkur til að halda að hann hefði gripið Hagrid með ófreskjuna úr Leyniklefanum.

3. Fanginn frá Azkaban - Ormshali, eða Peter Pettigrew, ‘feikar’ dauða sinn með því að fela sig, svo að allir trúa því að hann hafi verið étinn af kettinum hennar Hermione, Skakklappa(Crookshanks). Hann er rotta. Hvernig í ósköpunum hefðum við getað haldið að einhvað væri að honum?

4. Eldbikarinn - ‘Skröggur’ Illaauga, eða að minnsta kosti, sá sem við höldum að sé ‘Skröggur’ Illaauga, birtist og breytir Draco Malfoy í hvítan mörð, sem lætur alla halda að hann sé ’cool’ náungi. Dálítið Veritaserum skortur á ummyndunarsafa hjálpa til við að svipta hulunni af honum.

5. Fönixreglan – Harry situr eftir með Dolores Jane Umbridge, og ekki á neinum tímapunkti í bókinni gæti einhver haldið að hún væri jafnvel örlítið góð, ástrík eða ástúðleg manneskja.

6. Blendingsprinsinn - Harry og Professor Dumbledore fara í Þankalaugina og sjá fyrsta fund Dumbledores og Tom Riddle(Trevor Delgome)(sem er nú þegar farinn að sýna sínar myrku tilhneigingar) á munaðarleysingjahælinu.

Þetta þýddi ég af www.mugglenet.com
Ég vona að þið hafið haft ánægju af þessu.
Ég vænti þess að ég sendi meira inn um næstu helgi.
Takk fyrir mig.